Labbi labbi labb...

Úff hvað við löbbuðum mikið í dag... Byrjuðum á að fara á Torg hins himneska friðar þar sem við ætluðum að kíkja á Maó kallinn en það var lokað því það er mánudagur... hvað er málið með það... Shocking en við ætlum að kíkja aftur þangað á morgun. Maður verður nú að heimsækja kallinn fyrst maður er kominn alla leið til Peking.

Við fórum svo og skoðuðum The forbidden City sem var mjög flott en vá hvað það var erfitt að labba þetta allt í steikjandi hitanum. Ég tók fullt af myndum sem ég set inn við tækifæri, þ.e. þegar rólegheitin í Qingdao byrja. Cool Það er ekki hægt að lýsa þessu öllu nema hafa myndir með.

Við enduðum svo daginn á að kíkja á Ólympíuleikvanginn hér í Peking. Það var geðveikt flott. Aðalleikvangurinn heitir Bird Nest en hann lítur út eins og fuglshreiður. Þessi bygging er ótrúlega flott gerð. Þar við hliðina er svo sundhöllin sem er kölluð Water Cube. Okkur fannst sú bygging reyndar minna á einhvers konar flugnabú eða geitung eða eitthvað þess háttar. Við fórum fyrst að skoða þetta um daginn en fengum okkur svo að borða á frekar sjúskuðum stað. Við vorum orðin glorhungruð eftir þennan langa dag og létum okkur því bara hafa það að fara á einhvern ekta kínverskan stað þar sem bara heimamenn borða, alls ekkert túrista dæmi þarna enda vissi afgreiðslustelpan ekki hvað ég var að meina þegar ég sagði "coca cola" hehe... Maturinn var svo bara rosa góður en við vitum ekkert hvað við vorum að borða, völdum bara það sem leit best út á myndunum. Höldum samt að annar rétturinn hafi verið kjúklingur eða svín... Hinn rétturinn var svo sterkur að það var rosalegt. Snorri og Addó borðuðu chillipiparinn í þeim rétti eins og ekkert væri... eða fyrir utan að þeir fundu ekki lengur fyrir tungunni á sér. Crying En það er nú ekkert sem smá bjór getur ekki lagað...

Eftir matinn fórum við aftur á Ólympíusvæðið því þá var komið myrkur og búið að kveikja á ljósunum. Það var mjög flott að sjá svæðið upplýst. Sundhöllin skipti t.d. um lit, frekar töff allt saman. Við röltum svo um torgið þarna, fengum okkur kínverska íspinna og horfðum á kínverska eldri borgara dansa þarna um svæðið. Mega flottir dansarar eða... þið vitið... Höldum að þetta hafi verið einhver þjóðdans en vitum það svosem ekki. Það sem var samt skemmtilegast við þetta voru öll kínversku börnin sem voru þarna. Þau voru þvílíkt ánægð með þetta og voru æst í að dansa með og skemmtu sér greinlega rosalega vel. Algjör krútt. InLove Ég kem kannski bara með eitt svoleiðis heim hehe... 

Deginum var svo slúttað með smá bjór fyrir strákana og svo fengu þeir sér líka reyndar smá að borða en ég fékk súkkulaði og kók. Tounge

Á morgun ætlum við að kíkja á Sumarhöllina og svo er það næturlestin frá Peking til Qingdao... gistum í sex manna klefa (þriggja hæða kojur) sem ég er ekkert voðalega spennt fyrir en það hlýtur nú að reddast eins og allt annað.

 Já og svo vil ég taka það fram að ég er sármóðguð yfir hversu fáir hafa mótmælt því sem kemur fram í færslunni hér að neðan um að ég líti út eins og kona sem geti verið mamma stráks sem er 26 ára!!!!!!!!

Veit ekki hvort við náum að skrifa eitthvað hingað inn á morgun þar sem við tékkum okkur út af hostelinu í fyrramálið og því óvíst með nettenginu annað kvöld. Vona svo bara að netsambandið í íbúðinni í Qingdao verði jafn gott og hér í Peking...

Kveðja, Alda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lítur sko alls ekki út eins og kona sem gæti átt 26 ára gamalt barn!! Maðurinn hlýtur að hafa verið með sólsting. Gaman að fá að fylgjast með ævintýrum ykkar þarna úti  Kveðja, Hanna María

Hanna María (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:03

2 identicon

Hehe takk Hanna María... mér líður strax betur

Alda (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:14

3 identicon

Þetta er nú meira ævintýrið hjá ykkur.  Núna vil ég líka fara til Kína.

Það að þú lítir eithvað ellilega út, er bara vitleysa, hvað hefði gaurinn þá haldið að ég væri? Langamma or....

Njótið þess að vera þarna og hafið það gott. Kv, mamma.

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 17:14

4 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur og syninum í Kína :)

kv Elva G.

Elva Gísladóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:09

5 identicon

Passaðu þig bara að detta ekki niður úr kojunni í lestinni á meðan þú sefur. Gunnhildur Vilb. datt úr 5 hæða koju eða eitthvað í Norrænu.

Ég hringdi í afa áðan og sagði honum að þú værir komin út og hafir "slafrað" í þig hundi við fyrsta tækifæri. Hann sagði orðrétt: "nei, fari það í heitasta helvíti". Hahaha!  Hann er reyndar kominn á sjúkrahúsið í Keflavík, eftir fall, en það er allt í lagi með hann. Mega hress bara.

Marta (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:28

6 identicon

Hahaha... Ég ætlaði einmitt að spyrja hvað sonurinn væri gamall... Það skiptir máli í dæminu... Ég meina, þú gætir kannski verið móðir einhvers 19 ára?? Neh djók... þú lítur alls ekki út fyrir að geta átt FULLORÐINN mann!!! hahahaha... Kræst. Skil bara ekki hvernig manninum gat dottið þetta í hug!!

Bára (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:22

7 identicon

Það er ekki séns að þú lítir út fyrir að geta átt 26 ára barn/mann. Hlýtur að segja meira um hann- er hann ofur barnalegur?!!

Gaman að heyra af ferðum ykkar- hljómar allt mjög vel! Dauðlangar til Kína líka!

Þóra (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:19

8 identicon

Alda mín ekki hafa áhyggjur af því að þú sért e-h ellileg, maðurinn hlýtur að hafa haft hrikalega sjón  

 Vá hvað mig langar til Kína núna, bara geggjað gaman hjá ykkur hjúum og svo margt að sjá..  En get ekki beðið eftir að sjá svo myndirnar ykkar af öllu saman

Heppin ert þú, það er grill í vinnunni í dag.. rétt slappst

Hlakka til að heyra næstu blog færslu frá ykkur og gangi ykkur vel 

Erla Heimisd. (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:22

9 identicon

Hahahaha Alda gamla!! held ég hefði nú bara kýlt hann hehehe. Frábært að fylgjast með ykkur. Jú Alda þú verður að vera dúleg að prútta...sérstaklega þegar ég sendi þér innkaupalista frá mér  Hafið það ótrúlega gott. Allt fínt að frétta hérna megin. Knús á línuna

Ásdís (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 10:48

10 identicon

Hann er nú reyndar rosalega barnalegur hehe.... neinei, hann er bara venjulegur. Set inn mynd fljótlega af "litlu fjölskyldunni" svo þið getið dæmt fyrir ykkur sjálf. En já mig langaði alveg að kýla hann

Gott að heyra að afi hefur það fínt. Bið að heilsa honum.

 og fínt að heyra að það hefur verið grillað í dag. Tókst það ekki bara vel?

Vona að það verði hægt að versla eitthvað í Qingdao. Ásdís ég læt þig vita. En ef ég hefði vitað hvaða lit ég ætti að kaupa, þá hefði ég pottþétt verið búin að kaupa eina gjöf hehehehe....

Alda (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 13:17

11 identicon

Halló ungu og sætu dúllurnar mínar.  Ítreka það sem ég sagði í gær um sjóndepurð Kanadagaursins og tekur undir sólstingskommentið hér að framan.  Þá er lokaskýringin komin;  þ.e. bæði eindæma sjóndepurð og illvígur sólstingur.  Karlfíflið hefur ábyggilega líka verið búinn að éta hund og þannig kominn með hundaæði í þokkabót

Frábært í starfsmannagrillinu í hádeginu;  við Lóa brenndum nokkur pulsubrauð og sprengdum fullt af pylsum.  Voða gaman.  Síðan duttum við í Prins Póló;  besti eftirrétturinn sem ég hef smakkað í háa Herrans tíð, þar sem ég er búin að vera í sælgætisbindindi í heila viku (með engum árangri) og var að verða brjáluð í  skapinu

Öfunda ykkur af næturlestinni - það hlýtur að vera æðislegt að sofa í næturlest og láta vagga sér í svefn   Bara að passa búkhljóðin, fyrst svona margir eru í klefanum...hehe...

Hlakka til að heyra um Quingdao og sjá myndir frá Peking. 

Björg Rúnarsd. (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 14:21

12 identicon

hæhæ

ég sakna ykkar rosalega þótt það sé aðeins vika síðan þið fóruð. ég er að fara til kaupmannahafnar á föstudaginn og ég ætla í tívolí og hafa mjög gaman. það verður svona hálfgerð afmælisgjöf. hlakka til að heira í þér og vona að þetta líði hratt.

Kv.

ólöf ,amma og afi

Ólöf ÁstaArnþórsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:48

13 identicon

Alda þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en tvítug!! :) alveg viss um að drengurinn hefur sagt þetta í vandræðalegu augnabliki til að krydda upp á umræðuefnið ;) hihihi....

hlakka til að sjá næstu bloggfærslu og tala nú ekki um myndirnar.

Bertína (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 23:48

14 identicon

Alda, sættu þig bara við það að þú ert á fertugsaldrinum og því bara sjálfsagt að áætla það að þú eigir fullvaxta börn!

 Samt ánægður með hvað þú ert að taka Kína vel, skítur og óskipulag er ekki þitt mottó.

 Prófaðu svo að spyrja Kínverska mömmu út á götu: MONEY FOR BABY!

Smári (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband