smá update... ;)

Það hafa einhverjir verið að suða um bloggfærslu héðan frá Kína... þannig að hér kemur smá update af okkur... þó það sé nú ekki mikið að frétta... Cool

Helgin var bara með rólegasta móti - mexíkanskur matur á föstudaginn og indverskur á laugardaginn. Kíktum aðeins á lífið á laugardagskvöldinu og þurftum að vekja greyið vörðinn. Þetta er frekar lítill bær þó hann sé tæknilega séð nokkuð stór - við hittum semsagt alveg sama fólkið núna um helgina og við hittum síðustu helgi á djamminu. Þetta er semsagt sami hópur fólks sem flakkar á milli nokkurra skemmtistaða hér. Annars gleymdi ég að segja ykkur frá því að við kíktum á stað sem heitir Feelings, síðustu helgi sem er ekki í frásögur færandi nema að dansgólfið þar er eins og trampólín, þ.e. það dúar geðveikt og maður er eins og hálfviti og getur ekki hætt að hoppa, því allir í kringum mann eru að hoppa - þið vitið hvað ég á við Tounge Frekar fyndið... í smá tíma allavega og þá fer manni bara að svima FootinMouth

Ég er orðin ekta Kínverji og farin að vonast til að það sé hola í gólfinu frekar en eitthvað hlussu klósett Gasp hehe... Skýring á því er reyndar að það er í raun snyrtilegra að beygja sig bara yfir eitthvað gat, frekar en að vera að setjast á mishreinar klósettsetur. Holurnar eru því ekki alslæmar - þær venjast bara nokkuð vel. Wink

Við erum svo búin að kaupa okkur kort í ræktina. Ræktin heitir Love Fitness International - rosa flott nafn. Fórum í gær og tókum bara létta æfingu - aðeins að venja okkur við eftir 4 vikna pásu. Svo átti að taka geðveikt á því áðan og fara í spinning en það var allt fullt Angry og ég verð því að bíða aðeins með að prófa spinning a la Chinese... Ég tek kannski bara sýnikennslu á þetta í Hress, þegar ég kem heim í nóvember, ef ég læri einhver kínversk trix á hjólinu hehe... LoL

Við fórum svo rosa fínt út að borða í gær þar sem þá áttum við ársafmæli. Án efa langflottasti (já og dýrasti) veitingastaður sem ég hef séð í Kína. Maturinn var mjög góður - fékk loksins alvöru steik nammi namm Grin

Svínaflensan er svo komin hingað á campus - búið að loka tveimur heimavistabyggingum, þ.e. nemendurnir þar eru í sóttkví. Kínverjarnir eru sko ekki með neitt hálfkák í þessum efnum. Ég var t.d. hitamæld í morgun þegar ég var að fara út. Addó er búinn að vera með eitthvað smá nasakvef undanfarna daga og hnerrar svona af og til. Það kippast allir Kínverjar við þegar hann byrjar - skíthræddir við að smitast af honum hehe... Maður er t.d. farinn að sjá mun fleiri ganga með grímur á sér.

Biðjum að heilsa öllum Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér á Fróni eru nánast allir með hálsbógu og hósta hver í kapp við annann.  Þessi taugaveiklun í Kínverjunum hlítur að stafa af fólksmergðinni á einhvern hátt.  Það tekur ekki langann tíma að smita fjölda manns þegar svona margir búa á tiltölulega litlum bletti.  Við erum bara heppin hér heima.

Seint hefði nokkur trúað því að hún Alda ætti eftir að kjósa frekar holu í gólfið til prívat notkunar en postulínið. Þú verður samt eflaust fegin að sjá þitt hreina og upphengda stell þegar heim kemur.

Bið vel að heilsa, kv, mamma.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:27

2 identicon

held þú myndir ekki vilja holuna ef þú værir með gubbupest.... hélt í rauninni að þú myndir aldrei frekar vilja holuna en hvað veit maður haaha

Gunnhildur (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:30

3 identicon

Til lukku með afmælið, gaman gaman  :-) Hehehe já holan er kanski ekki svo galinn eftir allt saman. Svekk að heyra með spinningið, já þú tekur nokkur chinese trix þegar þú kemur til baka, ekki spurning! Hhehehe já þetta dansgólf er ekki fín þjálfun í því að skoppa aðeins á því ?? Annars er ekkert nýtt héðan bara same old...meira síðar, kv. Ásdís

Ásís (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:53

4 identicon

Ég hélt nú sjálf að ég myndi aldrei velja holuna fram yfir klósettið... en hvað veit maður

Ég verð orðin útlærð í kínverskum þjálfunaraðferðum þegar ég kem heim... fór í kínverskt Pilates áðan... það var allt í lagi... hef aldrei farið í svoleiðis tíma þannig að ég veit svosem ekki hvernig það á að hehe... Ætla að gera aðra tilraun með spinning á eftir...

Alda (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 03:44

5 identicon

Óska ykkur innilega til hamingju með afmælið, þið sætu turtildúfur.    Finnst ykkur þetta fyrsta ár ekki hafa verið fljótt að líða?  Hlakkið þið ekki til að eyða næstu 40-50 árunum saman?

  Ja hérna!  Aldrei datt mér í hug að e-ð jákvætt væri hægt að segja um þessar klósettholur.  En öllu virðist mega venjast.  Gaman að heyra um allt líkamsræktaraktívitetið.  Hljómar skemmtilegt - sérstaklega þetta með trampólíndansgólfið.  Varla hægt að vera mjög fullur.  Meira seinna.

Björg (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:12

6 identicon

Flott nafn á þessari rækt. Svaka fín orð í þessu:) Love er gott, hver vill ekki vera ástfanginn. Fitness er líka mjög fínt því allir vilja nú vera fitt og flottir. International þykir líka eflaust mjög töff í kína hehe.

En annars til hamingju með afmælið og Addó má nú vera duglegri að blogga finnst mér. Ekki að þú sért ekki góður penni samt Alda.

Hafið það gott í fríinu;)

Benni (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 23:04

7 identicon

Ps. ansi góð ruslpóstvörnin hérna á síðunni: Hver er summan af átján og þremur?

Maður þarf bara að hugsa hérna :D

Benni (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband