Fínasta helgi að baki...

Það var bara stórfín helgin hjá okkur. Smile Ég var búin að segja ykkur frá rússneska veitingastaðnum og Underwater World garðinum sem við fórum í en það eru komnar myndir frá því inn á myndasíðuna.

Myndirnar úr garðinum er reyndar frekar lélegar þar sem aðstæður til myndatöku voru ekki góðar. Fyrst fór maður í gegnum uppstoppuð sjávardýr (fiska af öllum stærðum og gerðum, skjaldbökur, mörgæsir o.s.frv.) Svo fékk maður að sjá alls konar stóra fiska í búrum, þá fór maður á nokkurs konar færiband sem fór undir vatn þar sem ótrúlegur fjöldi af stórfurðulegum sjávardýrum var á ferð fyrir ofan okkur. Það var mjög flott. Svo kom aftur svæði þar sem alls konar dýr voru í litlum búrum. Loks tók ég myndir af hluta af þeim vörum sem hægt var að versla þarna, þar sem ég hef fengið sérstakar beiðnir um slíkar myndir frá kaupóðum vinkonum mínum hehehe... (þið vitið hverjar þið eruð) Tounge

Á laugardagskvöldinu fórum við á stað sem ég held að sé með kóreskan mat, þ.e. frá Kóreu (segir maður ekki kóreskan eða kannski kórenskan?). Það var rosalega skemmtilegt. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í og strákarnir pöntuðu bara eitthvað af matseðlinum. Held það hafi endað á því að þeir bentu á borðið við hliðina og sögðust vilja fá það sama. LoL Þetta var svo stórgóður matur og rosa skemmtilegt að prófa eitthvað öðruvísi. Það eru líka komnar inn myndir frá þessum veitingastað á myndasíðuna. Við fengum rosalegt magn af mat en reikningurinn var bara rúmlega 6 þús. íslenskar fyrir sex manns, með drykkjum. Það er nú ekki mikið. Wink 

Eftir matinn kíktum við aðeins á næturlífið. Það sem stóð uppúr frá því brölti var líklega þegar gamall feitur kall reyndi við Helgu og bauð henni upp í dans. Hún er sko 15 ára!! Shocking Vörðurinn hleypti okkur svo inn um nóttina án mikilla vandræða hehe... Blush 

Þegar Addó er búinn í skólanum í dag ætlum við að kíkja á markaðinn en það gæti reyndar breyst þar sem mér sýnist veðrið ekki vera neitt sérstakt. Við erum ekki með neinar yfirhafnir hérna úti (bara peysur) og því ekki spennandi að fara út ef það er rigning. Errm Kemur í ljós...

Annars erum við Addó núna komin í nammi- og kókbindindi fram að helgi. Það er líklega auðveldara að gera það hér, heldur en heima, þar sem það er ekki til almennilegt súkkulaði hérna Angry Ég skil ekkert í Kínverjum að eiga ekki gott nammi. Það eru ekki einu sinni til súkkulaðikökur hérna. Hvað er það!!!! Crying

Annars átti Árni Steinn minn afmæli í gær. Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með daginn, héðan frá Kína. Hann er orðinn 11 ára... bara alveg að verða unglingur. Hlakka til að knúsa þig þegar ég kem heim, Steini stuð Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af einhverju sem er ódýrt - á þessum síðustu og verstu tímum.  Sykurskatturinn kominn á hérna => Alda fær SJOKK þegar hún fer út í sjoppu við komuna heim  (eins gott að kaupa sem mest í fríhöfninni)  Alda mín - er hrædd um að þú farir bara á hausinn ef þú ætlar að halda uppteknum hætti við nammiátið þegar þú kemur heim.  Sob.  Við munum gráta saman... (enginn grátkall í boði...)

Björg (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 08:54

2 identicon

Hæ sæta - gaman að lesa færslurnar ykkar.......vona að gangi vel í kók- og nammibindindinu. Legg til nýyrði "bindyndi" þar með er gamla hugtakið orðið jákvætt og miklu skemmtilegri tilhugsun að fara í bindyndi. (Svolítill yoga fílíngur í þessu, gætum sagt að orðið þýddi að hætta slæmum vana fyrir annan góðan - smá pælingar svona í morgunsárið.......hmm eða í ykkar tilfelli... fyrir kvöldið.

 knús, Hansó

Hansína (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 08:20

3 identicon

Ég ætla að tileinka mér þetta nýyrði hennar Hansínu.  Við stofnuðum þrjár konur í vinnunni minni í gær æfingahóp og ætlum að vera duglegar í ræktinni.  Mættum í morgun og stefnum á að ná fyrra vaxtalagi með tímanum.  Ég er svo ósátt við þessa feitu hlussu sem er alltaf að flækjast fyrir mér í speglinum.  Stefni á að reka hana úr húsi sem fyrst.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:40

4 identicon

hahahahaha góð Jóhanna, ertu viss um að þú sért ekki bara komin með anorexíu fyrst þú sérð alltaf einhverja feita hlussu í speglinum

það er kominn miðvikudagurinn og það vantar nýtt lesefni.... Alda nú er pressa á þér, þú ýttir við mér reglulega þegar ég var að rífa mig á netinu

Gunnhildur (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:45

5 identicon

hæhæ  erum búin að vera í flashback kasti að lesa bloggið hjá ykkur þ.e. gamli Kínahópurinn, en ykkur að segja þá er hægt að fá ágætis súkkulaði kökur á Stories rétt hjá Amy´s bakery. Rétt þar sem Le bang og það er. Svo á Gren energy/ Greenery ( man ekki nákvæmlega nafnið, maðr labbar upp stiga og er á 2 hæð, minnir mig er hægt að fá fína eftirrétti og mat.

kv Alda

alda (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Addó og Alda

Hey, geðveikt að fá upplýsingar um súkkulaðikökur og eftirrétti... það er einmitt að koma helgi og þá er nammidagur Við erum búin að hitta nokkra krakka hér á vistinni sem þekkja ykkur, þ.e. "gömlu" Íslendingana. Haldið endilega áfram að fylgjast með og rifja upp ykkar tíma hér hehe...

Kv. Alda

PS. Svo þeir sem lesa þetta og kommentið á undan, ruglist ekki, þá var nafna mín hér úti í Kína fyrir ári síðan

Addó og Alda, 18.9.2009 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband