Íbúðarmál - smá update

Jæja, þá er þetta allt að komast á hreint með íbúðarmál.... 

Eftir fjögurra klukkutíma íbúðaleit komu strákarnir til baka í fyrradag án þess að hafa fundið nokkuð sem þeim leist á. Við drógum því bara annað rúmið í herberginu okkar fram á mitt gólf því við gátum ekki hugsað okkar að snerta veggina í svefni. Rúmið var grjóthart og koddarnir risastórir þannig að við sváfum nú ekki beint vel.

Fyrsti skóladagurinn hjá Addó byrjaði klukkan 8:30 í gær en klukkan 12 hittum við svo leigumiðlara sem sýndi okkur þrjár íbúðir. Sú fyrsta var mjög flott en hún var of dýr. Hinar tvær voru bara hreysi. Við skelltum okkur því bara í Carrefour þar sem keyptar voru hreinlætisgræjur; tuskur, hreingerningaefni, hanskar, lyktarsprey, flugnafæludót til að stinga í samband, flugnafælureykelsi, ilmkerti, eitthvað annað ilmdæmi, handsápu, handklæði, korkmottur til að setja á baðherbergisgólfið, inniskó og örugglega eitthvað meira sem ég man ekki í augnablikinu.

 
Tekið var smá þrif á herbergið svo það væri þokkalegt. Svo kom málari og skellti einni umferð á veggina og píparinn lagaði vaskinn þannig að núna er kalt vatn í vaskinum. Þetta er orðið allt annað líf.

 
Dagurinn í dag fór svo í íbúðaleit. Fundum nokkrar mjög fínar íbúðir en það ræðst líklega á morgun hvað við gerum varðandi íbúðarmál. Herbergið á vistinni er orðið mun vistlegra en það væri nú líka mjög fínt að fá flotta íbúð í miðbænum.

Jæja, þá er búið að róa ykkur öll. Þetta reddast alltaf allt Cool

Það er verið að loka netkaffinu hérna, þannig að ég skrifa bara meira næst... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, gott að heyra. Mér er létt, og mömmu eflaust líka.

Marta (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 19:38

2 identicon

Þetta voru góðar fréttir.  Var ekki farið að lítast á blikuna, en allt er gott sem endar vel (og gæti endað enn betur, ef þið fáið góða íbúð í bænum).  Hlakka til að heyra hvernig þessu vindur fram.

Björg (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 09:29

3 identicon

jæja

það er nú gott að heyra. ég sakna ykkar rosalega mikið og Alda þúr ert mjög dugleg að skrifa okkur ölum. það er eins og það sé ekkert að gera þarna nema vera á þessu netkaffi. hlakka til að sjá ykkur

kv  ólöf ásta 

ólöf ásta arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:55

4 identicon

Ólöf, ég er nú ekkert alltaf á netkaffinu en það kemur fyrir hehe... Núna erum við komin með netið í herberginu okkar, þannig að ég get farið að blogga án þess að fara á kaffihúsið Við söknum þín líka rosalega mikið og hlökkum til að sjá þig. Vonandi var gaman í Köben...

Alda (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband