Myndasíðan komin í loftið

Jæja, loksins loksins fáið þið að sjá myndir. Wizard

Slóðin á myndasíðuna er:

http://addogaldakna.shutterfly.com/ 

Ég valdi nokkrar myndir af því sem við gerðum í Peking og skellti þarna inn. Setti svo smá texta við flestar myndirnar (þurfið að fletta albúminu til að sjá textann, þ.e. ekki nóg að skoða slideshowið). Wink

Held það sé ekkert mál að kommenta á myndirnar ef þið viljið Wink

Reyni svo að setja inn myndir af herberginu okkar hérna á vistinni á morgun.

Kveðja, 

Alda 


Úfff

Við fórum í Wal-Mart hér í Kína í gær. Urðum samt ekki vör við neina brjálaða starfsmenn. Þurfum að hugsa okkur vel um, áður en við förum þangað aftur. Gasp Erum reyndar í Shandong héraði, þannig að okkur ætti að vera óhætt.
mbl.is Meintur búðaþjófur barinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir - loksins

Jæja, þá erum við komin með nettengingu í herbergið. Grin Ég reyndi að setja inn myndir inn á þessa bloggsíðu en það gekk ansi hægt. Er því búin að stofna sérstaka myndasíðu og myndirnar eru að hlaðast inn as we speak (write) ... Hendi inn slóðinni á myndasíðuna í kvöld eða morgun. Erum að fara út núna og ætlum að fá okkur að borða og versla nokkra nauðsynlega hluti fyrir "heimilið". Tounge Ég ætla svo að halda áfram með myndasíðuna í kvöld og klára það vonandi. Undecided

Þið verðið því bara að bíða spennt eftir myndunum í smá stund í viðbót hehehe... Cool Smári, er þetta að virka sem markaðs-trikk? Wink

Ps. Mamma, eru þetta nógu margir broskallar fyrir þig? W00t

Pps. Hanna María og Gummi, til hamingju með afmælisdagana ... um daginn Wizard


Þrifdagurinn

Well  þá er búið að þrífa vistarherbergið og allt orðið fínt hjá okkur...  við kláruðum að skúra í gærkvöldið eftir að hafa tekið hvern krók og kima með tannburstanum, baðherbergið var skrúbbað í hólf og gólf og spúlað, skápar, hillur og skúffur teknar í nefið nema myglan sem var undir skrifborði ógeðsmannsins sem hafði greinilega búið í þessu herbergi á undan okkur var ekki til þess fallin.  Veggurinn í kringum rúmið hjá honum var svartur af skít en veit ekki alveg hvernig hann hefur farið að því að koma allri þessari drullu þangað því það mátti vel gróðursetja pottablómi þarna beint á vegginn bara.  En það var nú allt málað eins og áður hefur komið fram held ég og alda setur svo myndir af þessu hérna við tækifæri.  Ég vorkenni bara þeim sem hefur þurft að búa með þessum ógeðsmanni þarna og vona hans vegna að það hafi ekki verið langur tími. Það mátti vel sjá hvar þessi maður hafði stigið niður fæti, komið við veggi og setið við skrifborð. Það fundust s.s. myglublettir undir skrifborðinu sem ég veit ekki hvaðan komu og rétt hægt að ímynda sér hvað hann var að gera þarna undir borði...  en ég fékk s.s að þrífa það ásamt baðherbergi og skúringum... án þess að gera lítið úr öðrum verkum sem áttu sér stað þarna í gærdag.  Það er líka búið að finna út hvernig þvottavélin virkar og var það enginn annar en Snorri sonur sem kom þeim í gang í gærkveldið og fengum svo kínverskukennarann okkar til að fara yfir allar stillingar með okkur í morgun, þar sem þær eru allar á kínversku og ég ekki búinn að taka kínverskar þvottavélar 101 ennþá.

 

Eftir skóla hjá mér í dag var farið í ísskápaleiðangur um alla Qingdao: Wall-Mart, Cyber City og eitthvað fleira þar til gripurinn fannst hérna rétt hjá skólanum á fínu verði.  Það voru þarna um 10 starfsmenn að hjálpa okkur við þessi kaup og allt að verða vitlaust í búðinni þegar við sögðumst ætla að fá tvö stykki, Ása og Helga dóttir hennar nágrannar okkar hérna á vistinni voru líka að versla svona græju með okkur.  Þetta hafðist svo allt og við brunuðum heim að smella þessu í samband og koma okkur í sturtu og betri gallann þar sem Davíð Örn sem er fjármálastjóri Eimskip bauð hópnum í glæsilegan dinner í kvöld og þökkum við enn og aftur fyrir það J  verð að hætta þar sem verið er að loka netkaffinu og henda mér út... meira síðar Wink


Vistmenn í Kína :)


Jæja, þá er búið að taka þá ákvörðun að vera á heimavistinni hér í skólanum. Herbergið lítur orðið mun betur út eftir málningu og smá þrif... Svo erum við að fara að skella okkur í allsherjarþrif núna. Þetta verður því orðið skínandi hreint í kvöld.

Íbúðirnar sem við skoðuðum í dag voru mjög fínar en bara of dýrar. Við ákváðum því að eyða frekar smá pening í að koma okkur vel fyrir á vistinni og geta gert fullt af skemmtilegum hlutum hérna, frekar en að eyða öllu í húsnæði. 

Ég geri ráð fyrir að fá nettengingu í herbergið á mánudaginn og þá get ég farið að henda inn einhverjum myndum og þá get líka komist á Facebook... Kaupi eitthvað forrit til að svindla á þessari ritskoðun Kínverjanna Devil

Sólarkveðjur frá Kína,

Alda 


Íbúðarmál - smá update

Jæja, þá er þetta allt að komast á hreint með íbúðarmál.... 

Eftir fjögurra klukkutíma íbúðaleit komu strákarnir til baka í fyrradag án þess að hafa fundið nokkuð sem þeim leist á. Við drógum því bara annað rúmið í herberginu okkar fram á mitt gólf því við gátum ekki hugsað okkar að snerta veggina í svefni. Rúmið var grjóthart og koddarnir risastórir þannig að við sváfum nú ekki beint vel.

Fyrsti skóladagurinn hjá Addó byrjaði klukkan 8:30 í gær en klukkan 12 hittum við svo leigumiðlara sem sýndi okkur þrjár íbúðir. Sú fyrsta var mjög flott en hún var of dýr. Hinar tvær voru bara hreysi. Við skelltum okkur því bara í Carrefour þar sem keyptar voru hreinlætisgræjur; tuskur, hreingerningaefni, hanskar, lyktarsprey, flugnafæludót til að stinga í samband, flugnafælureykelsi, ilmkerti, eitthvað annað ilmdæmi, handsápu, handklæði, korkmottur til að setja á baðherbergisgólfið, inniskó og örugglega eitthvað meira sem ég man ekki í augnablikinu.

 
Tekið var smá þrif á herbergið svo það væri þokkalegt. Svo kom málari og skellti einni umferð á veggina og píparinn lagaði vaskinn þannig að núna er kalt vatn í vaskinum. Þetta er orðið allt annað líf.

 
Dagurinn í dag fór svo í íbúðaleit. Fundum nokkrar mjög fínar íbúðir en það ræðst líklega á morgun hvað við gerum varðandi íbúðarmál. Herbergið á vistinni er orðið mun vistlegra en það væri nú líka mjög fínt að fá flotta íbúð í miðbænum.

Jæja, þá er búið að róa ykkur öll. Þetta reddast alltaf allt Cool

Það er verið að loka netkaffinu hérna, þannig að ég skrifa bara meira næst... 


Mao, Sumarhöllin og fl...

Það var ákveðið að vakna snemma í morgun ( sem var síðastliðinn þriðjudag J) eins og aðra daga hér í Peking en vorum nú samt eitthvað seinna á ferðinni en áætlað var, ég fór svo að vekja Snorra sem var svo mættur á kantinn eftir ca 60....  eftir að ég hitti hann aftur í anddyrinu að fá sér morgunsmókinn og ætlaði hann þá að taka þetta á túrbóinu...  hann má þó eiga það kallinn að hann vakti okkur nú í gærmorgun og átti aðeins inni :)  

Ferðinni var heitið að sjá sjálfan formanninn... MAO..  sem liggur eins og skata í plastkassa og búið að plasta hann meira en  Jacksoninn... við mættum á Torg hins himneska friðar í mao leit og fundum fljótlega innganginn, en það mátti ekki vera með neina tösku, enga myndavél né mp3 spilara, sólgleraugu og maður átti að vera með valid ID...  við fórum því með allt stuffið í geymslu og hlupum aftur í röðina til að sjá plastkallinn sem var alveg að fara að loka á hann.  Þegar við svo vorum búin að troða okkur aftur í röðina í gegnum vopnaleit og eitthvað þessháttar kom í ljós að passarnir voru í töskunni sem var verið að setja í geymslu....  frábært...  ég hljóp því af stað að sækja draslið og komst svo að því þegar við fundum orðið plastlyktina af formanninum að það þurfti ekkert að hafa passann með... þetta er bara eitthvað svona fyrir heimamenn... já gott að vita... við allavega fengum að sjá plastarann sem var nú nokkuð merkileg upplifun, og tala nú ekki um að fá að sjá Snorra í Mao bol sem hann var búinn að setja einhv 12-15 barmmerki með myndum af mao, flokksmerkinu og einhverjum herlegheitum á sem vakti mikla kátínu hjá viðstöddum heimamönnum...  góð ferð J 

Eftir plasthlunkinn fórum við svo í leigubílaleit sem reyndist ekki auðvelt verk þar sem það var svo svakalega langt að keyra að leigubílstjórarnir ranghvolfdu augunum yfir þessu,  þetta var víst svo erfið ferð fyrir þá...  eftir smá þref enduðum við í strætó sem var ágætt, dáldið löng leið en gaman að sjá meira af Peking bara. 

Við komuna að Sumarhöllinni duttum við Snorri svo í dumplings ( svona kínverskt ravioli) og alda í pizzu svona til að hafa smá orku í allt röltið, sem reyndist svo verða aðeins meira en SMÁ rölt. Það var auðvitað sama sagan þar með Öldu mömmu, þegar ölið kom á borðið var það sett hjá foreldrunum og Snorri litli strákurinn okkar fékk kókið...    Sumarhöllin er mjög flottur staður og mikil saga þar á bakvið eins og flest annað hérna svo sem.  Við ætluðum okkur að taka þetta á ferðinni og ljúka þessu af á 2-3 tímum og gera eitthvað annað áður en við mættum í næturlestina. Þetta á ferðinni klikkaði nú eitthvað aðeins og við enduðum þarna í rúma 4 tíma. Sem var nú alveg í lagi en mikið labb upp og niður tröppur til loka hallarinnar, eða sumarbústað snillinganna. Það hafði verið ákveðið að taka neðanjarðarlestina heim eftir hallarskoðunina og ekkert rugl með það neitt... 

Þegar við komum út var allt fullt af leigubílum og hjólaköllum, svona hjólagaur sem getur tekið 2-3 farþega og vildu þeir taka 30 yuan fyrir að skutla okkur á lestarstöðina, sem okkur þótti nú full mikið (eða um 600 kr ísl) svo það var ákveðið að rölta bara út á lestarstöð en vissum þó ekkert hvar hún var. Á röltinu kom einn hjólagaurinn og vildi ólmur skutla okkur á lestarstöðina og náði ég að koma honum niður í 15 yuan en mæðginin héldu nú ekki...  ekkert að borga þessum gaur neitt fyrir eitthvað sem tæki bara smá labberí og örkuðu áfram....  og ég á eftir að sjálfsögðu, þetta smá rölt á lestarstöðina endaði í ca 10 km labbi þangað til við fórum í leigubíl sem keyrði okkur á lestarstöðina og kostaði 12 yuan...  svo við spöruðum okkur heil 3 yuan... eða heilar 60 krónur og góða líkamsrækt...  aldeilis gott hjá þeim mæðginum...  ;)

 
Fjölskyldan átti bókaða miða í næturlestina til Qingdao sl. þriðjudag (verðið að afsaka hvað þessi færsla kemur seint...  er bara rétt að jafna mig eftir allt röltið... J og eitthvað búið að vera lítið um netsamband) við vorum mætt á lestarstöðina 45 min fyrir brottför og mamman og sonurinn orðin frekar stressuð yfir því að komast ekki með lestinni þegar þau sáu allan fjöldann á lestarstöðinni, enda var þetta svona eins og maurafjall af iðandi fólki. Við smelltum okkur inn í þvöguna og færðumst í átt að lestinni í 50 gráðu hita þarna inn í lestarstöðinni, við náðum svo að komast um borð 10 min fyrir brottför og fundum svefnklefann okkar. Þetta var dásemdar klefi með 6 kojum...  s.s þriggja hæða kojur, við alda í 2 neðstu, sonurinn fyrir ofan Öldu mömmu og Kínverjar allt þar í kring. Og þá meina ég að það var ekkert annað hvítt fólk í vagninum sem við vorum í. Það var aðeins horft á okkur labba út allan vagninn því okkar bás var alveg út í enda, rétt við klósettin og reykingarherbergið  sem vakti mikla lukku hjá syninum.  Alda hafði smá áhyggjur af því hvort það gæti bara einhver setið á ganginum og verið að stara á hana alla nóttina en sonurinn hughreysti hana og róaði niður. Við vorum rétt sest í rúmin þegar kínakallinn fyrir ofan mig fór að hrjóta og strákar í næsta klefa fóru að keppast um hver ætti flottasta símann og hvað heyrðist hátt í þeim... með svaka fínum bassa og hrikalegu sándi... eða þannig,  það kom þó starfsmaður í þjálfun þarna og róaði drengina niður en gat því miður ekkert lækkað í kínakallinum fyrir ofan mig. Við fórum þó fljótlega að sofa, ég fyrst með i-podinn minn þar til hann varð batteríslaus og þá með eyrnatappa J  sem hún Alda mín var svo hugulsöm að kaupa handa mér...   það var svo afar hressandi að vakna við kínverjana standa við vaskinn 3 metrum frá okkur vera að ræskja morgunslímið alla leið neðan úr görnum til að skila þeim í vaskinn með tilheyrandi óhljóðum. 

Sá að Alda var búinn að skrifa eitthvað um versta dag lífs síns (pínu drama í gangi en ógeðslegt var það þó) eða eitthvað álíka og þakka fyrir mig í bili. Alda verður svo vonandi með eitthvað skárri fréttir en hún var með síðast fljótlega


Qingdao

Þá erum við komin til Qingdao. Vildi að ég gæti sagt að við værum flutt inn í fína íbúð og allt liti vel út en svo er nú því miður ekki. Dagurinn í dag hefur verið sá allra ömurlegasti dagur sem ég hef upplifað lengi.

 

Ég ætla ekkert að fjalla um gærdaginn, þ.e. heimsóknina til Maó og Sumarhöllina. Addó var byrjaður að semja þá færslu og við birtum hana líklega seinna í kvöld. Ég ætla hins vegar að byrja frásögnina þegar við komum út úr næturlestinni í morgun kl. 7 að staðartíma. Hefst þá saga dagsins....

 

Þegar við komum út af lestarstöðinni byrjuðum við á að fara á KFC í morgunmat. Það var versti morgunmatur sem ég hef smakkað. Þeir eiga bara að halda sig við kjúklinginn. Eftir þessa misheppnuðu máltíð fórum við á háskólasvæðið. Borgin sjálf lítur mjög vel út og líst mér bara vel á að skoða hana betur næstu vikurnar. Þegar við komum á skráningarskrifstofuna hófst eitt það skrítnasta skráningarferli sem ég hef séð. Það voru nokkrir íslenskir nemendur þarna en enginn þeirra fékk sömu afgreiðsluna, t.d. þurftu sumir að skila inn passamyndum en aðrir ekki. Til þess að komast inn á þessa skrifstofu voru allir spurðir út í hvernig þeir komust til Qingdao og svo vorum við öll hitamæld. Sem betur fer vorum við ekki með hita því þá hefðum við verið send á sjúkrahúsið og svo hugsanlega í sóttkví. Það er mjög mikil hræðsla hér við Svínaflensuna. Fólk úti á götu gengur um með grímur o.s.frv. Allir starfsmennirnir á flugvellinum eru t.d. með grímur og það eru ALLIR sem koma til landsins hitamældir þegar þeir fara í gegnum tollinn. Maður þakkar bara fyrir að sleppa alltaf í gegn um þessi tékk.

 

En já áfram með sögu dagsins.... Eftir skráningarferlið hittum við þá sem voru að leigja út íbúðina sem við höfðum ætlað að leigja með öðrum íslenskum nemendum, þ.e. fjórir nemendur og svo einhverjir fylgifiskar. Íbúðin stóðst hins vegar ekki væntingar okkar. Tvö svefnherbergi voru t.d. ekki stúkuð af og því ekki mikið um næði þar!! Svo voru persónulegir hlutir eiganda íbúðarinnar út um allt, þ.e. allir skápar voru fullir af dótinu hans og því hefðum við ekki getað sett fötin okkar inn í skápa. Þar fyrir utan var íbúðin ekkert sú þrifalegasta. Það var því ákveðið að við myndum kynna okkur betur þær íbúðir sem eru til leigu í borginni áður en við tækjum ákvörðun með þessa íbúð. Held nú samt að það sé ekki séns að við tökum henni, því það vill enginn vera í herbergi sem er ekki lokað af.

 

Við skelltum okkur því aftur yfir á skráningarskrifstofuna til að fá herbergi á campus svo við gætum komist í sturtu og hrein föt. Við vorum ekki búin að fara í sturtu síðan morguninn áður og það var því kominn tími á sturtu “fyrir mörgum svitadropum síðan”. Þá höfðum við sofið í fötunum í lestinni og við því ansi krumpuð og sjúskuð. Eftir smá rugl á skrifstofunni með að fá í gegn að taka bara herbergi á campus í eina viku, þá kom upp smá vesen þar sem ég og Addó máttum ekki vera í sama herbergi, þar sem við erum ekki gift!!!!! Við leystum það hins vegar þannig að Addó og Snorri eru “saman” í herbergi og ég er ein í herbergi... eða það er allavega þannig á pappírunum. ;)

 

Þegar við komum upp á herbergið á heimavistinni kom í ljós að herbergin þar eru ógeðsleg einu orði sagt!! Herbergið er svo skítugt að við gátum ekki hugsað okkur að fara í sturtu nema í skóm og maður passaði sig að snerta sem minnst. Herbergið er alveg óþrifið og skíturinn á veggjunum er með ólíkindum. Þá sáum við eina frekar stóra pöddu inni á baði. Ég held það hafi verið kakkalakki. Snorri sá svo einhverjar litlar pöddur inni á baðinu hjá sér. Við skelltum okkur því bara í sturtu, sem var meira að segja köld, því hitakúturinn var ekki í sambandi, fórum í hrein föt og aftur út. Þetta var samt mjög kærkomin sturta, þrátt fyrir illan aðbúnað ;) Fyrir þá sem þekkja mig, vil ég taka fram að þetta er ekki bara eitthvað pjatt í mér. Addó finnst þetta herbergi líka ógeðslegt! Hehe...

 

Við hittum svo á Ásu sem er með Addó í skólanum, hún er í herberginu á móti okkur. Hún skellti sér í allsherjarhreingerningu þegar hún kom og herbergið hennar því bara fínt. Hún sagði reyndar að veggirnir hjá sér hefðu ekki verið svona skítugir eins og í okkar herbergi þegar hún fékk herbergið, enda virtust hennar veggir tiltölulega nýmálaðir. (Það er kannski rétt að taka fram að Ása (Ásborg) er úr Keflavík, ef einhverjir lesendur þekkja til hennar en dóttir hennar er hérna líka.)

 

Við vorum orðin glorsoltin um þetta leyti enda komið eftir hádegi. KFC varð aftur fyrir valinu hehe... en í þetta sinn var bara týpíski matseðillinn í boði og því fórum við södd frá borðinu í þetta skiptið. Ég sit núna á internet kaffihúsinu á campusnum. Það kostar um 10 kr. íslenskar að vera nettengdur í klukkutíma. Það er nú ekki mikið J Strákarnir eru núna að skoða íbúðir með stelpunum tveimur sem við ætluðum að leigja með. Við gátum ekki farið öll nema taka aukaleigubíl. Ég er með krosslagða putta og vona að þeir finni eitthvað almennilegt svo við getum flutt út úr þessari skítaholu sem við erum í núna sem fyrst. Ég er ekki alveg að meika svona viðbjóð og nenni hreinlega ekki að þrífa þetta ógeð. Hey var að kaupa mér kók hérna og það kostar bara 10 kr. íslenskar hehe... ef maður skilar glerinu... Frekar ódýrt að lifa hérna að sumu leyti. Annars er frekar skrítið að sitja hérna á netkaffinu. Ég er búin að koma hingað tvisvar í dag og í bæði skiptin hefur mig farið að svima eftir að hafa verið hérna í smá tíma. Þetta er svona svimi eins og ég myndi halda að áhrifin af fíkniefnum eru. Allt herbergið færist svona til og eitthvað... eða kannski er ég bara komin með sykurþörf. Best að þamba kókið og kannski bæta við súkkulaði ;)

 

Hreinlætisstandard Kínverja er langt undir okkar mörkum. Það er almennt mjög óþriflegt hérna og sést það t.d. best á klósettaðbúnaðinum hérna. Það eru venjulega bara holur í gólfinu sem maður þarf að nýta sér þegar kallið kemur. Það er undantekning ef það er klósettpappír í boði enda er ég farin að ganga um með bréf hvert sem ég fer. Það væri minnsta málið að nýta sér þessar holur ef það væri bara ekki piss út um allt í kringum holuna líka.... en þetta venst allt saman. When you´ve got to go, you got to go... eða svo hef ég heyrt ;)

 

Jæja, nóg komið af blaðri í dag... Vonandi hef ég góðar fréttir á morgun J


Labbi labbi labb...

Úff hvað við löbbuðum mikið í dag... Byrjuðum á að fara á Torg hins himneska friðar þar sem við ætluðum að kíkja á Maó kallinn en það var lokað því það er mánudagur... hvað er málið með það... Shocking en við ætlum að kíkja aftur þangað á morgun. Maður verður nú að heimsækja kallinn fyrst maður er kominn alla leið til Peking.

Við fórum svo og skoðuðum The forbidden City sem var mjög flott en vá hvað það var erfitt að labba þetta allt í steikjandi hitanum. Ég tók fullt af myndum sem ég set inn við tækifæri, þ.e. þegar rólegheitin í Qingdao byrja. Cool Það er ekki hægt að lýsa þessu öllu nema hafa myndir með.

Við enduðum svo daginn á að kíkja á Ólympíuleikvanginn hér í Peking. Það var geðveikt flott. Aðalleikvangurinn heitir Bird Nest en hann lítur út eins og fuglshreiður. Þessi bygging er ótrúlega flott gerð. Þar við hliðina er svo sundhöllin sem er kölluð Water Cube. Okkur fannst sú bygging reyndar minna á einhvers konar flugnabú eða geitung eða eitthvað þess háttar. Við fórum fyrst að skoða þetta um daginn en fengum okkur svo að borða á frekar sjúskuðum stað. Við vorum orðin glorhungruð eftir þennan langa dag og létum okkur því bara hafa það að fara á einhvern ekta kínverskan stað þar sem bara heimamenn borða, alls ekkert túrista dæmi þarna enda vissi afgreiðslustelpan ekki hvað ég var að meina þegar ég sagði "coca cola" hehe... Maturinn var svo bara rosa góður en við vitum ekkert hvað við vorum að borða, völdum bara það sem leit best út á myndunum. Höldum samt að annar rétturinn hafi verið kjúklingur eða svín... Hinn rétturinn var svo sterkur að það var rosalegt. Snorri og Addó borðuðu chillipiparinn í þeim rétti eins og ekkert væri... eða fyrir utan að þeir fundu ekki lengur fyrir tungunni á sér. Crying En það er nú ekkert sem smá bjór getur ekki lagað...

Eftir matinn fórum við aftur á Ólympíusvæðið því þá var komið myrkur og búið að kveikja á ljósunum. Það var mjög flott að sjá svæðið upplýst. Sundhöllin skipti t.d. um lit, frekar töff allt saman. Við röltum svo um torgið þarna, fengum okkur kínverska íspinna og horfðum á kínverska eldri borgara dansa þarna um svæðið. Mega flottir dansarar eða... þið vitið... Höldum að þetta hafi verið einhver þjóðdans en vitum það svosem ekki. Það sem var samt skemmtilegast við þetta voru öll kínversku börnin sem voru þarna. Þau voru þvílíkt ánægð með þetta og voru æst í að dansa með og skemmtu sér greinlega rosalega vel. Algjör krútt. InLove Ég kem kannski bara með eitt svoleiðis heim hehe... 

Deginum var svo slúttað með smá bjór fyrir strákana og svo fengu þeir sér líka reyndar smá að borða en ég fékk súkkulaði og kók. Tounge

Á morgun ætlum við að kíkja á Sumarhöllina og svo er það næturlestin frá Peking til Qingdao... gistum í sex manna klefa (þriggja hæða kojur) sem ég er ekkert voðalega spennt fyrir en það hlýtur nú að reddast eins og allt annað.

 Já og svo vil ég taka það fram að ég er sármóðguð yfir hversu fáir hafa mótmælt því sem kemur fram í færslunni hér að neðan um að ég líti út eins og kona sem geti verið mamma stráks sem er 26 ára!!!!!!!!

Veit ekki hvort við náum að skrifa eitthvað hingað inn á morgun þar sem við tékkum okkur út af hostelinu í fyrramálið og því óvíst með nettenginu annað kvöld. Vona svo bara að netsambandið í íbúðinni í Qingdao verði jafn gott og hér í Peking...

Kveðja, Alda 


The Great Wall

Í dag var farið snemma á fætur til að fara á The Great Wall of China, vöknuðum 6:30 eftir frekar erfiða nótt, líkaminn ekki alveg á því að fara að sofa kl. 16 að íslenskum tíma en það hafðist þó að lokum. Snorri kom að sjálfsögðu 5 min í brottför og átti þá eftir að borða morgunmat og kaffi og seinkaði því ferðinni um ca 25 mín eða svo. Þegar við komum út í rútuna tók gædinn á móti okkur sem reyndist vera tvítug skvísa í skólabúning og mellusokkum sem náðu rétt uppfyrir hné og pilsið rétt niður fyrir... eitthvað sem ekki er hægt að segja hér því miður...  vantaði ekkert nema tíkó og sleikjó til að fullkomna dressið...  hún hafði þó ekki alveg leggina til að sýna greyið þar sem þeir voru sundur étnir eftir einhvern pöddu viðbjóð...  Seinna um daginn fékk Alda svo að sjá heldur meira en við strákarnir þegar við komum á vegginn þar sem hún var beint fyrir aftan skvísuna í tröppum sem voru nánast 90 gráðu brattar og leit upp til að sjá hvað væri að blokkera sólina fyrir sér og fékk þá að sjá alla dýrðina flaksandi undan pilsinu rétt fyrir framan nefið á sér....  LoL 

Við fórum svo að sækja einn snilling í viðbót á annað hostel hérna rétt hjá sem kom frekar sáttur inn í bílinn allur merktur Kanada og spurði okkur hvaðan við værum, Snorri var fljótur að svara honum, from Iceland...  Kanadamaðurinn; váááhh Iceland... með bros allan hringinn og sagðist vera frá Kanada... sem hafði þó ekkert farið fram hjá neinum,  og Snorri; Vooohh greaaat...    eftir smá spjall við Kanadamanninn komst hann að því að Sorri væri að fara í skóla í Qingdao og spurði hann svo;  yea great,,,  and did you get your parents to visit you.....  kom smá þögn meðan allir voru að átta sig á því hvað hann væri að tala um þar til hann leit á Öldu og var þá að meina að hún væri mamma Snorra og ég þá væntanlega pabbi gamli... 

Veggurinn var svo klifinn og átti að taka 20 varðturna á 3 tímum en við létum það þó ógert sökum mikills hita og leti, ákváðum því að taka bara einn legg sem var þó mjög góður spotti og óteljandi tröppur að fara upp. Við setjum inn myndir af ferðinni fljótlega. Lítið sást af Kanadamanninum eftir bílferðina nema þegar Snorri gerði sig líklegan til að smella á hann einum í lyftunni upp á vegginn þar sem þeir sátu saman félagarnir í skíðalyftu fyrir framan mig og Öldu, svona til að ná einni góðri mynd af þeim saman.

Eftir góða ferð á vegginn og smá Tshingdao bjór á kaffihúsinu hérna á hostelinu var ákveðið að rölta og fá okkur hina einu sönnu Peking Önd...  enda varla neitt annað við hæfi hér í Peking. Okkur var vísað á eðal stað þar sem við fengum okkur þennan fræga rétt, fyrst fengum við skinnið af öndinni sem átti að dýfa aðeins í sykur og var bara helv gott...  svo bringan í hvítlauksolíu sem var nú ekki verra, svo restina eins og alvöru peking önd á að vera, getið googlað það ef þið eruð forvitinSmile...  eftir 1 stk önd var ákveðið að fá sér einn rétt í viðbót svona til að smakka en þjónninn fór að sýna okkur eitthvað meira sniðugt á seðlinum og enduðum á 3 réttum í viðbót sem var svona ca 2 réttum of mikið miðað við allt það magn af mat sem búið var að troða í sig. En verð að segja að þetta er líklega besti kínverski staður sem ég hef allavega farið á. 

Ætla að láta þetta duga í bili og bið að heilsa, kv Addó

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband