Vistmenn í Kína :)


Jæja, þá er búið að taka þá ákvörðun að vera á heimavistinni hér í skólanum. Herbergið lítur orðið mun betur út eftir málningu og smá þrif... Svo erum við að fara að skella okkur í allsherjarþrif núna. Þetta verður því orðið skínandi hreint í kvöld.

Íbúðirnar sem við skoðuðum í dag voru mjög fínar en bara of dýrar. Við ákváðum því að eyða frekar smá pening í að koma okkur vel fyrir á vistinni og geta gert fullt af skemmtilegum hlutum hérna, frekar en að eyða öllu í húsnæði. 

Ég geri ráð fyrir að fá nettengingu í herbergið á mánudaginn og þá get ég farið að henda inn einhverjum myndum og þá get líka komist á Facebook... Kaupi eitthvað forrit til að svindla á þessari ritskoðun Kínverjanna Devil

Sólarkveðjur frá Kína,

Alda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært! Held að þetta sé góð ákvörðun hjá ykkur.

Marta (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:30

2 identicon

Já, þetta verður bara þægilegt lif hérna á campus... erum búin að kaupa sittlítið af hverju til að hafa það gott í herberginu. Ætlum að kaupa lítinn ísskáp á morgun. Þá verður þetta mjög gott

Alda (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 05:58

3 identicon

Líst vel á þetta - það er alltaf sérstök tilfinning sem fylgir því að gera huggulegt í kringum sig.  Það mun ekki væsa um ykkur.  Ekki er heldur verra að hafa rýmri auraráð og geta leyft sér eitthvað.  Fór sjálf á sjoppíngsprí í síðustu viku, þar sem fötin mín eru orðin eitthvað svo "vansniðin" hehe...  Vona að þið sjáið við grjónunum   og hlakka til að sjá myndirnar þegar þær koma inn.

Góðar kveðjur til ykkar frá okkur Sigga.

Björg (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 09:51

4 identicon

Flott hjá ykkur, mér er stórlega létt og mér líst vel á að vera bara á campus.  Héðan er bara hægt að senda rigningarkveðjur, en þær eru ósköp hlýjar og notalegar.

Kv, mamma.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 11:12

5 identicon

Gott mál að vera bara á campus og geta eytt meira í aðra skemmtilegri hluti. Treysti þér Alda líka alveg til að gera herbergið það fínt að þegar þið farið þá verði rukkað aðeins meira fyrir það í framtíðinni og slegist um það ehhehe.

Hafið það sem allra best kv. þóra

Þóra (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:55

6 identicon

Frábært hjá ykkur að vera komin að niðurstöðu með samastað og verð að taka undir með Þóru í sambandi við batnandi standard á herberginu

Spurning um að vera kannski með grímu á netkaffinu (ekki vegna svínaflensunnar heldur mögulegs vímuanda þar inni).

Það er nú ekki gaman að upplifa svona óþrifnað. Þetta er vont en það venst eins og gárunginn sagði.

Ótrúlega gott að fá að fylgjast með ykkur svona, hvort sem fréttir eru góðar eða slæmar. Bestu kveðjur frá okkur til ykkar.

Kv. Hansína.

Hansína (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband