28.10.2009 | 04:08
þá eru það 8 dagar ... aðeins færri hlutir eftir á listanum...
Ég tók bæjarröltið í gær þegar Addó var í skólanum og keypti nokkra smáhluti sem ég átti eftir að versla. Kláraði svo að prjóna húfu á Addó. Hún var reyndar ALLTOF stór á hann hehe... bara fyndin. Ég gat varla tekið mynd af honum ég hló svo mikið - þess vegna er myndin bæði skökk og hreyfð hehe... Annars er ég búin að prjóna 3 húfur. Það er svo fínt að prjóna húfur - tekur stuttan tíma og mjög einfalt hehe... Það er engin Guðrún Os. hér í Kína til að hjálpa manni ef maður fer að klúðra hlutunum.
Var að setja myndir inn á myndasíðuna frá Taidong verslunargötunni og svo frá göngunni okkar um strandlengjuna á mánudaginn. Það var mjög spes á mánudaginn hvað það voru mörg brúðhjón út um allt í myndatökum. Ég myndi halda að það hafi verið um 50 brúðhjón þarna. Hvítu kjólarnir voru bókstaflega alls staðar. Addó spurði kennarann sinn eitthvað út í þetta og hún sagði að það væri venja að brúðhjón færu í myndatöku fyrir sjálft brúðkaupið. Það er víst mjög vinsælt að gifta sig á þessum árstíma þannig að það eru mörg brúðkaup fyrirhuguð um helgina. Svo giftir sig enginn í nóvember og desember.
Biðjum að heilsa til Íslands.
Athugasemdir
Hann er miklu gáfulegri með þessa húfu en þessa "steiktu" þarna um daginn!
Björg (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 08:32
jjjaaa... veit ekki hvort ég geti samþykkt að hann sé gáfulegur svona... en jú kannski gáfulegri...
Addó og Alda, 28.10.2009 kl. 13:40
Hann er satt að segja alveg hræðilegur með þessa húfu. Legg til að þú rekir hana upp og prjónir aðra minni. Um að gera að læra af mistökunum. Þú gætir dundað þér við þetta í flugvélinni á leiðinni heim og haft hana tilbúna handa honum þegar þú sækir hann, þegar hann kemur í desember. Var ekki verið að skipuleggja tímann sinn.
Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 20:38
Ég er sammála að húfan fer honum ekki vel, bannað er að taka prjóna með í flug.
Gerðu bara nýja og gefðu þessa.
Erla (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 13:13
Flott húfa, góð til margs konar notkunar, t.d. er hægt að setja í hana bönd og nota hana sem hliðartösku undir blandið (ekki í poka) fyrir næsta partý. Hafið það sem best.
Kv. GOs
Guðrún Osvaldsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.