22.9.2009 | 14:52
Myndir...

Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2009 | 14:12
smá update... ;)
Það hafa einhverjir verið að suða um bloggfærslu héðan frá Kína... þannig að hér kemur smá update af okkur... þó það sé nú ekki mikið að frétta...
Helgin var bara með rólegasta móti - mexíkanskur matur á föstudaginn og indverskur á laugardaginn. Kíktum aðeins á lífið á laugardagskvöldinu og þurftum að vekja greyið vörðinn. Þetta er frekar lítill bær þó hann sé tæknilega séð nokkuð stór - við hittum semsagt alveg sama fólkið núna um helgina og við hittum síðustu helgi á djamminu. Þetta er semsagt sami hópur fólks sem flakkar á milli nokkurra skemmtistaða hér. Annars gleymdi ég að segja ykkur frá því að við kíktum á stað sem heitir Feelings, síðustu helgi sem er ekki í frásögur færandi nema að dansgólfið þar er eins og trampólín, þ.e. það dúar geðveikt og maður er eins og hálfviti og getur ekki hætt að hoppa, því allir í kringum mann eru að hoppa - þið vitið hvað ég á við Frekar fyndið... í smá tíma allavega og þá fer manni bara að svima
Ég er orðin ekta Kínverji og farin að vonast til að það sé hola í gólfinu frekar en eitthvað hlussu klósett hehe... Skýring á því er reyndar að það er í raun snyrtilegra að beygja sig bara yfir eitthvað gat, frekar en að vera að setjast á mishreinar klósettsetur. Holurnar eru því ekki alslæmar - þær venjast bara nokkuð vel.
Við erum svo búin að kaupa okkur kort í ræktina. Ræktin heitir Love Fitness International - rosa flott nafn. Fórum í gær og tókum bara létta æfingu - aðeins að venja okkur við eftir 4 vikna pásu. Svo átti að taka geðveikt á því áðan og fara í spinning en það var allt fullt og ég verð því að bíða aðeins með að prófa spinning a la Chinese... Ég tek kannski bara sýnikennslu á þetta í Hress, þegar ég kem heim í nóvember, ef ég læri einhver kínversk trix á hjólinu hehe...
Við fórum svo rosa fínt út að borða í gær þar sem þá áttum við ársafmæli. Án efa langflottasti (já og dýrasti) veitingastaður sem ég hef séð í Kína. Maturinn var mjög góður - fékk loksins alvöru steik nammi namm
Svínaflensan er svo komin hingað á campus - búið að loka tveimur heimavistabyggingum, þ.e. nemendurnir þar eru í sóttkví. Kínverjarnir eru sko ekki með neitt hálfkák í þessum efnum. Ég var t.d. hitamæld í morgun þegar ég var að fara út. Addó er búinn að vera með eitthvað smá nasakvef undanfarna daga og hnerrar svona af og til. Það kippast allir Kínverjar við þegar hann byrjar - skíthræddir við að smitast af honum hehe... Maður er t.d. farinn að sjá mun fleiri ganga með grímur á sér.
Biðjum að heilsa öllum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.9.2009 | 04:24
Afmæli - afmæli - afmæli
Þá er kominn 21. september árið 2009 og það þýðir bara eitt:
Ólöf Ásta er 10 ára í dag.
Hún fær því RISA afmæliskveðju héðan frá Kína og STÓRT knús með.
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli, hún Ólöf, hún á afmæli í dag.
Hún er 10 ára í dag, hún er 10 ára í dag.
Hún er 10 ára, hún Ólöf, hún er 10 ára í dag.
Bestu kveðjur frá pabba og Öldu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2009 | 12:04
Saumamarkaðurinn
Addó var frekar slappur í dag og fékk að sofa út og sleppa skólanum. Honum leið nú eitthvað betur eftir það og við ákváðum að skella okkur á saumamarkaðinn ásamt öllum íslenska hópnum. Við fórum samt fyrst á KFC þar sem við sáum þessa svaka fínu konu, uppáklædda í það sem okkur fannst vera brúðarkjóll. Veit ekki alveg hvað málið er með það. Svo var stelpa þar að borða með henni, sem var alltaf að taka myndir af konunni og lítilli stelpu sem var þarna líka. Datt í hug að þetta væri myndataka fyrir jólakortin í ár... rosa gaman að senda myndir af sér í brúðarkjól að borða kjúklingaborgara á KFC
Við fórum svo á saumamarkaðinn en þar virðist vera hægt að láta sauma á sig hvað sem er. Maður labbar bara á milli saumakvenna og segir þeim hvað maður vill. Svo eru þær með nokkur sýnishorn hjá sér sem er hægt að nota sem einhvers konar grunn. Maður lætur bara breyta og bæta eftir því sem maður vill. Setti nokkrar myndir inn á myndasíðuna frá deginum í dag. Endilega kommentið sem mest við myndirnar og segið mér hvernig kjóla og kápur ég á að láta sauma á mig hehe Tek fram að sumt á myndunum er ekkert sérstaklega fallegt en það má alltaf breyta öllu
Við röltum svo aðeins um útimarkaðinn þarna í gamla bænum og enduðum daginn á fake KFC hehe... þetta var alveg mjög svipað og KFC en miklu ódýrara - greinilega verið að herma eftir KFC. Starfsmennirnir þar voru mjög áhugasamir um okkur og einn strákurinn kom og spjallaði aðeins við Addó meðan við vorum að borða og spurði hann um enska boltann. Strákurinn var búinn að skrifa "Raul" á miða, en það er víst uppáhaldsleikmaðurinn hans hehe... Ég lærði því í dag að Raul er leikmaður Real Madrid.
Við ætlum svo að taka því rólega í kvöld þar sem Addó er enn eitthvað slappur og verður að vera búinn að ná sér fyrir helgina hehe...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.9.2009 | 14:10
Markaðurinn, ræktin og almennt letilíf
Maður verður víst að láta undan pressunni og skrifa eitthvað hingað inn ... Við kíktum á Jimo lu markaðinn (stafsetningin er örugglega vitlaus) á mánudaginn en það er alveg ágætur markaður þar sem hægt er að versla fullt af dóti. Setti nokkrar myndir af söluvarningnum inn á myndasíðuna fyrir áhugasama.
Við drifum svo í að senda smá pakka til Íslands í gær. Ólöf Ásta súperskvísa á afmæli 21. september og á því von á smá afmælispakka í póstinum. Þar sem Árni Steinn töffari átti afmæli síðustu helgi á hann líka von á smá afmælispakka. Við sendum pakkann bara til ömmu og afa Ólafar og Marta ætlar svo að ná í pakkann hans Árna þangað og fara með hann í Kef.
Ég dreif mig út að hlaupa/skokka/ganga í morgun þar sem ég er ekki búin að hreyfa mig í 3 vikur og því alveg að mygla á sjálfri mér. Ég vakti mjööög mikla athygli hér á campus svæðinu. Kínverjarnir gláptu á mig og bentu vinum sínum á mig. Ein gömul kona sem var að sópa veifaði mér eins og við værum bestu vinkonur og brosti þvílíku sólskinsbrosi. Bílar sem fóru framhjá mér keyrðu mjög hægt og bílstjórarnir sneru sig næstum úr hálslið. Ég var nýbúin að hugsa að þetta væri þó allavega ekki eins slæmt og á Spáni þar sem strákarnir flauta á mann... (Kimmý og HMK, þið vitið hvað ég er að tala um hehe) þegar það var flautað á mig hehe...
Veit samt ekki alveg hvað það var sem vakti þessa svaka athygli. Held ég hafi ekki verið neitt skrítin...
Við fórum svo áðan að skoða ræktina sem er hér skammt frá með einum kínverska kennaranum. Það er því miður verið að taka allt í gegn þarna og því voða lítið í boði næsta mánuðinn. Ég var orðin svo spennt að fara þangað því þeir bjóða upp á Hot Yoga, Spinning, box og bara alla mögulega tíma en vegna framkvæmdanna byrja tímarnir ekki aftur fyrr en 15. október... og þá eru bara 3 vikur í að ég fari heim þannig að það tekur því varla að byrja þá. Við ætlum samt að skoða einhverja aðra rækt á morgun sem er víst ekkert svo langt í burtu. Vonandi hentar hún betur... cross my fingers!!
Ég er ekki búin að borða neitt nammi í vikunni (alveg þrír dagar búnir hehe) og hef heldur ekki drukkið neitt gos. Get ekki sagt það sama um Addó og Snorra enda eru þeir báðir komnir með bumbu... sem þeir virðast bara ætla að hafa áfram...
Við urðum svo rafmagnslaus í fyrradag en það fylgir víst eitthvað ákveðið mikið rafmagn með leigunni. Þegar það er búið, þá bara drepst á öllu og maður þarf að skokka yfir á skrifstofuna og kaupa áfyllingu ... Snorri greyið varð rafmagnslaus í gærkveldi þegar allt var lokað... Frekar spes kerfi á þessu hjá Kínverjunum. Ekkert verið að leyfa manni að borga bara eftirá, miðað við notkun hverju sinni.
Á morgun eru 3 vikur síðan við komum til Kína... bara 7 vikur þangað til ég fer heim. Þetta er ansi fljótt að líða
En jæja, er þetta ekki komið nóg af blaðri í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2009 | 03:53
Fínasta helgi að baki...
Það var bara stórfín helgin hjá okkur. Ég var búin að segja ykkur frá rússneska veitingastaðnum og Underwater World garðinum sem við fórum í en það eru komnar myndir frá því inn á myndasíðuna.
Myndirnar úr garðinum er reyndar frekar lélegar þar sem aðstæður til myndatöku voru ekki góðar. Fyrst fór maður í gegnum uppstoppuð sjávardýr (fiska af öllum stærðum og gerðum, skjaldbökur, mörgæsir o.s.frv.) Svo fékk maður að sjá alls konar stóra fiska í búrum, þá fór maður á nokkurs konar færiband sem fór undir vatn þar sem ótrúlegur fjöldi af stórfurðulegum sjávardýrum var á ferð fyrir ofan okkur. Það var mjög flott. Svo kom aftur svæði þar sem alls konar dýr voru í litlum búrum. Loks tók ég myndir af hluta af þeim vörum sem hægt var að versla þarna, þar sem ég hef fengið sérstakar beiðnir um slíkar myndir frá kaupóðum vinkonum mínum hehehe... (þið vitið hverjar þið eruð)
Á laugardagskvöldinu fórum við á stað sem ég held að sé með kóreskan mat, þ.e. frá Kóreu (segir maður ekki kóreskan eða kannski kórenskan?). Það var rosalega skemmtilegt. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í og strákarnir pöntuðu bara eitthvað af matseðlinum. Held það hafi endað á því að þeir bentu á borðið við hliðina og sögðust vilja fá það sama. Þetta var svo stórgóður matur og rosa skemmtilegt að prófa eitthvað öðruvísi. Það eru líka komnar inn myndir frá þessum veitingastað á myndasíðuna. Við fengum rosalegt magn af mat en reikningurinn var bara rúmlega 6 þús. íslenskar fyrir sex manns, með drykkjum. Það er nú ekki mikið.
Eftir matinn kíktum við aðeins á næturlífið. Það sem stóð uppúr frá því brölti var líklega þegar gamall feitur kall reyndi við Helgu og bauð henni upp í dans. Hún er sko 15 ára!! Vörðurinn hleypti okkur svo inn um nóttina án mikilla vandræða hehe...
Þegar Addó er búinn í skólanum í dag ætlum við að kíkja á markaðinn en það gæti reyndar breyst þar sem mér sýnist veðrið ekki vera neitt sérstakt. Við erum ekki með neinar yfirhafnir hérna úti (bara peysur) og því ekki spennandi að fara út ef það er rigning. Kemur í ljós...
Annars erum við Addó núna komin í nammi- og kókbindindi fram að helgi. Það er líklega auðveldara að gera það hér, heldur en heima, þar sem það er ekki til almennilegt súkkulaði hérna Ég skil ekkert í Kínverjum að eiga ekki gott nammi. Það eru ekki einu sinni til súkkulaðikökur hérna. Hvað er það!!!!
Annars átti Árni Steinn minn afmæli í gær. Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með daginn, héðan frá Kína. Hann er orðinn 11 ára... bara alveg að verða unglingur. Hlakka til að knúsa þig þegar ég kem heim, Steini stuð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.9.2009 | 10:55
smá hvíldartími milli erfiðra verkefni.... eða svona næstum...
Erum núna með klukkutíma hvíldarstund áður en við förum út að borða í kvöld og svo verður kannski tjúttað eitthvað eftir það
Í gær kíktum við út að borða á rússneskan veitingastað með Ágústi og Snorra. Það var alveg ágætur maturinn en svosem ekki mikið meira en það. Það var samt nóg af vodka á matseðlinum hehe... t.d. síld í vodka. Við fengum okkur hins vegar bara einhvern venjulegan mat. Það sem var markverðast þetta kvöld var að þegar við vorum búin að borða kom kínverskt par inn og settist til að skoða matseðilinn. Stuttu seinna ældi gellan bara yfir allt borðið - frekar ógeðslegt. Þau voru semsagt alveg blindfull en Addó sagði einmitt þegar þau gengu inn að stelpan myndi örugglega drepast ofan í súpuna sína hehe... En ælan var semsagt þrifin og stelpan líka. Svo settist hún bara aftur niður og ætlaði að fara að panta sér mat!!! En þau gáfust reyndar upp á þessu og fóru skömmu seinna. Drykkjarmenning Kínverja er víst frekar ólík okkar. Það þykir ekkert tiltökumál að æla bara þegar maður er búinn að drekka of mikið. Taka sér smá stund til að jafna sig og svo heldur maður bara fjörin áfram... jibbí...
Í dag fórum við svo að skoða Underwater World með flestum Íslendingunum hérna. Það var mjög fínn garður, með allskonar skrítnum sjávardýrum. Setjum inn myndir af því fljótlega. Við ætlum svo að hittast aftur í kvöld og fá okkur eitthvað að borða saman. Svo ætla þeir sem nenna að kíkja eitthvað aðeins á næturlífið.
Við fórum á einn næturklúbb í gær eftir kvöldmatinn en vorum komin heim um kl. 1. Við megum tæknilega séð aðeins vera úti til 23:30 um helgar, þar sem við búum á heimavistinni (curfew) en ef við komum eftir það, þurfum við að vekja húsvörðinn og fá hann til að opna hurðina fyrir okkur. Ég er því búin að læra nýtt kínverskt orð, "KÆMEN" (hér skrifað eins og það er borið fram - held ég) hehe ... en það þýðir "OPNA HURÐ" eða eitthvað í þá áttina. Kallinn opnaði nú bara fyrir okkur í gær án þess að við þyrftum eitthvað að kalla á hann og var rosa sáttur við okkur þegar við réttum honum 200 kr. íslenskar fyrir ómakið. Spurning hvort hann verði pirraður í kvöld þegar hann þarf að opna fyrir okkur annað kvöldið í röð...
Kveðjur frá Kína,
Alda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 11:08
Letilíf
Dagurinn í dag hefur verið algjör letidagur... Það rigndi í morgun og því frekar þungbúið úti. Við höfum því bara legið uppi í rúmi og horft á flakkarann... bara snilld að hafa burðast með hann hingað út
Var annars að bæta nokkrum myndum við albúmið hér á blogginu (ekki myndasíðuna ), þ.e. myndum frá herberginu okkar, þvottavélinni margumtöluðu og einhverju fleiru. Þar er t.d. þessi mynd af mér þar sem hárið á mér hefur vakið nokkra athygli hér í rakanum.
Það er annars ekkert að frétta. Ætla ekki að leggja það í vana minn að telja upp einhverja hversdagslega hluti sem við gerum hérna úti hehe... þannig að ég læt bara heyra í mér næst þegar við höfum gert eitthvað skemmtilegt
Kveðja, Alda"Monika" eða Alda "Turner" ... hvort finnst ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2009 | 14:26
Komin smá rútína á lífið hér í Kína
Jæja, þá er vikan að verða búin og allt að komast í rútínu... sem er bara gott. Addó er í skólanum frá 8-12 að læra kínversku (4 tímar á dag í 5 daga - frekar mikið fyrir minn smekk hehe). Ég tek því bara rólega á morgnana. Stundum hef ég sofið aðeins út (mest til kl. 10) en aðra daga hef ég vaknað um svipað leyti og Addó fer. Ég fæ miklar athugasemdir frá Addó (já og Snorra) ef ég tek því of rólega og hef því reynt að gera eitthvað af viti. Búin að mastera kínversku þvottavélarnar og þvo allt sem hægt er að þvo, meira að segja gardínurnar hérna.
Eftir skóla í gær, fórum við í tæplega fjögurra tíma gönguferð um strandlengjuna hérna, eða allavega hluta af henni. Held þetta hafi verið um 4 -5 km. Tókum eitthvað af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna (ætla að skrifa eitthvað við myndirnar á eftir). Svo fórum við að borða á ítölskum stað sem var alveg ágætur.
Eftir skóla í dag, ákváðum við hins vegar að skoða aðeins campus-svæðið hér við skólann. Við tókum líka nokkrar myndir af því öllu saman og þær myndir eru komnar í sér albúm á myndasíðunni. Fórum svo í mötuneytið að borða.
Það er bara full vinna að halda úti þessu bloggi og setja inn myndir. Sem betur fer hef ég nægan tíma hehehe...
Jæja, best að koma sér í myndirnar. Við söknum ykkar allra og þá sérstaklega Addó sem saknar Ólafar sinnar, rosalega mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2009 | 02:14
Herbergið á vistinni...
Ég var víst búin að lofa ykkur að fá að sjá myndir af herberginu okkar hérna á vistinni....
Svona leit "ljósaslökkvarinn" (hvað heitir þetta eiginlega réttu nafni - þessu er alveg stolið úr mér - íslenskan er líklega að detta út fyrir alla kínverskuna sem ég er að læra hehe) út þegar við komum inn í herbergið. Þetta var það fyrsta sem við sáum þegar við opnuðum hurðina að herberginu.
Svona leit sami "slökkvari" út eftir að það var búið að mála. Fitan og skíturinn var svo mikill að málninginn festist ekki á !!
Og svona lítur þetta út í dag... Alls ekki fullkomið en það er allavega búið að sótthreinsa þetta eins og hægt er hehe...
Þessar myndir af "slökkvaranum" eru frekar lýsandi fyrir ástandið á herberginu.
Set svo nokkrar fleiri myndir af herberginu og "fylgihlutum" inn í myndaalbúmið hér á blogginu. Það virkaði ekki í gær að setja inn myndir en virðist vera í góðu lagi í dag. Annars vil ég taka það fram að herbergið okkar var langlangverst. Herbergi hinna Íslendinganna voru ekki svona skítug. Ógeðismaðurinn sem bjó hérna virðist hafa slegið öll met í sóðaskap.
Annars er lífið hér bara með besta móti. Addó mætir í skólann kl. 8:15 á morgnana en ég sef aðeins lengur. Í gær setti ég í þvottavélar (þær er á kínversku) og krosslegg bara puttana með að eyðileggja ekki þvottinn. Á eftir ætla ég að þvo viðkvæman þvott. Er búin að finna einn bol sem ég er tilbúin að "fórna" og ætla að henda honum einum í vélina til að tékka á prógramminu sem ég vel hehe... svakalega útpælt allt saman.
Það er búið að vera skýjað hérna í tvo daga og hitinn eftir því - fór í þunnri peysu út um miðjan dag - sem hefur ekki verið í boði hingað til. En mér sýnist sólin vera komin aftur
Jæja, best að fara að henda inn hinum myndunum og svo er það þvottavélin kínverska sem bíður...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)