Hrísgrjónaakrar

ferdalag2_377_923740.jpgÞá er ég búin að setja seinni hluta myndanna frá Guilin inn á myndasíðuna.

Við fórum að skoða Longji hrísgrjónaakrana (Longji´s rice terrace) í Longsheng héraðinu sem er um 1,5 klst. akstur frá Guilin. Á þessu svæði búa tveir sérstakir ættbálkar - Zhuang og Yao - sem eiga mikla sögu og sérstakar hefðir.

Svæðið þarna er rosalega stórt - um 66 hektarar - en hrísgrjónin eru ræktuð á einhvers konar pöllum sem hafa verið gerðir í fjöllin svo svæðið nýtist sem best. Það var smá ganga að fara alveg upp á topp en vel þess virði fyrir frábært útsýni yfir akrana - hefði verið enn flottara ef veðrið hefði verið aðeins betra. Wink Það næst ein uppskera á ári. Á vorin er sáð í akrana en á haustin er uppskerutími. Það var einmitt verið að skera stráin þegar við vorum þarna. Á veturna er svo allt þakið snjó þarna þar sem þetta er hátt uppi eða í um 1100 metra hæð.

Við hittum svo eitthvað af því fólki sem býr þarna. Konurnar þarna klippa t.d. ekki hárið á sér fyrr en við 18 ára aldur. Þá er hárið samt geymt og haft áfram á höfðinu - því er vafið í hnút með því hári sem er enn á höfðinu. Það var mjög flott að sjá þetta svakalega mikla hár. Klæðaburður fólksins var líka sérstakur og útlit þeirra almennt mjög áhugavert. Happy

Við fengum okkur bambus hrísgrjón að borða en þau er matreidd þannig að hrísgrjónin eru elduð inni í stórum bambusstöngum. Af því fæst mjög sérstakt bragð en grjónin verða mjög límkennd við þetta og eru því frekar spes. Á þessum stað eru líka chili tré og allskonar önnur ræktun. Við keyptum t.d. Sweet Ginger Candy - sætt engifer nammi - sem er unnið á staðnum. Svo fengum við okkur líka sérstakt engifer te sem á að vera allra meina bót og gerir mann líka fallegan! hehe... Tounge

Síðasta daginn okkar í Guilin var hálfgerður letidagur... Fengum okkur að borða, fórum svo í fótanudd þar sem við fengum fræðslu um alla punktana undir iljunum. Enduðum svo ferðina á því að fara að borða á Rosmary´s veitingastaðnum sem er besti veitingastaður sem við höfum fundið í Kína... eða allavega í Guilin. Fórum þrisvar að borða þar á þeim þremur dögum sem við vorum í Guilin... hehe. Hey, ef maður finnur eitthvað gott - til hvers þá að breyta! Cool

Allt í allt var þetta mjög skemmtileg ferð. Grin Skoðið endilega myndirnar...



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að skoða myndirnar og þær eru frábærar. Hugsa sér vinnuna hjá þessu fólki að rækta hrísgrjón upp um öll fjöll. Vinnan við að koma þessu af stað í upphafi hefur verið alger þrældómur.

Börnin þarna eru mjög falleg en fólkið verður greinilega afskaplega gamal fljótt af allri þessari vinnu.

Mér finnst húfan sem þú ert með fara þér alveg frábærlega vel Alda.

Kv, mamma.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:41

2 identicon

Alveg sammála varðandi húfuna

Björg (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Addó og Alda

Addó finnst ekkert sniðugt að þið kommentið bara um að mín húfa sé flott hehe...

Addó og Alda, 23.10.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband