Smá kína

Atriði frá fake markaðnum hérna sem ég mun sennilega seint gleyma.

Ég hafði farið um daginn og keypt mér þessa fínu puma skó en þeir voru heldur litlir á mig samt, ég ákvað því næst þegar ég fór að reyna að fá þá númerinu stærra sem var þá númer 45, sem er samt heldur minna en 45 heima...  maður er ekki alveg með skíði sko...  það var þó galli á að þetta virtist bara ekki vera til sama hvar ég spurði og var búið að reyna að koma mér í skó 44 með því að taka sólann sem er inní skónum út og svona eitthvað sniðugt.. voða þægilegt að vera í þeim þannig eða þannig.

 Það skiptir ekki alveg máli hérna hvernig þetta lýtur út eða hvort þægindin eru til staðar... bara að troða manni í þetta og brosa með höndina úti að bíða eftir seðlunum...  nema já síðasti básinn áður en ég gafst endanlega upp á að leita að þessari stærði í tiltekinni Puma gerð, var þegar ég var á básnum hjá einni kellu og spurði um númerið á minni snilldar kínversku að sjálfsögðu, og ýtti 44 skónum frá mér...  kellan sem varð hrikalega æst og heimtaði að ég fengi mér nú bara sæti og hún potaði eitthvað út í loftið eins og hún ætti lífið að leysa, og þóttist ég skilja hana um að hún ætlaði bara að skreppa inn á lager að sækja þetta fyrir mig.. .

 mikið varð ég glaður og fékk mér bara sæti og sá í hælana á kellu spóla fyrir hornið á básnum sínum og kom svo með enn meiri látum og ætlaði að rífa mig úr skónum sem ég var í og smella mér í nýju sem hún var með undir höndunum en neitaði að leifa mér að skoða þá...  ég náði að halda mér í skónum mínum og rífa hina undan handakrikunum á henni til að skoða...  kellingin stóð þarna fyrir framan mig á meðan galandi eins og hæna potandi út í allar áttir og á lappirnar á mér brosandi út af eyrum eins og hún væri búin að leysa öll heimsins vandamál.

við nánari athugun á skónum kom í ljós að hún hafði að sjálfsögðu rifið sólann úr skónum og lét það ekki duga heldur hafði hún reddað sér límmiða sem stóð á no 45...  og límt yfir númerið 44 sem var á skónum... frábær redding og skildi lítið þegar ég fór að skelli hlægja þarna inni hjá henni og labbaði út...  magnað fólk hérna og stórskemmtilegt...  málið er að gefast bara aldrei upp við söluna, þá reddast þetta allt saman... 

kv.addó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir eiginlega að láta það fylgja með að kellingin varð alveg brjáluð þegar við löbbuðum út. Reyndi að draga okkur aftur inn í básinn - eða allavega mig - hún hefur séð að ég var auðveldari (léttari) viðureignar hehe... Kínverskir sölumenn gefast sko aldrei upp og þá meina ég ALDREI!

Alda (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 09:05

2 identicon

Verð að upplýsa ykkur um það að ég klikkaðir á samlagningunni í ruslpóstvörninni þegar ég var að kommenta hér að ofan hehehe

Alda (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 09:07

3 identicon

Þessi saga er skrambi góð. Það er svo margt sem er svo ótrúlega ólíkt með íslendingum og kínverjum.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband