25.9.2009 | 04:04
Ræktin...
Jæja, þá er allt farið á fullt í ræktinni. Búin að mæta fjórum sinnum á fjórum dögum. Komst loksins í spinning í gær. Það var bara fínt að fara í góða brennslu.
Spinning tíminn var allt öðruvísi en ég er vön. Í fyrsta lagi þekkti ég held ég bara 3 lög en það var búið að hraða þeim lögum, þ.e. þetta var einhvers konar teknó/dans - remix af lögunum. Í öðru lagi var aldrei tekið lag þar sem maður átti að þyngja í botn, þannig að maður rétt getur hreyft pedalana. Í þriðja lagi var rosalega mikið af æfingum fyrir hendur. Það var í öðru hverju lagi sem maður þurfti að hreyfa efri hluta líkamans, t.d. upp og niður, fjórar tegundir af armbeygjum, hreyfa líkamann til hliðar í takt við hvernig maður hjólaði og svo alls konar útfærslur á þessu. Svo voru allskonar handahreyfingar upp og niður og til hliðar og fram og á ská og.. og.. hehehe... Það var mjög góður taktur í lögunum og auðvelt að hjóla í takt við þau þannig að það skipti ekki máli þó ég hafi ekki heyrt þau áður. Þannig að þetta var bara mjög skemmtilegt.
Kíktum aðeins í matvörubúðina í gær og þar sem ég var með myndavélina á mér, smellti ég af nokkrum "girnilegum" hlutum sem fást þar. Myndirnar eru komnar á myndasíðuna (það er kominn linkur inn á myndasíðuna hér til hliðar).
Helgin er nokkuð óráðin fyrir utan að við ætlum að fá okkur gott að borða, t.d. á indverska staðnum sem er í uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég ætla svo líka að fá mér KÖKU á nammideginum hehe... og svo vorum við að hugsa um að skoða okkur aðeins betur um í borginni, t.d. dýra- og grasagarðinn og svo gamla bæinn. Annars erum við ekki mikið að plana þetta... gerum bara það sem við nennum hverju sinni.
Biðjum að heilsa að bili...
Athugasemdir
mér var send slóðin af blogginu þínu og hef aðeins verið að fylgjast með. Ég var þarna úti fyrir ári síðan og minningarnar hlaðst upp við lesturinn. Ef þetti er sami inverski staðurinn og við fórum á þá bið ég að heilsa kakkalökkunum sem skríða upp alla veggina......
Gerður (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 14:42
Er búin að skoða myndirnar og það er hreint ótrúlegt hvað fólk getur lagt sér til munns. Hrökkbrauð með osti er veislumatur miðað við það sem sést á myndunum.
Taktu endilega nóg af myndum í grasagarðinum. Kv,mamma.
Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:23
Ætlarðu virkilega að fá þér köku?! Fannst þær æði torkennilegar margar hverjar, a.m.k. af myndunum að dæma (nema e.t.v. súkkulaðitertan). Gaman verður að sjá myndir úr dýra- og grasagarðinum. Er annars nokkuð eftir í dýragarðinum? Sýnist þeir vera búnir að snara ansi mörgum skepnum uppá búðarborðið hjá sér til að éta
Flottir spinningtímar! Þú verður komin með fína upphandleggsvöðva við heimkomuna. Getur farið að keppa við mig...hehe
Björg (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.