21.10.2009 | 09:20
Skítakuldi í Qingdao
Þá held ég að haustið sé bara loksins komið hingað til Qingdao. Það er búið að kólna slatta undanfarna daga - svo mikið að maður þarf að fara í peysu þegar maður fer út. Svakalegt alveg!! Það er reyndar frekar slæmt því það er ekki kveikt á hitanum í húsunum hér í Kína, fyrr en 15. nóvember. Það getur því orðið ansi kalt hérna í litla herberginu okkar.
Ég var annars að henda nokkrum myndböndum inn á myndasíðuna okkar. Þið finnið þau neðst á forsíðunni.
Annars er það helst að frétta að Addó og Ágúst elduðu svaka fínan mat handa öllum íslenska hópnum síðasta laugardag. Í forrétt voru risarækjur, hörpuskel og skötuselur í hvítlauksrjómasósu. Nautasteik með bernaise sósu í aðalrétt ásamt kartöflum, aspas og sveppum. Í eftirrétt var svo rosa góð súkkulaðikaka sem Ágúst bakaði. Mjög vel heppnað kvöld.
Í gær tókst mér svo að draga Addó með mér í Yoga. Hann er nú frekar stirður greyið en stóð sig nú samt vel.
Jæja, bara 2 vikur eftir af Kínadvöl minni... úff hvað þetta er fljótt að líða...
Athugasemdir
Varðandi kuldann (og þá sérstaklega í litlu herbergi): Mjög heppilegt í svona tilvikum að vera yfir sig ástfanginn....
Varðandi kvöldmatinn á laugardagskvöld (og almennt um það að eiga kokk að maka): ÉG ER SVO ÖFUNDSJÚK!! Er hreinlega búin að fá ógeð á fj...... djúpfrystu kínarúllunum sem ég fæ í þau skipti sem minn eldar ...án þess þó að detta í hug að elda bara sjálf...hehe...
Björg (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:20
Ekki vissi ég að þið væruð í Kína! Voðalega fylgist maður illa með
Gaman að lesa pistlana ykkar, skemmtilegir pennar bæði tvö
Maður er eiginlega bara grænn af öfund að lesa um allt sem þið eruð búin að gera
Bestu kveðjur
Þóra
Þóra Brynjars (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 20:17
Björg, ég mæli alveg með því að hafa einn kokk við höndina Það bitnar reyndar á vigtinni en er samt rosa gott hehe...
Þóra, gaman að "sjá" þig hér. Maður missir allt samband þegar hestarnir eru farnir úr húsi og því ekki furða að þú hafir ekkert frétt af okkur síðan í maí hehe... Er ekki allt gott að frétta af þér og þínum? Kær kveðja frá Kína
Alda
Addó og Alda, 23.10.2009 kl. 02:16
Jú þakka þér fyrir, allt í fínum málum hér fyrir utan þessi týpísku veikindi sem herjar á okkur núna. Já það er satt að sambandið minnkar alltaf þegar blessuðu hrossin eru farin í hagana sína.
Las allt bloggið þitt í gær og skoðaði ALLAR myndirnar!! ..svakalega fallegt þarna, fyrir utan ruslið reyndar..hehe..
bestu kveðjur
þóra
Þóra Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:41
VÁ... það hefur tekið smá tíma að skoða allar þessar myndir hehe ... en já það er rosalega fallegt hérna - allavega á flestum stöðum hehe... Aðeins öðruvísi landslag og hefðir heldur en maður er vanur heima á Íslandi.
Addó og Alda, 23.10.2009 kl. 15:17
Nammi namm hljómar vel þessi máltíð ykkar !!!
Kærar kveðjur frá kósíkvöldinu á K36
Elva Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.