10.9.2009 | 14:26
Komin smá rútína á lífið hér í Kína
Jæja, þá er vikan að verða búin og allt að komast í rútínu... sem er bara gott. Addó er í skólanum frá 8-12 að læra kínversku (4 tímar á dag í 5 daga - frekar mikið fyrir minn smekk hehe). Ég tek því bara rólega á morgnana. Stundum hef ég sofið aðeins út (mest til kl. 10) en aðra daga hef ég vaknað um svipað leyti og Addó fer. Ég fæ miklar athugasemdir frá Addó (já og Snorra) ef ég tek því of rólega og hef því reynt að gera eitthvað af viti. Búin að mastera kínversku þvottavélarnar og þvo allt sem hægt er að þvo, meira að segja gardínurnar hérna.
Eftir skóla í gær, fórum við í tæplega fjögurra tíma gönguferð um strandlengjuna hérna, eða allavega hluta af henni. Held þetta hafi verið um 4 -5 km. Tókum eitthvað af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna (ætla að skrifa eitthvað við myndirnar á eftir). Svo fórum við að borða á ítölskum stað sem var alveg ágætur.
Eftir skóla í dag, ákváðum við hins vegar að skoða aðeins campus-svæðið hér við skólann. Við tókum líka nokkrar myndir af því öllu saman og þær myndir eru komnar í sér albúm á myndasíðunni. Fórum svo í mötuneytið að borða.
Það er bara full vinna að halda úti þessu bloggi og setja inn myndir. Sem betur fer hef ég nægan tíma hehehe...
Jæja, best að koma sér í myndirnar. Við söknum ykkar allra og þá sérstaklega Addó sem saknar Ólafar sinnar, rosalega mikið.
Athugasemdir
Já, ég trúi því alveg að þetta sé mikil vinna, Alda mín - a.m.k. fer dágóður tími hjá vinnandi fólki í að fylgjast með öllusaman - það er bara svo skratti gaman Var t.d. búin að fá svo eiturvonda samvisku í vinnunni í dag......
Er núna að baka fyrir föstudagskaffið í fyrramálið - og er að skjótast í blogg á milli þess sem ég rek nefið ofan í hrærivélaskálina eða hausinn inní ofninn Svo er ég að hlusta andaktug á ómstríða skrækina utan úr bílskúr, en þar er minn betri helmingur að æfa sig á trompetið. Það er rétt eins og verið sé að murka lífið úr einhverjum þarna inni.... Og aumingja nágranni okkar sem býr bílskúrsmegin við húsið er tónlistarmaður - og HLJÓMSVEITARSTJÓRI! Hann hlýtur hreinlega að vera að deyja, manngreyið..... En bara gott á hann, karlskömmina, fyrir að láta hundinn sinn alltaf skíta í garðinn hjá mér.......HAHA.... Sá hlær best sem síðast hlær
Sakna þín líka - knús
Björg (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:03
Fjandinn sjálfur - ég er að reyna að komast inn á sjötterflæið úr lappanum mínum heima, en hún ræður ekki við þetta. Ætla að reyna að komast úr Makkanum hans Sigga; hann er örugglega skárri ......
Björg (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:23
Nei, það tókst ekki heldur. Það er þá víst ekki annað til ráða en að læðast í þetta í vinnunni .....
Björg (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.