16.9.2009 | 14:10
Markaðurinn, ræktin og almennt letilíf
Maður verður víst að láta undan pressunni og skrifa eitthvað hingað inn ... Við kíktum á Jimo lu markaðinn (stafsetningin er örugglega vitlaus) á mánudaginn en það er alveg ágætur markaður þar sem hægt er að versla fullt af dóti. Setti nokkrar myndir af söluvarningnum inn á myndasíðuna fyrir áhugasama.
Við drifum svo í að senda smá pakka til Íslands í gær. Ólöf Ásta súperskvísa á afmæli 21. september og á því von á smá afmælispakka í póstinum. Þar sem Árni Steinn töffari átti afmæli síðustu helgi á hann líka von á smá afmælispakka. Við sendum pakkann bara til ömmu og afa Ólafar og Marta ætlar svo að ná í pakkann hans Árna þangað og fara með hann í Kef.
Ég dreif mig út að hlaupa/skokka/ganga í morgun þar sem ég er ekki búin að hreyfa mig í 3 vikur og því alveg að mygla á sjálfri mér. Ég vakti mjööög mikla athygli hér á campus svæðinu. Kínverjarnir gláptu á mig og bentu vinum sínum á mig. Ein gömul kona sem var að sópa veifaði mér eins og við værum bestu vinkonur og brosti þvílíku sólskinsbrosi. Bílar sem fóru framhjá mér keyrðu mjög hægt og bílstjórarnir sneru sig næstum úr hálslið. Ég var nýbúin að hugsa að þetta væri þó allavega ekki eins slæmt og á Spáni þar sem strákarnir flauta á mann... (Kimmý og HMK, þið vitið hvað ég er að tala um hehe) þegar það var flautað á mig hehe...
Veit samt ekki alveg hvað það var sem vakti þessa svaka athygli. Held ég hafi ekki verið neitt skrítin...
Við fórum svo áðan að skoða ræktina sem er hér skammt frá með einum kínverska kennaranum. Það er því miður verið að taka allt í gegn þarna og því voða lítið í boði næsta mánuðinn. Ég var orðin svo spennt að fara þangað því þeir bjóða upp á Hot Yoga, Spinning, box og bara alla mögulega tíma en vegna framkvæmdanna byrja tímarnir ekki aftur fyrr en 15. október... og þá eru bara 3 vikur í að ég fari heim þannig að það tekur því varla að byrja þá. Við ætlum samt að skoða einhverja aðra rækt á morgun sem er víst ekkert svo langt í burtu. Vonandi hentar hún betur... cross my fingers!!
Ég er ekki búin að borða neitt nammi í vikunni (alveg þrír dagar búnir hehe) og hef heldur ekki drukkið neitt gos. Get ekki sagt það sama um Addó og Snorra enda eru þeir báðir komnir með bumbu... sem þeir virðast bara ætla að hafa áfram...
Við urðum svo rafmagnslaus í fyrradag en það fylgir víst eitthvað ákveðið mikið rafmagn með leigunni. Þegar það er búið, þá bara drepst á öllu og maður þarf að skokka yfir á skrifstofuna og kaupa áfyllingu ... Snorri greyið varð rafmagnslaus í gærkveldi þegar allt var lokað... Frekar spes kerfi á þessu hjá Kínverjunum. Ekkert verið að leyfa manni að borga bara eftirá, miðað við notkun hverju sinni.
Á morgun eru 3 vikur síðan við komum til Kína... bara 7 vikur þangað til ég fer heim. Þetta er ansi fljótt að líða
En jæja, er þetta ekki komið nóg af blaðri í bili
Athugasemdir
hjúkket að þú flýgur ekki með þeim heim fyrst þeir ætla að taka tvö sæti á mann þessir hlunkar!
Gunnhildur (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 14:29
Hljópstu nokkuð eins og Phoebe í Friends?
Marta (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:37
Ég skil ekkert í þessu nammibindindi hjá þér Alda, ertu ekki í fríi í útlandinu. Við hérna á skattstofunni viljum nefnilega fá þig bústna tilbaka :)
Gummi (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:09
Já Gunnhildur, heppin ég að þurfa ekki að sitja á milli þeirra í kremju hehe... og nei Marta, ég hljóp ekki eins og Pheobe. Veit reyndar að ég hleyp ekkert fallega en fyrr má nú vera
Gummi, það gengur ekki að borða like there´s no tomorrow í 10 vikur ... mun samt koma þykkari heim en ég var þegar ég fór með þessu áframhaldi. Fórum t.d. tvisvar á KFC í dag
en ég fékk mér ekki kók hehe...
Alda (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:12
Mér finnst að þú eigir bara að taka allri þessari athygli á hlaupunum sem hrósi, fólk er bara að dást að þér og hversu dugleg þú ert að nenna að fara út að hlaupa
Hanna María (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.