30.9.2009 | 04:11
Frí framundan...
Gleymdi alveg að segja ykkur að ég fékk mér súkkulaðiköku síðustu helgi... hún var ekki góð eða reyndar var kremið fínt en kakan sjálf var eins og pappi.
Ég ætla að gera eina tilraun enn með þessar kökur hér í Kína... eftir það verð ég að játa mig sigraða.
Addó er núna í kínversku prófi en svo er hann kominn í frí þangað til 12. október. Það er aldeilis gott haustfrí.
Í kvöld verður flugeldasýning niðri á 4. maí torginu. Á morgun verða svo svaka hátíðarhöld til að fagna 60 ára afmæli "The people´s republic of China"... gaman af því. Minnismerkið sem er eiginlega aftast í myndaalbúminu sem ég setti inn um daginn (allar rósirnar) var einmitt sett upp í tilefni af þessum hátíðarhöldum.
Læt svo eina mynd fylgja með af nemendum hér við skólann sem eru í einhverjum Kung Fu æfingum fyrir utan gluggann hjá mér á hverjum degi. Þetta eru tveggja tíma æfingar hjá þeim á hverjum virkum degi... sum eru orðin svaka klár hehe...
Ég læt hins vegar duga að fara bara í venjulega rækt. Er búin að prófa fjóra spinning kennara. Einn þeirra er rosa góður og ég ætla að mæta til hans tvisvar í viku. Hinir þrír eru ekkert spes.
Ég ákvað svo að taka mynd af einu hlaupabrettinu sem er í ræktinni minni ... Ásdís, Erla, Ágústa og aðrir Hress-arar... kannist þið ekki við þetta hehe ... Getið smellt á myndina til að sjá hana stærri og öll kínversku táknin ... sem betur fer man ég alveg hvað er hvað og þarf ekki að spá í kínverskunni
Jæja, hætt að hanga í tölvunni... Biðjum að heilsa til kalda landsins
Athugasemdir
Vá, ég hélt að þú værir orðin forfallin tölvuspilsfíkill þegar ég sá glitta í myndina af hlaupabrettinu.
Ertu viss um að þetta sé ekki bara Falun Gong í morgunleikfimi, gulu gallarnir voru bara í þvotti þennan morguninn???
Filmubox og tape, þú verður að sýna þeim hvernig á að gera þetta "the icelandic way" og gefa þeim almennilegt búmmm! Ekkert kínverja-rugl...
Eftir vandlega skoðun þá er ég að spá í að panta einar svona kloflausar, fínt svona þegar líður að vetri. Vetrarnæðingurinn gerir öllum mönnum gott :Þ
Að lokum vil ég taka fram að ég bauðst um daginn til að baka og elda handa ykkur þegar þið komið heim, al-íslenskan mat. Í samtali mínu við Mörtu þá var þessu boði hafnað. Punktur. Þótt vitað væri af áhuga Kínafara fyrir að fá íslenskan mat við heimkomu þá þótti mín matargerð í extreme kanti íslenskrar matargerðar. Sorrí svanga fólk! Ég meina, hver vill ekki fá pönnusteikta blóðmör, strá smá sykri yfir og svo kartöflur og uppstúf. Smurðar skonsur með osti on the side og kannski pönnukökur með sultu og rjóma í desert. Skolað niður með blárri mjólk ;)
Bið að heilsa Maó
Smári (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 09:52
Smári, ég væri sko alveg til í pönnukökur með sultu og SÚKKULAÐI hehe... ummm nammi namm... veit hins vegar ekki með restina af matseðlinum sem þú hafðir í huga. Væri alveg til í venjulegan kjúkling í ofni og kartöflur skornar í báta með, já eða lambakjöt með piparsósu. Það er nú soldið venjulegt er það ekki? Hvað varðar buxurnar þá hef ég ekki séð þetta snið í stórum stærðum þannig að ég held ég geti ekki orðið við ósk þinni
Kv. Alda
Addó og Alda, 30.9.2009 kl. 09:57
fliss Alda, láttu sauma svona á hann! hahahaha
Gunnhildur B (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:00
hehehe já það er reyndar séns að láta bara sauma þær ... Veit nú ekki hvað saumakonurnar myndu segja við því
Addó og Alda, 30.9.2009 kl. 10:02
Viljiði ekki einu sini minnast á þetta!! Mér finnst þessar buxur alveg nett ógeðslegar!!!!
Alda, þú skilur af hverju ég hafnaði boði hans um að elda í homecoming partýinu! Bjakk! En vöfflurnar, skonsurnar og muffinsið sem hann bakaði á laugardaginn var æði! Kom með restina af möffinsinu í vinnuna og það kláraðist á no time!
Marta (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:52
"Ásdís, Erla, Ágústa og aðrir Hress-arar..." Ertu ekki að gleyma einhverjum?
KOH (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:01
Kjartan, þú ert alltaf á Völlunum og það eru öðruvísi hlaupabretti þar. Þess vegna sleppti ég þér hehe...
Annars hefði ég líka talið upp t.d. Björgu ... En til hamingju með fyrsta kommentið þitt hér á síðunni... Þurfti ég að móðga þig til að fá viðbrögð? 
Alda (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:58
Við Kjartan mjög sár yfir því að vera gleymd og tröllum gefin
En þegar Kjartan hefur jafnað sig í stórutánni og ég hef minnkað fallþungann eitthvað, munum við skjóta ykkur öllum ref fyrir rass!
Enda eru Vellirnir miklu flottari en hið svitasúra Dalshraun - og hann Kjartan er svo sterkur, að hann þeytti Amlóða í Dritvík eins og bómullarhnoðra, og litlu munaði að hann hafi líka haft Hálfsterkan! Og hafiði það! 
Björg og Kjartan (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 18:31
Ég verð bara að hryggja ykkur með því að Vellirnir eru ekki það sama og Dalshraunið. Dalshraunið er best.
Þá er hvorugt ykkar að æfa þar eins og er. Þið eruð því í mesta lagi fyrrum Hress-arar. Svo skilst mér að Erla hafi líka lyft Amlóða! Og hafiði það! 
Alda (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 02:44
Hefðu verið vonbrigði ef hún hefði ekki getað það því hann er ekki nema 50 kg.
KOH (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 09:09
Eru einhverjir "hestar" þarna í gymminu ?
kv. Gvendur sterki
Gummi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 09:48
Gummi, það eru sko engir "hestar" hérna hehe... Kínverjar virðast bara ekki vera með vöðva, það er ótrúlega skrítið að fylgjast með líkamsbyggingu þeirra og hvernig þeir æfa. Allt öðruvísi en við - venjulega fólkið.
Alda (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 02:42
hehe... Gummi, var að fatta að þú varst auðvitað að tala um "hesta" eins og þú átt en ekki einhver naut í ræktinni, þ.e. vaxtaræktartröll hehe... En jú, það eru "hestar" þarna en þeir eru eitthvað skrítnir og ekki mjög "eðlilegir" í hreyfingum hehe
Alda (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 09:35
Ég fattaði þetta ekki heldur fyrst og hélt að kallinn væri endanlega að ganga af göflunum :)
KOH (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 13:01
hehe, það er stór munur á "fola" og "hest"...
gummi (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.