Road trip to Weihai...

weihai2_024.jpgHaldiði að við höfum ekki bara skellt okkur í rútaferðalag um helgina!!

Addó var eitthvað að flakka á netinu á föstudaginn eftir skóla ... að skoða veiðidót og sýningar á veiðidóti... já, ég veit stórskrítið áhugamál... Shocking ... þegar hann sá að það var einhver svaka veiðisýning í gangi í sama héraði og við erum í, þ.e. Shandong. Hann varð eins og lítill krakki sem er að missa af tívolí eða eitthvað álíka og við eyddum einhverjum klukkutímum í að finna út hvernig væri best að komast til Weihai strax á laugardagsmorgninum, þar sem síðasti dagur sýningarinnar var á sunnudeginum. 

Þetta endaði þannig að við vöknuðum um kl. 6:30 á laugardagsmorgninum og fórum á rútustöðina, hoppuðum upp í rútu og sátum þar í tæpa fjóra klukkutíma. Ég tók með mér bók en þegar ég var búin að lesa eina blaðsíðu fattaði ég að ég var búin að lesa hana! úpps... hehe... Whistling

Þegar við komum til Weihai sem er austasta borgin í héraðinu, með "aðeins" rúmlega tvær milljónir íbúa skelltum við okkur beint á veiðisýninguna. Addó fékk aftur svona "krakkasyndróm" - hætti að hugsa rökrétt og arkaði bara um sýningarsvæðið og vildi skoða allt. Ég stoppaði hann hins vegar af og heimtaði að við færum fyrst með farangurinn á hótel og færum svo að fá okkur að borða enda klukkan þá að verða tvö og við bara búin að borða sitthvora mandarínuna. Hann lét segjast og við fórum á næsta hótel.

Ég veit ekki alveg hvað er málið með okkur og skrítnar uppákomur á hótelum... núna var notaður smokkur á gólfinu við rúmið okkar! Sick Mjög smekklegt en hótelið var fínt að öðru leyti - rosalega stórt - það var t.d. 600 manna brúðkaup þar á laugardeginum.

Addó fór svo bara í veiðistúss en ég tók smá rölt um strandlengjuna og skoðaði mig aðeins um áður en ég fór til hans á sýninguna. Við tókum því svo bara rólega um kvöldið - fengum okkur að borða og kíktum á Tomato bar. Það er annars frekar spes hér í Kína að það er miklu algengara að Kínverjar fari á karókí bari þar sem hver hópur fær sitt eigið herbergi, frekar en að fara á þessa týpísku bari. Það var því ekki mikið skemmtanalíf sjáanlegt í miðbænum í Weihai - enda mjög lítil borg hehe...

Á sunnudeginum fór Addó aftur á sýninguna en ég nennti ekki með honum og fór frekar í smá verslunarleiðangur. Þá fékk ég sama krakkasyndróm og hann - alltof mikið af búðum og allt of lítill tími hehe... Tounge Það var frekar skrítið að vera á röltinu þarna í Weihai því þetta er ekki túrista borg og fólkið því ekki vant því að sjá hvítt fólk. Það var því starað á mann hvert sem maður fór. Teknar af manni myndir, bent, hlegið og brosað. Það var t.d. einn maður næstum búinn að hjóla á, þegar hann starði svo mikið að hann horfði ekki framfyrir sig á hjólinu. Fókið sneri sig næstum úr hálsliðnum við að horfa á mann. Ég öfunda sko ekki Hollywood liðið af þessari truflun! Gasp

Þetta var annars alveg ágæt helgi sem kom svona óvænt uppá. Við vorum búin að plana allt annað þessa helgi þar sem þetta var næstsíðasta helgin mín hér í Kína - ætluðum á markaðinn, út að borða á japanskan stað og svo í heimsókn til kennarans sem kennir íslenska hópnum kínversku. Nú verðum við að nýta hverja lausa stund til að ná að gera allt það sem var á planinu áður en ég fer heim til Íslands. Woundering

Setti inn myndir frá helginni á myndasíðuna. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá ykkur að "skjótast" á sýninguna - um að gera!  En hvað varð um smokkinn, hvernig höndluðuð þið það? Tók Addó hann bara upp með berum höndunum og setti hann í ruslið?  Vá, ég hefði kúgast bara við að sjá hann þarna! Var örugglega búið að þrífa herbergið?

Marta (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 08:50

2 identicon

Vá hvað ég hlakka til að fá þig heim.

Þóra (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 11:00

3 identicon

Eins og Hansína skrifar við eina af myndunum, þá er Weihai mjög snyrtileg og hreinleg. Flottar styttur og fallegur vel hyrtur gróður.  En ég hugsaði einmitt það sama og Marta, var búið að þrífa herbergið almennilega, fyrst svona jakketíjakk var skilið eftir á gólfinu?

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:05

4 identicon

Skil mjög vel "krakkasyndróm" Addós, þ.e. ef ég sný veiðidótinu uppá perlur.  Þegar maður kemst í e-ð sem manni finnst svona óumræðilega skemmtilegt, þá gleymir maður að borða og hefur ekki hugmynd um hvað tímanum líður  Maður bara hreinlega glatar glórunni.....

Varðandi "Hollywoodliðið", þá vorkenni ég því andskotann ekki neitt, því það hefur gert allt sem mögulega í þess valdi stendur til að fá alla þessa athygi - og vælir svo undan öllusaman!  Frekar hallærislegt, finnst mér. 

 Það hlýtur að vera alveg hrikalega skemmtilegt að fara á svona karókíbar, þar sem fólk er ófeimið við að syngja af hjartans lyst.  Væri alveg til í að hafa e-ð svoleiðis hérna - til að geta hlegið að öðrum....

Björg (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:33

5 Smámynd: Addó og Alda

Marta, Addó náði í einhvern starfsmann þarna sem fjarlægði smokkinn með því að nota pappír Held að herbergið hafi alveg verið hreint að öðru leyti - sáum allavega ekkert annað athugavert.

Þóra, hlakka líka til að hitta þig, já og ykkur öll.

Mamma, já þetta var mjög flott borg. Miðbærinn var samt alveg jafn skítugur og í öllum öðrum borgum í Kína. Það var alveg sama ruslið, sami skíturinn og sama lyktin þar, eins og ég er næstum orðin vön, eftir dvöl mína hér í 9 vikur.

Björg, já þú og þínar perlur - það þýðir ekkert að hneykslast á einhverju svona áhugamáli þegar þú heyrir til hehe Karókíbarirnir hér eru samt þannig að maður sér ekki hitt fólkið. Maður fær bara sitt eigið herbergi og er alveg útaf fyrir sig. Við Addó hefðum t.d. bara verið tvö saman í einu herbergi, hefðum við farið í karókí. Þannig að maður getur ekkert hlegið að hinum - og því ekkert gaman að fara á svona hehe...

Addó og Alda, 28.10.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband