27.8.2009 | 17:21
Komin til Köpen
Mætt í kóngsins Köpen í 3 tíma stopp. Fengum okkur Sprite á 500 kall og gjaldeyrinn langt kominn. Vonum að Facebook virki í Kína en annars er það bara þetta blogg Höfum þetta ekki lengra í bili en bætum einhverju við þegar við komum til Beijing.
Athugasemdir
Frábært að geta fylgst með ferðinni ykkar:) njótið ykkar í botn,,,knús á ykkur.
Bertína (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:59
Ég er gríðarlega ánægð með þetta framtak hjá ykkur! :) Góða ferð.
Marta (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 18:05
Það verður gaman að fylgjast með.. Hafið það súper gott
Kolla (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 18:17
Æðislegt að lesa um ævintýrin í útlöndum ! Vona að þið hafið það ofsa gott :)
Bryndís (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:18
Hlakka til að heyra meira. Góða ferð!
Þóra (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:29
Frábært að fá að fylgjast með ævintýrinu. Gangi ykkur vel og góða ferð. Við verðum dúleg að commenta úr vinnunni þegar það kemur "dauður" tími ;-)
Ásdís (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:30
P.s. Köben er vanalega skrifað með b-i en ekki p-i! :) It hurts my eyes að sjá þetta svona. Geri ráð fyrir að systir mín hafi ekki skrifað þetta.
P.s.s. Vona innilega að Facebook virki í Kína. Annað væri skandall.
Marta (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:52
Ekki kaupa meira sprite
Hlakka til að heyra meira, kv Inga
Inga Sigga (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 00:36
Hlakka til að fylgjast með ykkur á blogginu. Vonandi gengur allt vel. kv, mamma
Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 13:41
við reynum að vera dugleg með ferðasögurnar en höfum engan áhuga á að fá einhv. komment um stafsetningarvillur takk fyrir... en jú vorum bæði að spá í þessu... og þegiðu svo...
addo (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:09
Hæhæ, vonandi hafið þið ekki orðið gjaldþrota áður en þið yfirgáfuð Köben
- eins gott að stoppið þar var bara stutt, enda Alda mín mikill Kókþambari.
Var búin að steingleyma að þið ætluðuð fyrst til Peking og bað ykkur því góðs nætursvefns í Quingdao....sorry.....sofið bara vel í Peking í staðinn.....
Björg Rúnarsd. (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:10
Ég vissi að Marta myndi segja eitthvað um stafsetninguna á þessu orði... vorum sko að ræða þetta þegar við skrifuðum færsluna. En varðandi Facebook þá er ekki hægt að komast inn á það hér í Kína nema kaupa sérstakt forrit. Við skoðum það eftir helgi.
Alda (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.