11.9.2009 | 11:08
Letilíf
Dagurinn í dag hefur verið algjör letidagur... Það rigndi í morgun og því frekar þungbúið úti. Við höfum því bara legið uppi í rúmi og horft á flakkarann... bara snilld að hafa burðast með hann hingað út
Var annars að bæta nokkrum myndum við albúmið hér á blogginu (ekki myndasíðuna ), þ.e. myndum frá herberginu okkar, þvottavélinni margumtöluðu og einhverju fleiru. Þar er t.d. þessi mynd af mér þar sem hárið á mér hefur vakið nokkra athygli hér í rakanum.
Það er annars ekkert að frétta. Ætla ekki að leggja það í vana minn að telja upp einhverja hversdagslega hluti sem við gerum hérna úti hehe... þannig að ég læt bara heyra í mér næst þegar við höfum gert eitthvað skemmtilegt
Kveðja, Alda"Monika" eða Alda "Turner" ... hvort finnst ykkur
Athugasemdir
Ég er búin að margsegja þér, að hárið á þér er miklu flottara "naturale" heldur en straujað niður með sléttujárni. Hárið á þér er það fallegt, að þú gætir stórgrætt á því að hafa samband við einhverja af hárvöruframleiðendunum - þeir myndu slást um þig í auglýsingabransann
Legg því til einhverja af eftirfarandi nafnbótum:
Alda V. Sassoon / Alda El Vital / Alda Loreal
Björg (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:40
Hæ sætasta mín í öllum heiminum ( ALDA) ekki þú Addó þó mér þyki nú ooooossssa vænt um þig líka ;);) en við erum að spá í að halda smá hitting á króknum þegar þú kemur til baka!! ekki hægt án þín!! mohahhahahaha....vantaði alveg hinn púkann minn í kvöld :;=) ógisssslega gaman að fylgjast með ykkur á blogginu en ég er að spá í að bjóða ykkur heim á krók um miðjan nóv eða lok nóv....þá ert þú komin heim...hvernig hljómar það fyrir þig darling?????? loves and kissssesss....and hey darling told you hehehe..eigum við að ræða þeta:): sakna ykkar knús á ykkur og endilega láttu vita hvort þú komist essssska..... kv. Bertina
Bertína (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 02:01
Björg mín, ég veit þína skoðun á þessu hármáli en er nú samt ekki alveg sammála þér með þetta hehe... en ég gæti ekki einu sinni slétt á mér hárið hérna úti þó ég reyndi... það dugar ekki nema í nokkrar mínútur og svo er það orðið úfið aftur
Bertína, var ekkert stuð á ykkur í gær? Komin í tölvuna kl. 2 í nótt að skoða bloggið hehe...
Ég er sko alveg til í heimsókn á Krókinn einhvern tíma í nóvember. Kem heim 5. nóv. þannig að miður eða lok nóv. ætti að henta vel. Hefði sko alveg viljað vera með ykkur í gær og fá smá stelpuslúður og góðar kræsingar með hehe... en maður getur víst ekki verið allstaðar.
Heyrumst betur með þetta allt síðar, skvís. Og já, þú varst búin að segja mér þetta hehehe... Kiss og knús
Addó og Alda, 12.9.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.