Fyrsti dagurinn í Kína að kveldi kominn...

Jæja, þá erum við að búa okkur undir háttinn hér í Peking. Ferðin gekk mjög vel. Tókum svefntöflur í vélinni og rotuðumst gjörsamlega við þær þannig að flugið var með besta móti. Tounge Við gistum á einhverju hosteli hér í miðbænum sem er nú ekki alveg það flottasta fyrir minn smekk (Alda) en það er svosem allt í lagi.

Við eyddum deginum í að rölta um miðbæinn og fengum okkur svo að borða. Hvað haldiði svo að gikkurinn sjálfur hafi smakkað á? Hundi, kanínu og svo kjúkling. Urðum nú að panta eitthvað sem væri "venjulegt" en svo var það kjúklingurinn sem var verstur. Hundurinn var nú bara alveg ágætur en maður fékk hálfgert samviskubit yfir að vera að slafra í sig hundarifjum o.s.frv.

 Kínverjarnir eru búnir að loka á Facebook þannig að við þurfum að skoða það eftir helgi, að kaupa forrit í tölvuna til að komast hjá þessari fyrirhyggjusemi. Vonum að þetta reddist því ég meika ekki 10 vikur án Facebook hehe...

Eftir matinn var tekið bæjarrölt þar sem við ætluðum að skoða útimarkaðinn en þá var lögreglan búin að loka svæðinu og öskraði í gjallarhorn og vísaði öllum frá. Við skelltum okkur þá bara í fótanudd... sem var reyndar ekkert bara fótanudd, heldur var bakið og axlirnar nuddaðar líka. Fínt fyrir lúinn skrokkinn. Wink

Jæja, best að fara að koma sér upp í rúm. Góða nótt Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jii, hvað ég ætti erfitt með að fara að sofa um miðjan dag (og vaka um nætur for that matter). Gott að vita að þið séuð komin. :)

Marta (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:06

2 identicon

..og trúi því ekki í eitt augnablik að Alda hafi borðað hund.

Marta (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Addó og Alda

Klukkan er núna 23 hérna í Kína þannig að það er fínt að koma sér í háttinn enda lítið búið að sofa undanfarinn sólarhring. Ég set inn myndir frá hundamáltíðinni við tækifæri því til sönnunar að ég hafi borðað HUND ... trúi því nú samt varla sjálf ;) Kv. Alda

Addó og Alda, 28.8.2009 kl. 15:14

4 identicon

Já, mér þykir Alda aldeilis vera að breytast í matarsmekk.  En ég er ánægð með að þið skulið þora að smakka á öllu. 

Og mjög glöð yfir að þið skulið hafa komist klakklaust á leiðarenda. 

Kv, mamma.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:34

5 identicon

Ja hérna - vona að þið séuð ekki farin að spangóla eða urra af hundaátinu.  En afleiðingar kanínukjötáts eru ábyggilega mun betri;  t.d. get ég ímyndað mér að Alda yrði hrikalega krúttleg með löng kanínueyru og dindil.  Er þó ekki alveg viss um hvernig það myndi fara Addó.....hm...

Bestu kveðjur frá Böggu

Björg Rúnarsd. (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 16:17

6 identicon

æðislegt hvað ferðin gékk vel... og frábært kvöldmatseðill, verður gaman að fylgjast með honum hjá ykkur næstu 10 vikurnar.. ;) Hlakka til næstu bloggfærslu ;)

Erla Heimisd. (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:18

7 identicon

Gott að vita af ykkur á leiðarenda - þetta með hundinn er alveg magnað.  Fyrir mér er þetta eins og "Fear-factor" en ánægð með stelpuna að taka menninguna beint í æð. Gangi ykkur vel áfram, kv Inga Sigga

Inga Sigga (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 01:05

8 identicon

Gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að kommenta Okkur hefur bara liðið vel í dag þannig að hundaátið í gær hefur ekki gert okkur neitt slæmt. Við höfum hvorki gelt né hafa vaxið á okkur kanínueyru þannig að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur Kvöldmaturinn í kvöld var hins vegar með venjulegra móti, þ.e. KFC hehe... við vorum orðin svo svöng að það var bara farið á næsta stað sem var í boði....

Alda (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 15:23

9 identicon

Úff ég las fyrst nýjustu fréttina - það er eins gott að fela hundinn þegar þið komið til baka

Hansína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:22

10 identicon

Ojbara með fullun maga af Snata greyinu :( Þessu hefði ég ekki þorað.

Þá er bara spurning hvað verður um Bellu þegar þú mætir á klakann, þú reddar kannski einhverri góðri uppskrift af kanínukássu fyrir mig,,, því kreppan verður þá skollinn á af alvöru hérna á Íslandinu góða þegar þú kemur aftur :)

kveðja Gvendur dúllari 

Gummi (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 21:34

11 Smámynd: Addó og Alda

Addó getur pottþétt gefið þér góða uppskrift af kássu. Held samt það sé best að leyfa Bellu bara að vera í friði. Ég lofa allavega að ráðast ekki á hana. Kv. Alda

Addó og Alda, 31.8.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband