Flugeldasýning í gær

Kínverjar eru sko ekkert að spara hátíðarhöldin hér í tilefni 60 ára afmælisins... Flugeldasýningin í gær tók 30 mínútur og var bara mjög flott. Aðeins flottari en á Menningarnótt - líklega svipuð og á Ljósanótt (smá Keflavíkurhúmor). Tounge

kefairport

 

Við skelltum okkur á The Diner að borða fyrir sýninguna og þar sáum við gaur frá Kóreu sem var í bol merktum Íslandi. Bara fyndið. Hann vissi ekkert um Ísland og sagði bara að vinur sinn hefði gefið sér þennan bol hehe... Grin

Hátíðarhöldin halda svo áfram í dag. Við erum núna að horfa á beina útsendingu frá Peking í sjónvarpinu þar sem í gangi er svakalegasta skrúðganga / marsering sem ég hef séð. Ég held að ástæðan fyrir að Kínverjar eru svona góðir í að mynda beinar raðir og allir í takt, er að þau eru öll svo eins, það eru allir þarna jafnháir og því enginn einn sem stendur upp úr og tekur stærri skref en hinir. Joyful

Við fórum í smá gönguferð um Ólympíusvæðið í gær - það eru komnar myndir frá því inn á myndasíðuna og líka frá gærkveldinu. Myndavélin varð samt batteríslaus í gærkveldi þannig að það var lítið tekið af myndum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýtur að vera mjög gaman að upplifa þetta.

Já, eins gott að Addó er ekki með í skrúðgöngunni - myndi standa "örlítið" uppúr

Björg (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 08:49

2 identicon

Flottur bolur.  Ég hef samt aldrei séð svona bol samt, þrátt fyrir að hafa unnið í Leifsstöð á 5 ára tímabili og búið í Kef alla mína ævi.

Marta (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:58

3 identicon

takk fyrir allt sem þið gáfuð mér í kínagjöf og allt passar á mig og ef það er hægt þá máttu koma með meira svona tyggjó

Árni Steinn (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:23

4 identicon

Æ, hvað þetta er nú sætt af Árna Steini, tyggjófíkli.

Marta (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:18

5 identicon

Hæhæ Árni Steinn minn, hlakka svo til að knúsa þig eftir 5 vikur sæti minn. Gunnhildur, þú knúsar ÁS bara fyrir mig þangað til...

Þegar ég las það sem þú skrifaðir í gær, þá fór ég strax og keypti meira tyggjó. Langar þig ekki í eitthvað annað líka sem ég get keypt hér í Kína? Sakna þín rosa mikið og ætla sko pottþétt að fá þig lánaðan þegar ég kem heim og gera eitthvað skemmtilegt með þér. 

Alda (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband