Einn í Qingdao

Er orðinn einn hérna í köldu Qingdao. Er bara orðinn einn og yfirgefinn hér í Kína og Alda skvísa farin eins og flestir hafa líklega lesið :)  Það er mjög einmanalegt hérna síðan hún fór og glatað að hafa hana ekki hérna þegar maður kemur í kaffinu og hádeginu...  og kvöldin og allt það, að sjálfsögðu...  en reyni að lifa þetta af, bara mánuður eftir hérna.

Síðastliðinn fimmtudag var skiptinemadagur hérna í skólanum og hvert land átti að vera með eitthvað atriði á sviðinu, elda mat eða bjóða uppá eitthvað frá hverju landi fyrir sig.  Sverrir hennar Ásu kom með lakkrís og harðfisk sem við Íslendingarnir buðum svo uppá við misjafnan fögnuð Kínverjana...  sumir fóru á bakvið súlu sem var þarna rétt hjá borðinu okkar og nánast köstuðu upp lakkrísnum en allir sammála um ágæti harðfisksins hjá okkur.  Lakkrísinn vakti samt mikla lukku og margir sem komu að kíkja á þetta svarta sull sem við vorum að bjóða uppá.

Það var svo frí hjá öllum skiptinemunum á föstudeginum og var þá tekin skyndiákvörðun um að skella sér bara í helgarferð til Shanghai sem við svo gerðum. Vorum mættir, ég, Snorri sonur og hinn fóstri hans, Ágúst, til Shanghai um 5 leitið og beint á hótel sem var nú ekki alveg það flottasta sem maður hefur verið á en létum það duga, Ágúst varð samt að skoða ein 4 herbergi áður en hann fékk eitthvað sem hægt var að vera í.

Eftir að við vorum búnir að koma okkur fyrir var farið beint á Japanskan Tepaniaky i svakalega veislu þar sem átum á okkur gat. Kíktum svo aðeins út á lífið eins og gefur að skilja og fórum svo í nudd daginn eftir á gömlu nuddstofuna þar sem ég og Alda fórum í síðustu Shanghai ferð. Vorum þar nuddaðir í 90 min og skriðum þaðan út eins og spagettíkallar, vorum svo mjúkir og fínir. Þaðan var svo haldið á markaðinn ... nema hvað...  og eitthvað bætt á sig þar þó svo að ég hafi nú verið rólegastur í því í þetta skiptið... vantaði alveg Öldu til að hvetja mig áfram í kaupunum... það var svo farið á indverskan og Windows þar sem við Íslendingarnir fórum oft á þegar við vorum þar frá Bifröst. Einn gamall betlari sem sat alltaf á tröppunum þar fyrir utan var fljótur að sjá mig koma röltandi þar að og taka mér fagnandi, var oft smá gat á vasanum hjá manni þegar við fórum þangað og datt aðeins í glasið hans af smá klinki, og gamli ekki búinn að gleyma því. Gamli leit vel út fyrir þá sem vilja vita og alltaf jafn brosmildur:)

Það var heldur heitara í Shanghai þar sem maður var bara á bolnum en hér í Qingdao er maður kominn í snjógalla.  Well klukkan orðin 12 að miðnætti hérna hjá mér og þetta því ekki lengra hjá mér í þetta skiptið. Reyni að smella smá hérna inn annað slagið en lofa ekki jafn miklu og Alda gerði samt... það var jú fullt starf hjá henni hérna að halda blogginu við ...

Farinn að sakna ykkar allra þarna heima og hlakka til að sjá ykkur

Kv. Addó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá að lesa smá blogg frá þér ... En af hverju er ég alltaf máluð upp sem kaupóð á þessu bloggi? hehe... Það er líka einmanalegt hér heima án þín og við söknum þín... 36 dagar eftir

Alda (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:54

2 identicon

Gott að fá fréttir af þér, lonely boy!  Njóttu þess að vera þarna, og get sko upplýst þig um að það er enn kaldara á Íslandi! Það þurfti að skafa í morgun!

Ps. Ég hefði ekki tímt lakkrísnum ofan í þessa vanþakklátu kínverja - það er sko alveg á hreinu.

Marta (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:53

3 identicon

Erum í óðaönn við að þurrka tárin af hvörmum Öldu eftir heimkomuna;  hún er svo svakalega lónsom svona Addólaus - allir vasaklútar komnir í þvottakörfuna og allar bréfaþurrkur uppurðar hér á embættinu.  Myndi sennilega stefna í neyðarástand, ef ekki væri fyrir hið íslenska góða nammi, sem hún getur huggað sig við....  En gaman annars að fá smá viðbót á framhaldssöguna.  Keep up the good work!!!

Björg (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 11:18

4 identicon

Gott að lesa um að allt gangi vel hjá þér, þú verður að harka af þér í þennan mánuð sem eftir er og kemur svo væntanlega í almennilegan snjó þegar þú kemur heim. 

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 14:27

5 identicon

Er farrin að sakna þín allveg svakalega mikið  hlakka til að fá þig heim og núna eru bara 18 dagar í að þú komir  ég hefði frekar leift kínverjunum að fá karamellu  frekar en lakkrís af því að mér finnst lakkrís ógeðslegur.

Kveðja heiman úr Efsta

Ólöf, amma Hildur og Jón afi.

Ólöf Ásta Arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband