Road trip to Yangzhou

 

Ég ákvað að heimsækja yangzhou, borg sem er ekki langt frá Shanghai og rétt við Nanjing. Ég ætla að vera hérna yfir helgina og skoða mig aðeins um, veiðidót og eitthvað svona túrista dótarí. Mér var sagt að þetta væri ekki nema svona 7 tímar í rútu og bara svona eins og að taka Grey Hound í Ameríku,,,  veit samt ekki alveg með það nema þá fyrir svona 30 árum eða svo... hehe..  en hvað um það ég sló til og smellti mér í bussann Það er orðið dáldið kalt hérna í Kína eins og ég hef eitthvað komið inná áður sagt, sem minnir mig á það já...

Ég fór í ræktina síðastliðinn þriðjudag sem er nú svosem ekkert merkilegt nema hvað mér varð svo hrikalega kalt á heimleiðinni að ég hélt ég yrði bara úti...   þegar ég kom heim dreif ég mig beint í sturtuna og dauðbrá þegar mér var litið niður og sá...  bara nánast ekki neitt....  hélt ég hefði breyst í Kínverja á heimleiðinni svona miðað við það sem maður sér í búningsklefanum hérna... eða öllu heldur sér ekki...  ég stekk að speglinum til að athuga hvort ég væri ekki örugglega ennþá jafn hvítur, eða bara farið alla leið og kominn með svart hár, lokuð augu og dvergvaxinn á alla kanta...   sem betur fer var það nú ekki raunin og þetta lagaðist nú allt saman eftir heita og góða sturtu...

En já rútan sem ég kom með á þessum ískalda fimmtudegi var eins og frystiklefi, ekkert  verið að setja heitan blástur á mann neitt... það voru allir í rútunni vel dúðaðir nema Íslendingurinn að sjálfsögðu. Ég sat því þarna í 8 og hálfann tíma..  lengdist aðeins ferðin að sjálfsögðu...  í sæti sem var hannað fyrir 6 ára skólakrakka, að krókna úr kulda og glorsoltinn því businn var ekkert að stoppa í pissu- eða næringarstopp heldur... eða allavega frekar takmarkað og staðurinn sem var stoppað á fyrir hádegismat... já skulum ekkert fara út í það neitt... nema að þar sá ég einn inni á salerni með opna hurðina með félagann dinglandi yfir einni holuni þarna...  voða glaður bara og ekkert eðlilegra en að gera þetta fyrir opnum dyrum bara

Þegar rútan lagði af stað frá Qingdao vorum við 5 farþegar, tveim tímum síðar og fimmtíu stoppum var businn smekk fullur af bæði fólki og farangri um öll hólf og gólf... 

Þegar ég loks komst á leiðarenda stóð ég í skíta gaddi meðan ég  beið eftir því að vera sóttur á stöðina, en komst loks í smá hlýju í bílnum sem sótti mig og náði loks smá il í kroppinn... svo gott fyrir kroppinn... ég fór svo á hótel og var því næst boðið í mat í heimahús hjá foreldrum þess sem ég er í heimsókn hjá hérna. Þetta var aðeins öðruvísi en maður er vanur en alveg stórmerkilegt að fá að koma svona inn á heimili hjá ókunnu fólki. Kínverjar eru eitt kurteisasta fólk sem ég hef kynnst þó þeir séu afar sérstakir. Ég fékk þarna heimatilbúinn mat og sátu allir kappklæddir í stofunni að borða. Vantaði bara húfu og vettlinga til að fullkomna eskimóa dressið hjá fólkinu. En þetta var mjög næs og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt...

Ég er nú kominn á hótelið aftur á leið í háttinn og stór dagur framundan á morgun.... ætla því ekki að hafa þetta lengra í bili...

Kv. Addó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega enginn að hugsa um þig þarna úti... alltaf kalt og ekkert að borða! Ég skal sjá um að hlýja þér og já, kannski ekki elda handa þér, en allavega panta eitthvað gott handa okkur að borða þegar þú kemur heim hehe...

Alda (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Addó og Alda

Já veit að þú munt hugsa vel um mig þegar ég kem heim og hlakka til þess :)

Addó og Alda, 24.11.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband