Frí og ferðalög...

Jæja, þá erum við búin að vera í fríi síðan á miðvikudaginn - eða ég er reyndar búin að vera í fríi síðan í ágúst hehe Tounge ... og erum búin að labba og labba síðan þá. Strandlengjan hér er ansi löng og við ætlum okkur að ganga hana alla áður en ég fer heim. Þetta er því framhaldsverkefni. Wink Setti inn myndir frá þessum gönguferðum í nýtt albúm á myndasíðuna.

Á fimmtudaginn hittumst við hjá stelpunum þar sem Addó og Ágúst elduðu handa okkur pasta og hvítlauksbrauð en kvöldinu var annars varið í að horfa á hátíðarhöldin í Peking sem voru sýnd beint í sjónvarpinu. Þetta var svakalega flott sýning sem tók marga klukkutíma. Í gær fór svo sami hópur út að borða á Yamuna (mjög flottur og góður indverskur staður) en eftir það var kíkt í strandpartý sem Fabrice (franskur kunningi okkar) var að halda. Það var orðið eitthvað fámennt í partýinu þegar við komum og því var bara kíkt aðeins á þessa venjulegu staði - New York bar og Le Bang. 

Á morgun höldum við svo til Shanghai, ásamt fjórum öðrum Íslendingum. Komum ekki aftur til Qingdao fyrr en um miðnætti sunnudaginn 11. október. Cool

Ef við værum á Íslandi í dag, þá værum við á leið í partý til Binna og Helenu í kvöld. Við óskum þeim hins vegar bara til hamingju með íbúðina og skálum fyrir þeim hér í Kína í staðinn. Wink Góða skemmtun í kvöld. Biðjum að heilsa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komist þið ekkert í netsamband þarna í Shanghai? Fréttaþyrstir íslendingar bíða eftir uppfærslu...

Marta (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 08:56

2 identicon

Hæ hó!

Heyrðu, eruði með myndirnar einhvers staðar annars staðar en hér? Ég sé alltaf bara þessar myndir frá fyrstu dögunum þar sem þú situr sorgmædd í rúmi, Alda mín :)

Bára (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:21

3 identicon

Bára, myndirnar eru á þessari slóð:

http://addogaldakna.shutterfly.com/

Það er tengill vinstra megin á bloggsíðunni á þessa slóð.

Marta (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband