Ekki á morgun heldur hinn...

pics_079.jpgJæja, þá er þessum 10 vikum bara að ljúka... Get nú ekki sagt að mig langi til að fara heim... Frown

Við erum búin að vera á fullu síðustu daga að skoða og gera allskonar hluti hér í Qingdao. Fórum á saumamarkaðinn á fimmtudaginn - það var frekar skrautlegt - get ekki mælt með saumakonunum hérna ... Buxurnar mínar eru enn alltof stórar þrátt fyrir að ég hafi farið þrisvar að láta laga þær. Kápan sem ég pantaði var úr allt öðru efni en ég vildi - frekar mikið ljót bara. Ég heimtaði endurgreiðslu en konan neitaði því... það var frekar mikið rugl - að lokum endurgreiddi hún mér 200 af 320 (u.þ.b. 4000 kr. af 6400 kr) og ég hirti svo eitthvað pils sem var þarna í ósóttum pöntunum hehe... Það var reyndar frekar fyndið að pilsið passaði mér akkúrat. Tounge En mér var sko ekki hlátur í huga þegar kellingin var að reyna að pranga inn á mig þessari ljótu kápu - neitaði að endurgreiða mér og var bara með stæla. Maður þarf sko þvílíkt að passa sig þarna - ekki borga fyrirfram og taka efnisbút með sér til að geta sannað hvað maður pantaði. 

Um helgina fór íslenski hópurinn að borða á kóreskum stað sem var mjög fínn. Kíktum svo á djammið á Jass Corner Club. Það var mjög skemmtilegt kvöld. Á laugardeginum var veðrið hérna ógeðslegt. Skítkalt, rok og rigning. Við fórum þá út að borða á japanskan stað sem var mjög góður. Alltaf gaman að fara á svoleiðis staði, þ.e. þar sem er eldað fyrir framan mann. Sverrir, maðurinn hennar Ásu, hefur örugglega komið með þetta ógeðis veður með sér frá Íslandi en hann kom einmitt hingað út á laugardaginn. 

Á sunnudaginn var veðrið líka ömurlegt en við skelltum okkur samt að skoða grasagarðinn, dýragarðinn og TV Tower - en við höfum ætlað okkur að skoða þessa staði alveg frá því við komum hingað út. Set líklega einhverjar myndir inn á myndasíðuna á eftir, frá þessum síðustu dögum mínum hér í Kína.

Ég er svo búin að vera dugleg að fara út að borða á alla uppáhaldsstaðina okkar undanfarið: Fatema (indverskur), Luigi´s pizza (pizza með frönskum og beikoni nammmiiii namm), víetnamskur staður (kjúklingur í karrí), Korona (geðveikir hamborgarar þar), ís á Baskin og Robbins og svo mætti lengi telja. Ég hlakka nú reyndar alveg til að fá venjulegan mat þegar ég kem heim. Verð samt örugglega farin að sakna matarins hér eftir svona 2 vikur. LoL Í gær fengum við svo íslenskan lakkrís sem Sverrir kom með - geðveikt góður - alveg nýr - beint úr lakkrísgerðinni. Grin

Í gær var svo síðasti kínverski spinning tíminn sem ég kemst í - á eftir að sakna þessara tíma - geðveikt skemmtilegir. En ég verð nú að vera dugleg að mæta í Hress þegar ég kem heim... er alveg að blása út hérna - kannski ekkert skrítið miðað við mataræðið. Blush

Jæja, nóg komið af blaðri í bili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með ferð ykkar. Góða ferð heim og gangi þér vel. Hlakka til hitta þig aftur á klakanum. Bíð spennt eftir matarboði í pizzu með frönskum og beikoni ;-)

Ásdís (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 08:15

2 identicon

Jæja - ágætt að veðrið þarna sé farið að versna, því þá verða viðbrigðin ekki eins mikil af því að koma heim á ískaldan Klakann.  Hlakka til að sjá þig ánægða og sællega eftir þessa stórkostlegu ferð.  Skemmtilega "Moggaframhaldssagan" mín er þá víst á lokakaflanum  - en allt er gott sem endar vel

Góða ferð heim, bæði tvö, og takk kærlega fyrir frábærar ferðalýsingar og myndir. 

Björg (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 09:06

3 identicon

Vantar smá ferðaupplýsingar, hvenar leggurðu af stað frá Kína og ca, hvenar ertu í Kefló ? Og góða ferð heim. kveðja frá Týsvöllum.

Erla og Jón (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 11:12

4 identicon

Varð að segja þér að Valdi Braga og Berglind voru að eignast strák.

Erla (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 16:46

5 identicon

Vá hvað tíminn flýgur - Alda mín, takk fyrir ferðasöguna, það er búið að vera ævintýri að fylgjast með ykkur. Hmmm getur þú ekki haldið áfram að blogga þegar þú kemur heim :-) Vonandi sjáumst við nú á þessu ári. Góða ferð heim. Hansína.

Hansína (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:18

6 identicon

Jæja, er á fullu að pakka... þetta er nú meiri hausverkurinn. Ég verð að senda hluta af dótinum mínu í pósti. Þetta kemst ekki allt í töskuna.

Erla, Marta var búin að fá allar upplýsingar frá mér varðandi flugið og það.

Þið öll, takk fyrir að fylgjast með ... það er búið að vera gaman að lesa kommentin frá ykkur. Ég er nú að vona að Addó haldi áfram að blogga eða kannski réttara að segja að ég vona að hann taki við af mér. Held nú að það yrði ansi boring blogg ef ég held þessu áfram eftir að ég kem heim. Það er aldrei neitt merkilegt að frétta.

Jæja, farin út að borða í síðasta sinn í Kína... allavega á þessu ári hehe... Framundan er rúmlega sólarhringsferðalag þannig að ég verð örugglega alveg búin á því og tek helgina í að ná áttum.

Heyrumst fljótt....

Alda (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 10:44

7 identicon

Addó -  hvernig er að vera einn eftir? Ertu ekki lonely??

Marta (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 11:13

8 identicon

Hey, á ekki að halda áfram að blogga? Við viljum halda áfram að fylgjast með. Gangi þér vel í skólanum.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband