24.11.2009 | 01:37
Back in Qingdao
Góð helgi að baki þar sem ég var að meðhöndla veiðidót 12 tíma á dag alla helgina, verður nú ekki mikið betra en það hérna einn í kína. Skoðaði veiðiverksmiðjur og sá aðbúnað vinnufólks sem var heldur misjafn og líklega ekki hægt að bjóða mörgum upp á það heima. Fékk að breyta hönnun á veiðitöskum sem mér fannst ábatavant, skoða hvernig veiðihjól eru búin til, töskuverksmiðju, plast og kork verksmiðju svo eitthvað sé nefnt. Ég fékk margt undarlegt að borða í þessari ferð líka. Fór á veitingastað og fengum okkur froskarétt , froskurinn er borinn fram niður saxaður með öllum beinum í svo maður þarf að spýta út úr sér öllum beinum og er það bara gert á borðið, ég ákvað að gera bara eins og heimamenn og taka villimanninn á þetta og í lokin var komin góð og myndarleg hrúga á boriðið hjá mér. Á öðrum stað fékk ég lifandi risarækjur á teini sem ég átti að setja ofan í sjóðandi pott sem var á boðinu hjá mér, mjög merkilegt og frekar góðar rækjur bara, maður fær þær allavega ekki ferskari en þetta held ég. Fékk líka litla vatna krabba í heimahúsi sem var stórmerkilegt að fólk nenni að leggja á sig að borða, sjúga úr öllum löppum og frekar eitthvað svona skrítnar aðfarir við að borða hann... hann bragðaðist þó ekkert illa en myndi nú ekkert sækjast sérstaklega í að fá hann aftur. Góð ferð í flottri borg sem ég væri þó til í að heimsækja aftur að sumri til.
Heimferðin frá Yangzhou, af fenginni reynslu klæddi ég mig heldur betur á heimleiðinni, fór í tvenna sokka, tvenna boli þykka peysu, jakka og með aðra rennda peysu með mér til að breiða yfir mig og hafa það kósý bara. Ég mætti í rútuna dúðaður eins og michelin kallinn og ætlaði að hlamma mér í sætið mitt sem var nr 6 og átti að vera þarna nánast fremst í rútunni en bílstjórinn dró mig aftar í besta sætið í bussanum að hans sögn því þar var reyndar aðeins meira pláss fyrir lappirnar... ég var ánægður með það bara og þakkaði pent, var eins og kóngurinn væri mættur þarna og mönnum fleygt úr sætunum sínum fyrir mann... það var svo haldið af stað til Qingdao og ég frekar ánægður með mig í fína sætinu og vel dúðaður við öllu viðbúinn með nóg af mat og nýbúinn að kreista hvern einasta pissudropa út sem hægt var að kreista... á heimleiðinni var þó miðstöðin ekkert spöruð og var hún brúkuð alla leiðina heim í þessa 8 tíma og var orðið eins og í eyðimörk klukkustund eftir brottför og ég orðinn hálf nakinn þegar við komumst á leiðar enda. Þessi ferð var heldur viðburðar meiri en sú fyrri.
við vorum nýlega lögð af stað þegar fyrsta klósettferð hjá einum rúmlega eins árs í svona rassabuxum varð, pabbinn hélt á stráksa út glenntum, beint fyrir framan nefið á mér, yfir ruslafötu sem var þarna fyrir miðri rútu. Stráksi vildi þó ekkert pissa þó gamli hafi bunað út úr sér alls kyns vatnslosandi hljóðum svo mér varð hálfpartinn mál bara... hálftíma síðar voru feðgarnir mættir í tilraun tvö og ég ennþá í stúkusætinu, gamli byrjaði á pissuhljóðunum sem virkuðu þó á stráksa í þetta skiptið og lét vaða í fötuna, aðeins útfyrir en það virtist nú bara alveg í góðu og enginn að kippa sér upp við það.
Það var stoppað í hádegismat þar sem einn rútumannanna kom að mér meðan ég var að borða mandarínur úti í kuldanum og fór að tala við mig, kom í ljós að hann stundaði rannsóknir og nám í animal sex.. og hafði verið í Skotlandi í hálft ár að spekúlera eitthvað í þeim fræðum og kynnst þar 2 Íslendingum og hvaðeina. Það var ekki mikið hægt að sofa í þessari ferð þar sem bílstjórinn lág á flautunni nánast alla leiðina, af þessum 8 tímum voru flautaðir svona um 6 tímar samfleytt... og urðu greinilega allir að vita að hann væri þarna á ferð... pósturinn páll mættur á svæðið bara.
Businn var svo nýlega lagður af stað þegar feðgarnir mættu að fötunni að kreista úr stráksa með pissuhljóðunum sem virkuðu eitthvað öðruvísi en þau höfðu gert í fyrri ferðum þeirra feðga þarna fyrir framan mig og stráksi lumaði einum stórum út og framhjá fötunni beint á gólfið í bussanum. Gamli tók eftir þessu þar sem hægðirnar lentu nánast ofan á skónum hjá honum og fór að gala þarna á mömmuna sem kom að virtist fljúgandi að með dagblöð og setti undir bossann á stráksa,,, en stráksi var nú bara búinn að losa allt og var þarna í fanginu á gamla út glenntur brosandi allan hringinn og ferlega ánægður með sig bara.
Ég varð hálf feginn við heimkomu hérna í Qingdao og kvaddi stráksa, sem ég var nú búinn að sjá full mikið af og animal loverinn og dreif mig bara hingað heim í vistarherbergið .
Athugasemdir
Sæll gamli, frábært að lesa ferðasögur þínar, alltaf jafn gaman af þeim. Gott að þú hefur ekki látið ævintýrin eiga sig þó svo að við rindlarnir séum ekki til staðar til að leiða þann gamla. Stendur þig vel! Algjör snilld að heyra að gamli tannlausi félagi okkar fyrir utan Windows sé enn á sínum stað, heill heilsu! :D Grenjaði úr hlátri þegar ég heyrði að þú hafir hitt þennann góða félaga okkar aftur!! hahaha... má til með að skella myndum hérna af okkur félögunum svona til þess að fólk viti um hvurslags öðling við erum að tala um :D
Vona að allt verði gott á lokasprettinum hjá þér. Skellum saman eins og einni góðri veislu þegar þú hefur tíma eftir heimkomu! :)
http://web.mac.com/hilmarthor/iWeb/Site/%20%20Blog%20%20/AC06E0CC-698A-4F6A-A572-ED43E646DDEC_files/IMG_0070.jpg
http://web.mac.com/hilmarthor/iWeb/Site/%20%20Blog%20%20/4C39877D-A254-4015-AE77-F9D8031EA25D_files/CIMG9121.jpg
Himmi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.