19.10.2009 | 16:33
Hótelið okkar í Guilin...
Verð nú aðeins að segja ykkur frá hótelinu sem við gistum á í Guilin. Það hét Eva Inn og var bara mjög fínt. Það vakti hins vegar athygli okkar að það var hægt að leigja herbergin "by the hour" ... síðast þegar ég vissi þá er slíkt bara gert í einum tilgangi.
Á baðherberginu var svo hægt að kaupa rosa fínar vörur... sjá mynd... Þarna er t.d. hægt að fá smokka, krem og olíur fyrir bæði kynin. Á sótthreinsunar pakkanum fyrir konur stóð orðrétt: "Specially designed for the health of woman´s genitals. Used for relieving the itching, killing germs and usual nursing of the private parts. Please apply to genital area gently. Rinse well with water." Þá vitið þið það...
Mér fannst svo enska þýðingin aftan á pakkanum með klósettsetupappírnum einstaklega fyndin.... sjá eftirfarandi myndir... Getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri...
Ég kann nú alveg að nota svona klósettsetu-dót... en ef ég kynni það ekki, þá myndi enska þýðingin ekki hjálpa mér mikið!!
Farin að sofa...
Athugasemdir
Þessi þýðing er rosaleg. Hvernig fara þeir að því að þýða allt svona fáránlega!?
Er ekki allt gott að frétta annars?
Marta (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 15:03
Maður gæti haldið að enskusnillingur eins og frú Jóhanna Sigurðardóttir, vor hæstvirtur forsætisráðherra, hafi verið fengin til þýðingarstarfa....
Björg (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 08:19
Ég held þeir noti einhvers konar þýðingartæki og taki bara eitt orð fyrir sig og þýði það, spá ekkert í samhenginu. Svo skilst mér að þeir noti alveg fáránlega orðaröð og eiga ekki einu sinni sömu orð og við. En maður sér víða alveg fáranlegar ensku þýðingar... alveg klikkaðslega vitlausar hehe...
Addó og Alda, 23.10.2009 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.