Færsluflokkur: Bloggar

Hrísgrjónaakrar

ferdalag2_377_923740.jpgÞá er ég búin að setja seinni hluta myndanna frá Guilin inn á myndasíðuna.

Við fórum að skoða Longji hrísgrjónaakrana (Longji´s rice terrace) í Longsheng héraðinu sem er um 1,5 klst. akstur frá Guilin. Á þessu svæði búa tveir sérstakir ættbálkar - Zhuang og Yao - sem eiga mikla sögu og sérstakar hefðir.

Svæðið þarna er rosalega stórt - um 66 hektarar - en hrísgrjónin eru ræktuð á einhvers konar pöllum sem hafa verið gerðir í fjöllin svo svæðið nýtist sem best. Það var smá ganga að fara alveg upp á topp en vel þess virði fyrir frábært útsýni yfir akrana - hefði verið enn flottara ef veðrið hefði verið aðeins betra. Wink Það næst ein uppskera á ári. Á vorin er sáð í akrana en á haustin er uppskerutími. Það var einmitt verið að skera stráin þegar við vorum þarna. Á veturna er svo allt þakið snjó þarna þar sem þetta er hátt uppi eða í um 1100 metra hæð.

Við hittum svo eitthvað af því fólki sem býr þarna. Konurnar þarna klippa t.d. ekki hárið á sér fyrr en við 18 ára aldur. Þá er hárið samt geymt og haft áfram á höfðinu - því er vafið í hnút með því hári sem er enn á höfðinu. Það var mjög flott að sjá þetta svakalega mikla hár. Klæðaburður fólksins var líka sérstakur og útlit þeirra almennt mjög áhugavert. Happy

Við fengum okkur bambus hrísgrjón að borða en þau er matreidd þannig að hrísgrjónin eru elduð inni í stórum bambusstöngum. Af því fæst mjög sérstakt bragð en grjónin verða mjög límkennd við þetta og eru því frekar spes. Á þessum stað eru líka chili tré og allskonar önnur ræktun. Við keyptum t.d. Sweet Ginger Candy - sætt engifer nammi - sem er unnið á staðnum. Svo fengum við okkur líka sérstakt engifer te sem á að vera allra meina bót og gerir mann líka fallegan! hehe... Tounge

Síðasta daginn okkar í Guilin var hálfgerður letidagur... Fengum okkur að borða, fórum svo í fótanudd þar sem við fengum fræðslu um alla punktana undir iljunum. Enduðum svo ferðina á því að fara að borða á Rosmary´s veitingastaðnum sem er besti veitingastaður sem við höfum fundið í Kína... eða allavega í Guilin. Fórum þrisvar að borða þar á þeim þremur dögum sem við vorum í Guilin... hehe. Hey, ef maður finnur eitthvað gott - til hvers þá að breyta! Cool

Allt í allt var þetta mjög skemmtileg ferð. Grin Skoðið endilega myndirnar...



Guilin - myndir

Góðan og blessaðan föstudag kæru landsmenn nær og fjær ... djók... Tounge

ferdalag_193_923038.jpgVar að henda inn myndum frá fyrsta deginum okkar í Guilin en þá fórum við í siglingu niður ánna Li á bambusbát. Við byrjuðum á því að vera sex saman á einum bát en svo var okkur skipt upp því það er víst bannað að vera fleiri en fjórir á hverjum fleka. Ég, Addó og Ágúst fórum því yfir á annan bát og sigldum á honum í smá tíma. Svo þurftum við að skipta aftur um bát - vitum ekki alveg af hverju - þannig að við prófuðum þrjá mismunandi bambusbáta hehe... 

Eftir bátsferðina fórum við til bæjarins Yangshou þar sem við eyddum restinni af deginum við að rölta um miðbæinn og skoða okkur um. Við stoppuðum í hádegismat á Meiyou veitingastaðnum sem var vægast sagt hryllilegur. Við vorum þrjú sem fengum okkur Hawai pizzu sem var súr Sick og Helga fékk sér Margaritu pizzu sem var með einhvers konar rauðu hlaupi/sultu en ekki pizzu sósu! Þetta var einn versti matur sem við höfum smakkað hér í Kína. Nafnið á veitingastaðnum þýðir "Ekkert veitingastaður" - frekar viðeigandi nafn hehe... Tounge

Annars var mjög skrítið að koma til Guilin - mér fannst eins og ég hefði farið svona 20-30 ár aftur í tímann. Þessi staður er miklu kínverskari heldur en þeir staðir sem ég hafði séð áður.

Set svo inn myndirnar frá hrísgrjónaökrunum í Guilin í kvöld eða á morgun... Við tókum svo margar myndir að það tekur hellings tíma að sortera þær bestu út... Wink

Addó er núna byrjaður í skólanum eftir hádegi líka, þannig að nú er námið hjá honum komið á fullt - heimalærdómur og læti á hverjum degi. Ég ætla að fara í spinning á eftir og svo ætlar allur hópurinn út að borða á veitingastað sem var að opna hér í Qingdao. Á morgun ætla Addó og Ágúst að elda handa öllum íslenska hópnum - nautasteik með bernaise sósu - heima hjá Hjördísi og Silju. Maður gerir ekkert annað en að borða hérna úff... 

Góða helgi Smile


Nobody but you

i-want-nobody-nobody-but-you-20090719092952.jpg

Langaði nú bara að deila með ykkur laginu sem ég er með á heilanum þessa stundina... Þetta er rosa vinsælt lag hér í Kína með kóresku rokksveitinni Wonder Girls... Lagið er bæði spilað í spinning tímum og á skemmtistöðunum...

Getið fundið lagið á þessari slóð:

http://www.mp3-codes.com/play/161923/Wonder_Girls-Nobody_(Nobody_But_You)

Lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum... allavega ekki með viðlagið - ég er alveg með það á heilanum hehe Cool

Góða skemmtun Tounge


Shanghai - myndir

Var að skella inn myndum frá fyrri helmingi ferðalagsins, þ.e. dvölinni í Shanghai. Addó var búinn að skrifa inn flest allt sem við gerðum þar, þannig að ég er ekkert að endurtaka það. Wink

Hann gleymdi samt að minnast á það að við fórum á japanskan veitingastað þar sem við fórum í svona "all you can eat" dæmi... og því urðum við auðvitað að nýta tækifærið og panta allskonar skrítinn mat, t.d. kolkrabba og ál. Shocking

Við fórum svo tvisvar á skemmtistað sem heitir Zapatas en fyrra kvöldið þar var alveg með ólíkindum hversu slæmir dansarar voru á dansgólfinu. Það var alveg ljótudansakvöld það skiptið... Við skemmtum okkur stórvel við að horfa á tilburðina - veit að maður á ekki að hlægja að öðrum þannig að við reyndum að fara leynt með það. Blush Við ákváðum svo að taka bara sama pakka kvöldið eftir og flippuðum út við að reyna að vera sem hallærislegust. Það var bara gaman. Tounge

Það er alveg óhætt að segja að Shanghai er STÓRBORG. Rosa flottar byggingar, mikil ljósashow og bara svaka mikið af matar- og skemmtistöðum. Cool

Set svo inn myndirnar frá seinni hluta ferðarinnar síðar í vikunni. Við tókum svo mikið af myndum að það er margra tíma verk að fara í gegnum þetta og setja í tímaröð. Whistling

Biðjum að heilsa í bili... og já, það eru bara 3 vikur þangað til ég kem heim. Hvað gerðist eiginlega? Woundering


Smá ferðasaga

Frívikan

Erum stödd í Guilin eins og er og búin að hafa það mjög gott síðastliðna viku bara. Búið að fara til Shanghai, þar sem allir misstu sig algerlega á mörkuðunum og fólk að fá símhringingar frá vísa um það hvað sé í gangi hérna í Kína...  fyrsti dagur ferðarinnar í Shanghai var að koma sér fyrir á hótelinu og svo farið beint á Nanjing, sem er risavaxin verslunargata í Shanghai. Allt heldur stærra en í litlu Qingdao okkar og fannst sumum þetta heldur óþægilega mikið af fólki á einum stað, enda varla hægt að þverfóta þarna fyrir fólki.

En við létum það þó ekki stoppa okkur og æddum af stað niður Nanjing í matarleit og voru einhverjar hugmyndir um KFC en sökum þess að lýðheilsustöð fylgist grannt með okkur varð Pizza Hut fyrir valinu, miklu betra alveg :)  þar var ég minntur á að maður á bara að fá sér pizzu á pizza stöðum og pasta á Ítölskum stöðum. Gleymdi því reyndar í dag ásamt fleirum þegar við fengum okkur pizzu á einum kínverskum hérna í dag...  úfff það var mesta viðbjóðs pizza sem ég hef bragðað á held ég bara...  en áfram í Shanghai, við þrömmuðum svo niður göngugötuna eftir matinn og stelpurnar beint inn í einhverja "rosa fína búð" en Ágúst og Snorri höfðu vit á því að forða sér í burtu meðan ég sat fyrir utan og fylgdist með mannlífinu, sem var ansi merkilegt og komst að því að það kom einhver að tína upp úr ruslafötu, sem var þarna rétt hjá mér á svona ca 3-5 mín fresti, það stoppaði því engin dós, flaska, kveikjari, pappaspjald eða poki lengi þarna í tunnunni og má segja að Kínverjarnir séu með mikla endurvinnsluhæfileika miðað við þessar pælingar mínar... 

Ég og Alda fórum svo beinustu leið í risa moll eða The Super Brand Mall eins og það er kallað, sem er hinumegin við ánna, á Pudong svæðinu sem er fjármálahverfið í Shanghai og þar var maður dreginn um eins og þræll frá fyrri öldum um allt svæðið og látinn bera mörg tonn af pokum sem var að sjálfsögðu alveg hrikalega gaman fyrir mig eins og gefur að skilja, maður á bara að horfa á þetta með opnum hug eins og mér var bara bent á  og þá er þetta bara allt gott :) ...   Við sáum svo mæðgurnar skömmu eftir að við mættum þarna í mollið inn í H&M og voru þær vel klifjaðar en vantaði burðarmann eins og mín hafði þannig að þær náðu ekki að versla alveg jafn mikið, en stór sá samt á öllum búðarhillum eftir þessa dvöl okkar þarna í H&M... 

Dagur tvö...  fórum að skoða TV Tower sem er mögnuð bygging og held ég fari með rétt mál, annar stærsti svona turn í heimi eða 350 metrar þar sem maður fær að fara hæðst. Við mættum á svæðið upp úr 10 og ætluðum sko að vera snemma til að þurfa ekki að bíða mjög lengi í röð.... já einmitt...  það var kílómeters röð bara til að komast inn í bygginguna....  annar kílómeter til að komast að lyftunni og þurftum svo aftur að bíða til að taka lyftu nr 2 til að komast alla leið...  þetta tók um 3 klukkustundir og vorum svo í 10 mínútur uppi og tókum svo ekki nema ca 25-30 min að komast niður og út aftur...

En þetta var góð ferð og gaman að sjá Shanghai frá þessu sjónarhorni sem ég hafði þó áður séð. Eftir þessa dvöl okkar þarna við turninn var ákveðið að fara á markað sem við svo gerðum og allir misstu vitið þegar þangað var komið, það var shoppað eins og enginn væri morgundagurinn...  nærur, sokkar, bolir, skór, og og og og og.... kreisí Íslendingar... 

Það var svo ákveðið að stelpurnar færu aftur í mollið daginn eftir meðan ég og feðgarnir, Ágúst og Snorri, færum á raftækjamarkað...  jamm jamm....  fá að fikta í tökkum og skoða einhv græjur. Við eyddum ca 4-5 tímum í að skoða og fá verð í allskonar drasl meðan stelpurnar gerðu allt vitlaust í stóra mollinu, það var svo borðað og við hittumst svo öll aftur til að fara aftur á markaðinn...  því það var ekki búið að kaupa alveg nógu mikið sko...  það voru flestir farnir að þekkja okkur þarna á markaðnum enda ekki skrítið þar sem allir hraðbankar voru að verða tómir þarna í hverfinu eftir þetta tveggja daga brjálæði...  það var búið að læsa öllu á markaðnum báða dagana sem við fórum klifjuð af drasli út og liðið með stjörnur í augunum að telja seðlana í öllum básum eftir okkur...

Síðasti dagurinn okkar í Shanghai var ákveðið að fara aftur á markaðinn því við urðum að kaupa fleiri töskur til að koma öllu dótinu fyrir þannig að það var ætt af stað fyrir hádegi en hafði verið ákveðið að hitta hana Amöndu góða vinkonu mína hérna í Kína í hádegismat. Hún sýndi okkur 5 stjörnu hótel sem hún er að vinna á og er það allt gert úr endurunnu efni, gamlir múrsteinar og fjalir sem gerir það mjög flott. Enda kostar nóttin á svítunni þar um 80 þúsund íslenskar ... ekki nema Wink  Fórum svo að borða þar sem ég komst að því að hún væri orðin GIFT kona... og hittum svo eiginmanninn eftir matinn. Hún var rosa glöð og búin að fá stöðuhækkun á hótelinu og var mjög gaman að hitta hana aftur.

Það var svo farið á markaðinn að sjálfsögðu í töskuleit sem tókst alveg með ágætum ásamt smá öðru með auðvitað... smá bindi, eina peysu, nokkra sokka og svona... varð til þess að það komst svo ekkert allt í töskurnar hjá okkur og urðum að taka með okkur poka í flugið með skóm, peysum og öllu þessu dótaríi þið vitið...Skruppum svo aðeins í gamla bæinn og röltum þar um í smá stund... og versluðum smá ... hehe...

Við smelltum okkur á gamlar heimaslóðir mínar í Shanghai og fórum í nudd þar sem ég og gamlir skólafélagar fórum mikið á og fengum okkur klukkutíma táslunudd sem var alveg helv gott eftir allt þetta labb á mörkuðunum Wink

Komum svo til Guilin í gær og  eyddum deginum á ánni Li sem var alveg hrikalega fallegt og verður sett inn myndasería af því öllu saman seinna.  Við ákváðum að taka lokalinn á þetta og tókum litla pramma með þessum fínu bambus stólum á, niður ánna þar sem okkur þótti vera okrað heldur mikið á þessum stóru fínu bátum sem eru eins og síldartunnur það er troðið svo í þá. Eftir ferðina niður var okkur svo troðið í eitthvað tæki sem ég get varla lýst nema kannski eins og hálfri stærð af svona litlu bitaboxi sem var búið að taka báðar hliðar af og setja trébekki í. Heldur sérstakt en við komumst á leiðarenda sem var Yangshuo (ef ég man rétt) og fengum þar þessa ógeðspizzu sem ég var búin að minnast á áður...

Á morgun verður svo farið á hrísgrjóna akra  sem verður vonandi gaman að sjá... 

Mikið búið að gerast og segjum ykkur meira síðar Smile


Frí og ferðalög...

Jæja, þá erum við búin að vera í fríi síðan á miðvikudaginn - eða ég er reyndar búin að vera í fríi síðan í ágúst hehe Tounge ... og erum búin að labba og labba síðan þá. Strandlengjan hér er ansi löng og við ætlum okkur að ganga hana alla áður en ég fer heim. Þetta er því framhaldsverkefni. Wink Setti inn myndir frá þessum gönguferðum í nýtt albúm á myndasíðuna.

Á fimmtudaginn hittumst við hjá stelpunum þar sem Addó og Ágúst elduðu handa okkur pasta og hvítlauksbrauð en kvöldinu var annars varið í að horfa á hátíðarhöldin í Peking sem voru sýnd beint í sjónvarpinu. Þetta var svakalega flott sýning sem tók marga klukkutíma. Í gær fór svo sami hópur út að borða á Yamuna (mjög flottur og góður indverskur staður) en eftir það var kíkt í strandpartý sem Fabrice (franskur kunningi okkar) var að halda. Það var orðið eitthvað fámennt í partýinu þegar við komum og því var bara kíkt aðeins á þessa venjulegu staði - New York bar og Le Bang. 

Á morgun höldum við svo til Shanghai, ásamt fjórum öðrum Íslendingum. Komum ekki aftur til Qingdao fyrr en um miðnætti sunnudaginn 11. október. Cool

Ef við værum á Íslandi í dag, þá værum við á leið í partý til Binna og Helenu í kvöld. Við óskum þeim hins vegar bara til hamingju með íbúðina og skálum fyrir þeim hér í Kína í staðinn. Wink Góða skemmtun í kvöld. Biðjum að heilsa. 


Flugeldasýning í gær

Kínverjar eru sko ekkert að spara hátíðarhöldin hér í tilefni 60 ára afmælisins... Flugeldasýningin í gær tók 30 mínútur og var bara mjög flott. Aðeins flottari en á Menningarnótt - líklega svipuð og á Ljósanótt (smá Keflavíkurhúmor). Tounge

kefairport

 

Við skelltum okkur á The Diner að borða fyrir sýninguna og þar sáum við gaur frá Kóreu sem var í bol merktum Íslandi. Bara fyndið. Hann vissi ekkert um Ísland og sagði bara að vinur sinn hefði gefið sér þennan bol hehe... Grin

Hátíðarhöldin halda svo áfram í dag. Við erum núna að horfa á beina útsendingu frá Peking í sjónvarpinu þar sem í gangi er svakalegasta skrúðganga / marsering sem ég hef séð. Ég held að ástæðan fyrir að Kínverjar eru svona góðir í að mynda beinar raðir og allir í takt, er að þau eru öll svo eins, það eru allir þarna jafnháir og því enginn einn sem stendur upp úr og tekur stærri skref en hinir. Joyful

Við fórum í smá gönguferð um Ólympíusvæðið í gær - það eru komnar myndir frá því inn á myndasíðuna og líka frá gærkveldinu. Myndavélin varð samt batteríslaus í gærkveldi þannig að það var lítið tekið af myndum...


Frí framundan...

kakaGleymdi alveg að segja ykkur að ég fékk mér súkkulaðiköku síðustu helgi... hún var ekki góð eða reyndar var kremið fínt en kakan sjálf var eins og pappi. Angry

Ég ætla að gera eina tilraun enn með þessar kökur hér í Kína... eftir það verð ég að játa mig sigraða. Frown

Addó er núna í kínversku prófi en svo er hann kominn í frí þangað til 12. október. Það er aldeilis gott haustfrí. W00t

 

 Í kvöld verður flugeldasýning niðri á 4. maí torginu. Á morgun verða svo svaka hátíðarhöld til að fagna 60 ára afmæli "The people´s republic of China"... gaman af því. Tounge Minnismerkið sem er eiginlega aftast í myndaalbúminu sem ég setti inn um daginn (allar rósirnar) var einmitt sett upp í tilefni af þessum hátíðarhöldum.

kungfuLæt svo eina mynd fylgja með af nemendum hér við skólann sem eru í einhverjum Kung Fu æfingum fyrir utan gluggann hjá mér á hverjum degi. Þetta eru tveggja tíma æfingar hjá þeim á hverjum virkum degi... sum eru orðin svaka klár hehe...

 

 

 

Ég læt hins vegar duga að fara bara í venjulega rækt. Er búin að prófa fjóra spinning kennara. Einn þeirra er rosa góður og ég ætla að mæta til hans tvisvar í viku. Hinir þrír eru ekkert spes. Pouty

bretti Ég ákvað svo að taka mynd af einu hlaupabrettinu sem er í ræktinni minni ... Ásdís, Erla, Ágústa og aðrir Hress-arar... kannist þið ekki við þetta hehe ... Getið smellt á myndina til að sjá hana stærri og öll kínversku táknin ... sem betur fer man ég alveg hvað er hvað og þarf ekki að spá í kínverskunni Cool

 

 Jæja, hætt að hanga í tölvunni... Biðjum að heilsa til kalda landsins Wink


Túristapakki á laugardaginn...

Við fengum athugasemd í kommentunum um daginn, þar sem okkur var bent á að KFC væri kannski ekki það hollasta sem hægt væri að borða. Við höfum því passað okkur undanfarið og höfum beint hádegis-viðskiptum okkar til tveggja matsölustaða sem við köllum Pepsi og Kók (annar staðurinn er með Pepsi og hinn með Kók). Það hafa reyndar mörg ykkar hneykslast ansi mikið á þessum stöðum, þar sem myndirnar eru ekki beint þær snyrtilegustu. Spurning hvort Elva og Lýðheilsustöð séu sáttari við þann mat en KFC? Tounge Ég setti nokkrar myndir frá Pepsi staðnum inn á myndasíðuna þannig að þið getið séð að maturinn þar er alveg girnilegur. Svo er þetta bara svo ódýrt... fórum áðan að borða og maturinn með drykkjum fyrir okkur tvö, kostaði 19 yuan sem er tæplega 400 kr.

Á laugardaginn fór hluti af íslenska hópnum í ferð um gamla bæinn hér í Qingdao. Við gengum þarna um eins og herforingjar og skoðuðum okkur um. Byggingarnar þarna eru margar hverjar ansi niðurníddar og sóðaskapurinn oft nokkuð mikill. Það kom stundum fyrir að manni fannst eins og það væri hægt að taka mynd af lyktinni, því hún var svo sterk. Þetta var fínasti túristadagur sem endaði með stoppi á útsýnisturni þar sem hópurinn fékk sér bjór/kók og popp/nammi. Um kvöldið fór svo sami hópur að borða á ítölskum stað, Cassani, sem var alveg ágætur. Eftir matinn var keyptur bjór í poka (frekar fyndið fyrirbæri) en það mátti auðvitað ekki renna af liðinu meðan gengið var yfir á New York bar. Tounge

Sunnudagurinn fór svo í að plana frívikuna sem byrjar núna á fimmtudaginn. Við erum búin að bóka flug til Shanghai næsta sunnudag, þ.e. 4. okt, förum svo til Guilin fimmtudaginn 8. okt þar sem við verðum fram á sunnudaginn 11. okt. Við erum sex sem ætlum að fara saman og skoða okkur aðeins um hér í Kína. Það verður örugglega mjög fínt. Smile

Við áttum ekki til orð þegar við vorum búin að bóka flugið, því þar sem þetta voru svo háar upphæðir (35 þús. á mann - alveg gríðarlega miklir peningar - NOT) vildi ferðaskrifstofan fá sérstaka skriflega staðfestingu frá okkur um að við værum virkilega að panta allar þessar ferðir, ásamt mynd af kreditkortinu (báðum hliðum) og vegabréfinu. Þetta átti svo að faxa til þeirra. Eftir nokkur símtöl við kínverskar ferðaskrifstofudömur, sem töluðu misjafna ensku, reddaðist þetta þó allt saman en fyrst þurftum við að svara fyrir hvað við værum að gera í Kína, í hvaða skóla "við" værum, hversu margir Íslendingar ætluðu að ferðast saman, af hverju ein í hópnum væri svona ung o.s.frv. Þetta var alveg þriðju gráðu yfirheyrsla hehe... Shocking

Kíkið endilega á myndirnar frá helginni inni á myndasíðunni. Læt svo fylgja eina mynd hér með sem ég tók í strætó í gær. Strákurinn bara með sprellan út í loftið eins og ekkert sé eðlilegra í kloflausu buxunum sínum. Whistling

kloflausar buxur

 


Ræktin...

Jæja, þá er allt farið á fullt í ræktinni. Búin að mæta fjórum sinnum á fjórum dögum. Komst loksins í spinning í gær. Það var bara fínt að fara í góða brennslu. Smile

Spinning tíminn var allt öðruvísi en ég er vön. Í fyrsta lagi þekkti ég held ég bara 3 lög en það var búið að hraða þeim lögum, þ.e. þetta var einhvers konar teknó/dans - remix af lögunum. Í öðru lagi var aldrei tekið lag þar sem maður átti að þyngja í botn, þannig að maður rétt getur hreyft pedalana. Í þriðja lagi var rosalega mikið af æfingum fyrir hendur. Það var í öðru hverju lagi sem maður þurfti að hreyfa efri hluta líkamans, t.d. upp og niður, fjórar tegundir af armbeygjum, hreyfa líkamann til hliðar í takt við hvernig maður hjólaði og svo alls konar útfærslur á þessu. Svo voru allskonar handahreyfingar upp og niður og til hliðar og fram og á ská og.. og.. hehehe... Það var mjög góður taktur í lögunum og auðvelt að hjóla í takt við þau þannig að það skipti ekki máli þó ég hafi ekki heyrt þau áður. Þannig að þetta var bara mjög skemmtilegt.  Grin

Kíktum aðeins í matvörubúðina í gær og þar sem ég var með myndavélina á mér, smellti ég af nokkrum "girnilegum" hlutum sem fást þar. Myndirnar eru komnar á myndasíðuna (það er kominn linkur inn á myndasíðuna hér til hliðar).  Wink

Helgin er nokkuð óráðin fyrir utan að við ætlum að fá okkur gott að borða, t.d. á indverska staðnum sem er í uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég ætla svo líka að fá mér KÖKU á nammideginum hehe... og svo vorum við að hugsa um að skoða okkur aðeins betur um í borginni, t.d. dýra- og grasagarðinn og svo gamla bæinn. Annars erum við ekki mikið að plana þetta... gerum bara það sem við nennum hverju sinni. Cool

Biðjum að heilsa að bili...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband