Guilin - myndir

Góðan og blessaðan föstudag kæru landsmenn nær og fjær ... djók... Tounge

ferdalag_193_923038.jpgVar að henda inn myndum frá fyrsta deginum okkar í Guilin en þá fórum við í siglingu niður ánna Li á bambusbát. Við byrjuðum á því að vera sex saman á einum bát en svo var okkur skipt upp því það er víst bannað að vera fleiri en fjórir á hverjum fleka. Ég, Addó og Ágúst fórum því yfir á annan bát og sigldum á honum í smá tíma. Svo þurftum við að skipta aftur um bát - vitum ekki alveg af hverju - þannig að við prófuðum þrjá mismunandi bambusbáta hehe... 

Eftir bátsferðina fórum við til bæjarins Yangshou þar sem við eyddum restinni af deginum við að rölta um miðbæinn og skoða okkur um. Við stoppuðum í hádegismat á Meiyou veitingastaðnum sem var vægast sagt hryllilegur. Við vorum þrjú sem fengum okkur Hawai pizzu sem var súr Sick og Helga fékk sér Margaritu pizzu sem var með einhvers konar rauðu hlaupi/sultu en ekki pizzu sósu! Þetta var einn versti matur sem við höfum smakkað hér í Kína. Nafnið á veitingastaðnum þýðir "Ekkert veitingastaður" - frekar viðeigandi nafn hehe... Tounge

Annars var mjög skrítið að koma til Guilin - mér fannst eins og ég hefði farið svona 20-30 ár aftur í tímann. Þessi staður er miklu kínverskari heldur en þeir staðir sem ég hafði séð áður.

Set svo inn myndirnar frá hrísgrjónaökrunum í Guilin í kvöld eða á morgun... Við tókum svo margar myndir að það tekur hellings tíma að sortera þær bestu út... Wink

Addó er núna byrjaður í skólanum eftir hádegi líka, þannig að nú er námið hjá honum komið á fullt - heimalærdómur og læti á hverjum degi. Ég ætla að fara í spinning á eftir og svo ætlar allur hópurinn út að borða á veitingastað sem var að opna hér í Qingdao. Á morgun ætla Addó og Ágúst að elda handa öllum íslenska hópnum - nautasteik með bernaise sósu - heima hjá Hjördísi og Silju. Maður gerir ekkert annað en að borða hérna úff... 

Góða helgi Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt að þú borðir eitthvað - ekki veitir þér af til einangrunar fyrir veturinn hérna.  Ég skal meira að segja alveg lána þér smá af minni einangrun.....  Annars fæ ég nú svosem líka gott að borða um helgina, því við Siggi ætlum að eyða einni nótt á Hótel Glym í Hvalfirði og hafa það náðugt (eigum 17 ára afmæli)

Góða helgi sömuleiðis, bæði tvö

Björg (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband