Túristapakki á laugardaginn...

Við fengum athugasemd í kommentunum um daginn, þar sem okkur var bent á að KFC væri kannski ekki það hollasta sem hægt væri að borða. Við höfum því passað okkur undanfarið og höfum beint hádegis-viðskiptum okkar til tveggja matsölustaða sem við köllum Pepsi og Kók (annar staðurinn er með Pepsi og hinn með Kók). Það hafa reyndar mörg ykkar hneykslast ansi mikið á þessum stöðum, þar sem myndirnar eru ekki beint þær snyrtilegustu. Spurning hvort Elva og Lýðheilsustöð séu sáttari við þann mat en KFC? Tounge Ég setti nokkrar myndir frá Pepsi staðnum inn á myndasíðuna þannig að þið getið séð að maturinn þar er alveg girnilegur. Svo er þetta bara svo ódýrt... fórum áðan að borða og maturinn með drykkjum fyrir okkur tvö, kostaði 19 yuan sem er tæplega 400 kr.

Á laugardaginn fór hluti af íslenska hópnum í ferð um gamla bæinn hér í Qingdao. Við gengum þarna um eins og herforingjar og skoðuðum okkur um. Byggingarnar þarna eru margar hverjar ansi niðurníddar og sóðaskapurinn oft nokkuð mikill. Það kom stundum fyrir að manni fannst eins og það væri hægt að taka mynd af lyktinni, því hún var svo sterk. Þetta var fínasti túristadagur sem endaði með stoppi á útsýnisturni þar sem hópurinn fékk sér bjór/kók og popp/nammi. Um kvöldið fór svo sami hópur að borða á ítölskum stað, Cassani, sem var alveg ágætur. Eftir matinn var keyptur bjór í poka (frekar fyndið fyrirbæri) en það mátti auðvitað ekki renna af liðinu meðan gengið var yfir á New York bar. Tounge

Sunnudagurinn fór svo í að plana frívikuna sem byrjar núna á fimmtudaginn. Við erum búin að bóka flug til Shanghai næsta sunnudag, þ.e. 4. okt, förum svo til Guilin fimmtudaginn 8. okt þar sem við verðum fram á sunnudaginn 11. okt. Við erum sex sem ætlum að fara saman og skoða okkur aðeins um hér í Kína. Það verður örugglega mjög fínt. Smile

Við áttum ekki til orð þegar við vorum búin að bóka flugið, því þar sem þetta voru svo háar upphæðir (35 þús. á mann - alveg gríðarlega miklir peningar - NOT) vildi ferðaskrifstofan fá sérstaka skriflega staðfestingu frá okkur um að við værum virkilega að panta allar þessar ferðir, ásamt mynd af kreditkortinu (báðum hliðum) og vegabréfinu. Þetta átti svo að faxa til þeirra. Eftir nokkur símtöl við kínverskar ferðaskrifstofudömur, sem töluðu misjafna ensku, reddaðist þetta þó allt saman en fyrst þurftum við að svara fyrir hvað við værum að gera í Kína, í hvaða skóla "við" værum, hversu margir Íslendingar ætluðu að ferðast saman, af hverju ein í hópnum væri svona ung o.s.frv. Þetta var alveg þriðju gráðu yfirheyrsla hehe... Shocking

Kíkið endilega á myndirnar frá helginni inni á myndasíðunni. Læt svo fylgja eina mynd hér með sem ég tók í strætó í gær. Strákurinn bara með sprellan út í loftið eins og ekkert sé eðlilegra í kloflausu buxunum sínum. Whistling

kloflausar buxur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, eru svona kloflausar buxur ekki til í fullorðins stærðum? Ef svo er, endilega láta Snorra kaupa sér eitt stykki ;)

Eva (kærasta Snorra) (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:21

2 identicon

Fyndið að finna svona nick name á staðina...kók og pepsi! Og já, vona innilega að þú hafir ekki getað tekið mynd af lyktinni, mig langar ekkert að finna hana sko!

Mig langar ekki í kloflausar buxur á Smárann!

Marta (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:56

3 identicon

Það er ekki aðeins að buxurnar séu rasslausar (eins og ég var búin að ímynda mér), heldur eru þær líka kloflausar!!  Alda mín, í einhverju kommentinu stakk ég uppá því að þú fengir þér rasslausar buxur til að gleðja karlkyns ökumenn í Hafnarfirði, en fyrst brækurnar eru líka kloflausar, þá held ég að ég dragi þessa áskorun til baka.  Annars myndi umferðaröngþveitið verða að meiri háttar umferðarslysi....

 Mikill léttir að þið skulið vera hætt að sækja KFC og komin á Pepsi og Kók....

 Góða skemmtun í ferðinni - hún verður ábyggilega frábær.

Björg (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Addó og Alda

Þessar buxur er bæði gerðar rasslausar og svo kloflausar... Hef ekki séð þær í fullorðinsstærðum ennþá. Eva, læt Snorra kaupa svoleiðis á sig ef ég sé þær... og Marta, skal ekki kaupa þær handa Smára hehe... Hann var reyndar að biðja um svoleiðis í kommenti hér að ofan. Björg, ég ætla ekki að fá mér svona... hvort sem þær eru kloflausar eða rasslausar

Kv. Alda

Addó og Alda, 30.9.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband