27.10.2009 | 02:17
bara 9 dagar ... en samt svo mikið eftir að gera...
Nú er allt á fullu hjá okkur við að klára að gera alla þá hluti sem við viljum gera saman áður en ég fer heim ... Kláruðum að labba strandlengjuna í gær. Get þá strikað yfir það á listanum mínum hehe... Ég er sko actually með lista í excel - Addó heldur að ég sé klikkuð - en ég veit að ég er skipulagsfrík.
Við fórum líka á saumamarkaðinn í gær en það var nú hálf misheppnuð ferð þar sem það var ekkert tilbúið sem ég átti að ná í... einhver veikindi í gangi og svoleiðis... Förum aftur þangað á fimmtudaginn. Annars átti ég eftir að segja ykkur frá því að þegar við fórum þangað síðast þá sáum við einn gamlan Kínverja labba um á sprellanum - það var ekki falleg sjón.
Ég fór svo í geðveikan spinning tíma í gær á meðan Addó var að læra. Við fengum okkur svo uppáhaldspizzuna mína hérna - með frönskum og beikoni - hehe... bara soldið mikið óholl.
Enduðum svo kvöldið með nammi, kók og DVD - bara kósý.
Dagurinn í dag fer svo í að halda áfram með listann minn - fullt af litlum atriðum sem ég á eftir að gera (a.k.a kaupa) meðan Addó er í skólanum.
Athugasemdir
Hahaha, listi í excel! Lúði! En Addó, svona er hún. Þetta byrjaði allt þegar hún ákvað að litaraða fötunum í fataskápnum sínum þegar við vorum í grunnskóla, svo bara gekk þetta alltaf lengra og lengra.
P.s. Alda: Þú ert væntanlega búin að fitna eitthvað á þessu viðbjóðslega matarræði sem þú ert búin að vera dugleg að lýsa hér??!! Þá hefurðu amk. eitthvað að gera í ræktinni þegar þú kemur heim.
Marta (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:35
Gangi þér vel með þetta alltsaman Alda mín - vona að þú getir klárað sem mest af því sem þig langar til að gera þarna. Dáist að því hvað þú ert skipulögð, því sá sem er skipulagður, kemur mörgu í verk => fækkar vandamálum daglegs lífs Þeir sem tala um "skipulagsfrík" eru bara öfundsjúkir yfir því að hafa ekki þennan góða hæfileika sjálfir.... Skál fyrir öllum excel-listum!
Björg (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:33
Vá var ég byrjuð á því strax í grunnskóla?? hehe... En jú nokkur kíló komin á rassinn og magann og líklega einhvers staðar annars staðar líka... Það verður bara ræktin 2x á dag fram að jólum
Skál fyrir excel-listum
Addó og Alda, 28.10.2009 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.