12.9.2009 | 10:55
smá hvíldartími milli erfiðra verkefni.... eða svona næstum...
Erum núna með klukkutíma hvíldarstund áður en við förum út að borða í kvöld og svo verður kannski tjúttað eitthvað eftir það
Í gær kíktum við út að borða á rússneskan veitingastað með Ágústi og Snorra. Það var alveg ágætur maturinn en svosem ekki mikið meira en það. Það var samt nóg af vodka á matseðlinum hehe... t.d. síld í vodka. Við fengum okkur hins vegar bara einhvern venjulegan mat. Það sem var markverðast þetta kvöld var að þegar við vorum búin að borða kom kínverskt par inn og settist til að skoða matseðilinn. Stuttu seinna ældi gellan bara yfir allt borðið - frekar ógeðslegt. Þau voru semsagt alveg blindfull en Addó sagði einmitt þegar þau gengu inn að stelpan myndi örugglega drepast ofan í súpuna sína hehe... En ælan var semsagt þrifin og stelpan líka. Svo settist hún bara aftur niður og ætlaði að fara að panta sér mat!!! En þau gáfust reyndar upp á þessu og fóru skömmu seinna. Drykkjarmenning Kínverja er víst frekar ólík okkar. Það þykir ekkert tiltökumál að æla bara þegar maður er búinn að drekka of mikið. Taka sér smá stund til að jafna sig og svo heldur maður bara fjörin áfram... jibbí...
Í dag fórum við svo að skoða Underwater World með flestum Íslendingunum hérna. Það var mjög fínn garður, með allskonar skrítnum sjávardýrum. Setjum inn myndir af því fljótlega. Við ætlum svo að hittast aftur í kvöld og fá okkur eitthvað að borða saman. Svo ætla þeir sem nenna að kíkja eitthvað aðeins á næturlífið.
Við fórum á einn næturklúbb í gær eftir kvöldmatinn en vorum komin heim um kl. 1. Við megum tæknilega séð aðeins vera úti til 23:30 um helgar, þar sem við búum á heimavistinni (curfew) en ef við komum eftir það, þurfum við að vekja húsvörðinn og fá hann til að opna hurðina fyrir okkur. Ég er því búin að læra nýtt kínverskt orð, "KÆMEN" (hér skrifað eins og það er borið fram - held ég) hehe ... en það þýðir "OPNA HURÐ" eða eitthvað í þá áttina. Kallinn opnaði nú bara fyrir okkur í gær án þess að við þyrftum eitthvað að kalla á hann og var rosa sáttur við okkur þegar við réttum honum 200 kr. íslenskar fyrir ómakið. Spurning hvort hann verði pirraður í kvöld þegar hann þarf að opna fyrir okkur annað kvöldið í röð...
Kveðjur frá Kína,
Alda
Athugasemdir
Drykkjarmenningin í Kína er þá svipuð og á Hólmavík, miðað við mína reynslu amk.
Mamma og Fríða eru nýfarnar eftir matarboðið. Við erum búin að ákveða að fara til Fríðu í júlí á næsta ári.
Marta (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 23:48
Jahá, þú segir nokkuð - þ.e. varðandi drykkjusiði Kínverja. Ég sem hélt að Íslendingar væru manna verstir í því að verða sér til stórskammar á fylleríum (sbr. Hólmavík), e.t.v. ásamt Rússum. Gott að vita af ykkur hófdrykkjufólkinu þarna, til að reka af okkur slyðruorðið...
Björg (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.