9.9.2009 | 02:14
Herbergið á vistinni...
Ég var víst búin að lofa ykkur að fá að sjá myndir af herberginu okkar hérna á vistinni....
Svona leit "ljósaslökkvarinn" (hvað heitir þetta eiginlega réttu nafni - þessu er alveg stolið úr mér - íslenskan er líklega að detta út fyrir alla kínverskuna sem ég er að læra hehe) út þegar við komum inn í herbergið. Þetta var það fyrsta sem við sáum þegar við opnuðum hurðina að herberginu.
Svona leit sami "slökkvari" út eftir að það var búið að mála. Fitan og skíturinn var svo mikill að málninginn festist ekki á !!
Og svona lítur þetta út í dag... Alls ekki fullkomið en það er allavega búið að sótthreinsa þetta eins og hægt er hehe...
Þessar myndir af "slökkvaranum" eru frekar lýsandi fyrir ástandið á herberginu.
Set svo nokkrar fleiri myndir af herberginu og "fylgihlutum" inn í myndaalbúmið hér á blogginu. Það virkaði ekki í gær að setja inn myndir en virðist vera í góðu lagi í dag. Annars vil ég taka það fram að herbergið okkar var langlangverst. Herbergi hinna Íslendinganna voru ekki svona skítug. Ógeðismaðurinn sem bjó hérna virðist hafa slegið öll met í sóðaskap.
Annars er lífið hér bara með besta móti. Addó mætir í skólann kl. 8:15 á morgnana en ég sef aðeins lengur. Í gær setti ég í þvottavélar (þær er á kínversku) og krosslegg bara puttana með að eyðileggja ekki þvottinn. Á eftir ætla ég að þvo viðkvæman þvott. Er búin að finna einn bol sem ég er tilbúin að "fórna" og ætla að henda honum einum í vélina til að tékka á prógramminu sem ég vel hehe... svakalega útpælt allt saman.
Það er búið að vera skýjað hérna í tvo daga og hitinn eftir því - fór í þunnri peysu út um miðjan dag - sem hefur ekki verið í boði hingað til. En mér sýnist sólin vera komin aftur
Jæja, best að fara að henda inn hinum myndunum og svo er það þvottavélin kínverska sem bíður...
Athugasemdir
Ertu búin að bíða lengi með að geta notað ninja-broskallinn?
Marta (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:19
Hæhæ
Takk fyrir afmæliskveðjuna Mér finnst þú hafa staðið þig alveg ótrúlega vel við ljósarofahreinsunina Alda, vonandi hefur gengið jafn vel að þvo.
Hanna María (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 12:46
hehe... var reyndar búin að velta því fyrir mér, hvenær maður gæti eiginlega notað hann og fannst þetta tilvalið tækifæri.. Eruð þið mamma einhverjar broskallalöggur eða? hehe nú gat ég notað löggukallinn...
Addó og Alda, 9.9.2009 kl. 12:48
Hahaha! Það er nokkuð sérstakt þegar naður er farinn að velja sér orð í samræmi við hvaða broskalla maður getur sett eftir setninguna!
Marta (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:29
Hæ, mér finnst svo fyndið að þú sért væntanlega steinsofandi núna.... og klukkan bara sex um kvöld hér. Ég vona að þér sé að dreyma vel og að Addó hrjóti ekki hátt. Kv. Hansó
Hansína (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 17:59
HMK, það gekk bara vel að þvo... er alveg að massa þetta. Þar sem ég veit að þú ert sjálf snyrtipinni, get ég fullyrt að þér hefði ekki litist á herbergið fyrir þrif. Þetta lítur ekkert svo hryllilega út á myndunum, fyrir utan veggina en trúðu mér, þetta var ógeð. Við hentum 5 tuskum því þær voru orðnar svartar og það þurfti að skipta mööörgum sinnum um vatn í fötunni þegar við skúruðum þennan litla gólfflöt.
Marta, já maður verður að nota þessa kalla... Í nótt dreymdi mig t.d. geimverur
Nei, bara djók... sá bara ekki fram á að geta nokkurn tíma notað þennan geimveru kall hehe...
Hansó, og núna er ég vöknuð að skrifa þetta og þið örugglega steinsofandi. Addó hraut ekki mikið í nótt. Mig grunar að Bubbi sé að hrjóta geðveikt mikið akkúrat núna!! hehe... Gaman að sjá kommentin frá þér við myndirnar á myndasíðunni
Alda (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 02:45
Ég er sannfærð um að Bubbi hefur hrotið makindarlega í nótt - ég sef orðið langbest við undirspil hans
Nú fer væntanlega að líða að kvöldmat hjá ykkur?! Skyldi vera hundagúllas með spergilkáli......hmm eða grillaðir sporðdrekar og bjöllur á teini með kartöflumús í rómabeði. Æi ég vona að þið farið bara og fáið ykkur önd eða makkara. Þetta er nú soldið skemmtilegt.... ég man ekki eftir að hafa verið að pæla í hvað fólk borðar í kvöldmat fyrr en nú
Hafið það gott í kvöld og góða nótt
Hansó
Hansína (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 08:38
er venjulegt klósett eða gat í gólfinu heima hjá ykkur??
Gunnhildur (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:41
Vildi bara kasta á ykkur kveðju :) Frábært að geta fylgst með ykkur á blogginu.
xxx
Svana (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:40
hæhæ gaman að sjá myndirnar :-) Já flott hjá ykkur að drífa ykkur bara í þrifin, held að ég hefði ekki meikað að þrífa þetta en mjög ánægð með ykkur ;-). Annars mátti ég til með að segja þér Alda ég fór í spinning áðan! varð bara að láta þig vita, hugsaði svoo mikið til þín áðan, sérstaklega áður en ég fór í tímann því ég ætlaði ekki að nenna...hehe sá alveg fyrir mér illa augnaráðið sem þú hefðir sent mér! En allavega var reyndar með þeim lélegri þarna inn ( var samt ekki verst) en fór samt!! Ertu búin að reksast á einhverja rækt þarna úti? Þrifin hafa svo sem bókað hingað til verða fullkomlega nóg líkamsrækt giska ég á...knús á ykkur.
Ásdís (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:47
Hansó, við fórum í mötuneytið í kvöld og fengum okkur einhvern hrísgrjónarétt (nema hvað hehe) og svo einhvern kjötrétt sem við vitum ekki hvað var. Bæði var bara fínt hehe... Ég er alveg orðin vön því að borða bara það sem er fyrir framan mig. Ég fæ hvort sem er engin svör sem ég skil, ef ég spyr einhverra spurninga
Gunnhildur, það er venjulegt heima hjá okkur. En ég er búin að prófa þónokkrar holar og það venst alveg ótrúlega vel. Er alveg búin að mastera þetta
Svana, gaman að sjá að þú sért mætt á svæðið. Hvernig er að vera komin til Íslands?
Ásdís, ég hugsaði líka til ykkar áðan og hvernig það væri eiginlega í spinning... og líka á þriðjudaginn, þá hugsaði ég um hvernig nýju tímarnir hjá James væru og svo í gær og á mánudaginn þá langaði mig bara að vera komin í þrekhringinn... Ég er búin að ganga mikið hér í Kína en ekki farið í formlega rækt. Ætlum að fara í það mál á morgun. Það er víst ágætis rækt hér rétt hjá, með allskonar tímum t.d. Hot Yoga, spinning, boxing o.s.frv. Er spennt að sjá það...
Jæja, best að henda saman nýju bloggi fyrir ykkur... Kv. Alda
Addó og Alda, 10.9.2009 kl. 14:11
hjúkkit!!!
Gunnhildur (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.