Myndasíðan komin í loftið

Jæja, loksins loksins fáið þið að sjá myndir. Wizard

Slóðin á myndasíðuna er:

http://addogaldakna.shutterfly.com/ 

Ég valdi nokkrar myndir af því sem við gerðum í Peking og skellti þarna inn. Setti svo smá texta við flestar myndirnar (þurfið að fletta albúminu til að sjá textann, þ.e. ekki nóg að skoða slideshowið). Wink

Held það sé ekkert mál að kommenta á myndirnar ef þið viljið Wink

Reyni svo að setja inn myndir af herberginu okkar hérna á vistinni á morgun.

Kveðja, 

Alda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ - rakst á síðuna ykkar á mbl.is - er sjálf að fara til Kína í nám (Ningbo, Zhejiang-hérað). Kem til Kína eftir viku :D Frásagnirnar ykkar eru búin að hjálpa mér í smá undirbúning fyrir "culture shock" :D

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 19:52

2 identicon

Hlakka til að sjá myndir af herberginu. Er þegar búin að skoða myndaalbúmið sem er komið á netið 3x!

Marta (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 21:19

3 identicon

Elsku Alda og Addó, tími til kominn að kvitta fyrir þessa skemmtilegu lesningu og flottar myndir. Hlakka til að lesa og sjá meira. Hafið það sem allra allra best.

Kveðja frá pabba og Erlu.

ps. hvenar fáið þið kínanúmer ?

Erla og Jón (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:26

4 identicon

Margrét, velkomin á síðuna. Þetta er aðeins öðruvísi hérna en við erum vön heima á Íslandi. Skrítnast er þó að fara á klósettið hérna (bara hola í jörðinni). Það er öllu kvenfólki nauðsynlegt að ganga með klósettpappír á sér, öllum stundum hehe... Svo er ótrúlegt hvað Kínverjarnir skilja litla ensku, samt er hún kennd í grunnskólunum hérna. Manni tekst samt alltaf að gera sig skiljanlegan á einhvern hátt... kannski eftir smá stund hehe...

Marta, gaman að sjá öll kommentin sem þú skrifaðir við myndirnar Mig dreymdi að þú værir ólétt og ættir að eiga í nóvember...

Pabbi og Erla, gaman að þið séuð byrjuð að kommenta. Marta sagði mér að þið væruð búin að vera að lesa síðuna. Símanúmerið mitt er: 151 664 22808. Veit ekki hvað þarf að stimpla inn fyrst til að ná sambandi hingað.

Alda (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 01:44

5 identicon

Takk fyrir myndirnar, þetta er þvílíkt ævintýri hjá ykkur ! Pöddurnar, krúttuðu sæhestarnir og "hundamaturinn" sannfærðu mann algjörlega um menningarmuninn að maður tali nú ekki um Kínaklósettið. En stórfenglegu myndirnar af menningararfi Kínverja skyggja nú á þá smámuni. VÁ hvað þetta er allt STÓRKOSTLEGT

Bestu kveðjur Alda mín til ykkar.

Hansína (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband