24.11.2009 | 01:37
Back in Qingdao
Góð helgi að baki þar sem ég var að meðhöndla veiðidót 12 tíma á dag alla helgina, verður nú ekki mikið betra en það hérna einn í kína. Skoðaði veiðiverksmiðjur og sá aðbúnað vinnufólks sem var heldur misjafn og líklega ekki hægt að bjóða mörgum upp á það heima. Fékk að breyta hönnun á veiðitöskum sem mér fannst ábatavant, skoða hvernig veiðihjól eru búin til, töskuverksmiðju, plast og kork verksmiðju svo eitthvað sé nefnt. Ég fékk margt undarlegt að borða í þessari ferð líka. Fór á veitingastað og fengum okkur froskarétt , froskurinn er borinn fram niður saxaður með öllum beinum í svo maður þarf að spýta út úr sér öllum beinum og er það bara gert á borðið, ég ákvað að gera bara eins og heimamenn og taka villimanninn á þetta og í lokin var komin góð og myndarleg hrúga á boriðið hjá mér. Á öðrum stað fékk ég lifandi risarækjur á teini sem ég átti að setja ofan í sjóðandi pott sem var á boðinu hjá mér, mjög merkilegt og frekar góðar rækjur bara, maður fær þær allavega ekki ferskari en þetta held ég. Fékk líka litla vatna krabba í heimahúsi sem var stórmerkilegt að fólk nenni að leggja á sig að borða, sjúga úr öllum löppum og frekar eitthvað svona skrítnar aðfarir við að borða hann... hann bragðaðist þó ekkert illa en myndi nú ekkert sækjast sérstaklega í að fá hann aftur. Góð ferð í flottri borg sem ég væri þó til í að heimsækja aftur að sumri til.
Heimferðin frá Yangzhou, af fenginni reynslu klæddi ég mig heldur betur á heimleiðinni, fór í tvenna sokka, tvenna boli þykka peysu, jakka og með aðra rennda peysu með mér til að breiða yfir mig og hafa það kósý bara. Ég mætti í rútuna dúðaður eins og michelin kallinn og ætlaði að hlamma mér í sætið mitt sem var nr 6 og átti að vera þarna nánast fremst í rútunni en bílstjórinn dró mig aftar í besta sætið í bussanum að hans sögn því þar var reyndar aðeins meira pláss fyrir lappirnar... ég var ánægður með það bara og þakkaði pent, var eins og kóngurinn væri mættur þarna og mönnum fleygt úr sætunum sínum fyrir mann... það var svo haldið af stað til Qingdao og ég frekar ánægður með mig í fína sætinu og vel dúðaður við öllu viðbúinn með nóg af mat og nýbúinn að kreista hvern einasta pissudropa út sem hægt var að kreista... á heimleiðinni var þó miðstöðin ekkert spöruð og var hún brúkuð alla leiðina heim í þessa 8 tíma og var orðið eins og í eyðimörk klukkustund eftir brottför og ég orðinn hálf nakinn þegar við komumst á leiðar enda. Þessi ferð var heldur viðburðar meiri en sú fyrri.
við vorum nýlega lögð af stað þegar fyrsta klósettferð hjá einum rúmlega eins árs í svona rassabuxum varð, pabbinn hélt á stráksa út glenntum, beint fyrir framan nefið á mér, yfir ruslafötu sem var þarna fyrir miðri rútu. Stráksi vildi þó ekkert pissa þó gamli hafi bunað út úr sér alls kyns vatnslosandi hljóðum svo mér varð hálfpartinn mál bara... hálftíma síðar voru feðgarnir mættir í tilraun tvö og ég ennþá í stúkusætinu, gamli byrjaði á pissuhljóðunum sem virkuðu þó á stráksa í þetta skiptið og lét vaða í fötuna, aðeins útfyrir en það virtist nú bara alveg í góðu og enginn að kippa sér upp við það.
Það var stoppað í hádegismat þar sem einn rútumannanna kom að mér meðan ég var að borða mandarínur úti í kuldanum og fór að tala við mig, kom í ljós að hann stundaði rannsóknir og nám í animal sex.. og hafði verið í Skotlandi í hálft ár að spekúlera eitthvað í þeim fræðum og kynnst þar 2 Íslendingum og hvaðeina. Það var ekki mikið hægt að sofa í þessari ferð þar sem bílstjórinn lág á flautunni nánast alla leiðina, af þessum 8 tímum voru flautaðir svona um 6 tímar samfleytt... og urðu greinilega allir að vita að hann væri þarna á ferð... pósturinn páll mættur á svæðið bara.
Businn var svo nýlega lagður af stað þegar feðgarnir mættu að fötunni að kreista úr stráksa með pissuhljóðunum sem virkuðu eitthvað öðruvísi en þau höfðu gert í fyrri ferðum þeirra feðga þarna fyrir framan mig og stráksi lumaði einum stórum út og framhjá fötunni beint á gólfið í bussanum. Gamli tók eftir þessu þar sem hægðirnar lentu nánast ofan á skónum hjá honum og fór að gala þarna á mömmuna sem kom að virtist fljúgandi að með dagblöð og setti undir bossann á stráksa,,, en stráksi var nú bara búinn að losa allt og var þarna í fanginu á gamla út glenntur brosandi allan hringinn og ferlega ánægður með sig bara.
Ég varð hálf feginn við heimkomu hérna í Qingdao og kvaddi stráksa, sem ég var nú búinn að sjá full mikið af og animal loverinn og dreif mig bara hingað heim í vistarherbergið .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2009 | 00:58
Road trip to Yangzhou
Ég ákvað að heimsækja yangzhou, borg sem er ekki langt frá Shanghai og rétt við Nanjing. Ég ætla að vera hérna yfir helgina og skoða mig aðeins um, veiðidót og eitthvað svona túrista dótarí. Mér var sagt að þetta væri ekki nema svona 7 tímar í rútu og bara svona eins og að taka Grey Hound í Ameríku,,, veit samt ekki alveg með það nema þá fyrir svona 30 árum eða svo... hehe.. en hvað um það ég sló til og smellti mér í bussann Það er orðið dáldið kalt hérna í Kína eins og ég hef eitthvað komið inná áður sagt, sem minnir mig á það já...
Ég fór í ræktina síðastliðinn þriðjudag sem er nú svosem ekkert merkilegt nema hvað mér varð svo hrikalega kalt á heimleiðinni að ég hélt ég yrði bara úti... þegar ég kom heim dreif ég mig beint í sturtuna og dauðbrá þegar mér var litið niður og sá... bara nánast ekki neitt.... hélt ég hefði breyst í Kínverja á heimleiðinni svona miðað við það sem maður sér í búningsklefanum hérna... eða öllu heldur sér ekki... ég stekk að speglinum til að athuga hvort ég væri ekki örugglega ennþá jafn hvítur, eða bara farið alla leið og kominn með svart hár, lokuð augu og dvergvaxinn á alla kanta... sem betur fer var það nú ekki raunin og þetta lagaðist nú allt saman eftir heita og góða sturtu...
En já rútan sem ég kom með á þessum ískalda fimmtudegi var eins og frystiklefi, ekkert verið að setja heitan blástur á mann neitt... það voru allir í rútunni vel dúðaðir nema Íslendingurinn að sjálfsögðu. Ég sat því þarna í 8 og hálfann tíma.. lengdist aðeins ferðin að sjálfsögðu... í sæti sem var hannað fyrir 6 ára skólakrakka, að krókna úr kulda og glorsoltinn því businn var ekkert að stoppa í pissu- eða næringarstopp heldur... eða allavega frekar takmarkað og staðurinn sem var stoppað á fyrir hádegismat... já skulum ekkert fara út í það neitt... nema að þar sá ég einn inni á salerni með opna hurðina með félagann dinglandi yfir einni holuni þarna... voða glaður bara og ekkert eðlilegra en að gera þetta fyrir opnum dyrum bara
Þegar rútan lagði af stað frá Qingdao vorum við 5 farþegar, tveim tímum síðar og fimmtíu stoppum var businn smekk fullur af bæði fólki og farangri um öll hólf og gólf...
Þegar ég loks komst á leiðarenda stóð ég í skíta gaddi meðan ég beið eftir því að vera sóttur á stöðina, en komst loks í smá hlýju í bílnum sem sótti mig og náði loks smá il í kroppinn... svo gott fyrir kroppinn... ég fór svo á hótel og var því næst boðið í mat í heimahús hjá foreldrum þess sem ég er í heimsókn hjá hérna. Þetta var aðeins öðruvísi en maður er vanur en alveg stórmerkilegt að fá að koma svona inn á heimili hjá ókunnu fólki. Kínverjar eru eitt kurteisasta fólk sem ég hef kynnst þó þeir séu afar sérstakir. Ég fékk þarna heimatilbúinn mat og sátu allir kappklæddir í stofunni að borða. Vantaði bara húfu og vettlinga til að fullkomna eskimóa dressið hjá fólkinu. En þetta var mjög næs og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt...
Ég er nú kominn á hótelið aftur á leið í háttinn og stór dagur framundan á morgun.... ætla því ekki að hafa þetta lengra í bili...
Kv. Addó
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2009 | 06:17
Smá kína
Atriði frá fake markaðnum hérna sem ég mun sennilega seint gleyma.
Ég hafði farið um daginn og keypt mér þessa fínu puma skó en þeir voru heldur litlir á mig samt, ég ákvað því næst þegar ég fór að reyna að fá þá númerinu stærra sem var þá númer 45, sem er samt heldur minna en 45 heima... maður er ekki alveg með skíði sko... það var þó galli á að þetta virtist bara ekki vera til sama hvar ég spurði og var búið að reyna að koma mér í skó 44 með því að taka sólann sem er inní skónum út og svona eitthvað sniðugt.. voða þægilegt að vera í þeim þannig eða þannig.
Það skiptir ekki alveg máli hérna hvernig þetta lýtur út eða hvort þægindin eru til staðar... bara að troða manni í þetta og brosa með höndina úti að bíða eftir seðlunum... nema já síðasti básinn áður en ég gafst endanlega upp á að leita að þessari stærði í tiltekinni Puma gerð, var þegar ég var á básnum hjá einni kellu og spurði um númerið á minni snilldar kínversku að sjálfsögðu, og ýtti 44 skónum frá mér... kellan sem varð hrikalega æst og heimtaði að ég fengi mér nú bara sæti og hún potaði eitthvað út í loftið eins og hún ætti lífið að leysa, og þóttist ég skilja hana um að hún ætlaði bara að skreppa inn á lager að sækja þetta fyrir mig.. .
mikið varð ég glaður og fékk mér bara sæti og sá í hælana á kellu spóla fyrir hornið á básnum sínum og kom svo með enn meiri látum og ætlaði að rífa mig úr skónum sem ég var í og smella mér í nýju sem hún var með undir höndunum en neitaði að leifa mér að skoða þá... ég náði að halda mér í skónum mínum og rífa hina undan handakrikunum á henni til að skoða... kellingin stóð þarna fyrir framan mig á meðan galandi eins og hæna potandi út í allar áttir og á lappirnar á mér brosandi út af eyrum eins og hún væri búin að leysa öll heimsins vandamál.
við nánari athugun á skónum kom í ljós að hún hafði að sjálfsögðu rifið sólann úr skónum og lét það ekki duga heldur hafði hún reddað sér límmiða sem stóð á no 45... og límt yfir númerið 44 sem var á skónum... frábær redding og skildi lítið þegar ég fór að skelli hlægja þarna inni hjá henni og labbaði út... magnað fólk hérna og stórskemmtilegt... málið er að gefast bara aldrei upp við söluna, þá reddast þetta allt saman...
kv.addó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2009 | 16:10
Einn í Qingdao
Er orðinn einn hérna í köldu Qingdao. Er bara orðinn einn og yfirgefinn hér í Kína og Alda skvísa farin eins og flestir hafa líklega lesið :) Það er mjög einmanalegt hérna síðan hún fór og glatað að hafa hana ekki hérna þegar maður kemur í kaffinu og hádeginu... og kvöldin og allt það, að sjálfsögðu... en reyni að lifa þetta af, bara mánuður eftir hérna.
Síðastliðinn fimmtudag var skiptinemadagur hérna í skólanum og hvert land átti að vera með eitthvað atriði á sviðinu, elda mat eða bjóða uppá eitthvað frá hverju landi fyrir sig. Sverrir hennar Ásu kom með lakkrís og harðfisk sem við Íslendingarnir buðum svo uppá við misjafnan fögnuð Kínverjana... sumir fóru á bakvið súlu sem var þarna rétt hjá borðinu okkar og nánast köstuðu upp lakkrísnum en allir sammála um ágæti harðfisksins hjá okkur. Lakkrísinn vakti samt mikla lukku og margir sem komu að kíkja á þetta svarta sull sem við vorum að bjóða uppá.
Það var svo frí hjá öllum skiptinemunum á föstudeginum og var þá tekin skyndiákvörðun um að skella sér bara í helgarferð til Shanghai sem við svo gerðum. Vorum mættir, ég, Snorri sonur og hinn fóstri hans, Ágúst, til Shanghai um 5 leitið og beint á hótel sem var nú ekki alveg það flottasta sem maður hefur verið á en létum það duga, Ágúst varð samt að skoða ein 4 herbergi áður en hann fékk eitthvað sem hægt var að vera í.
Eftir að við vorum búnir að koma okkur fyrir var farið beint á Japanskan Tepaniaky i svakalega veislu þar sem átum á okkur gat. Kíktum svo aðeins út á lífið eins og gefur að skilja og fórum svo í nudd daginn eftir á gömlu nuddstofuna þar sem ég og Alda fórum í síðustu Shanghai ferð. Vorum þar nuddaðir í 90 min og skriðum þaðan út eins og spagettíkallar, vorum svo mjúkir og fínir. Þaðan var svo haldið á markaðinn ... nema hvað... og eitthvað bætt á sig þar þó svo að ég hafi nú verið rólegastur í því í þetta skiptið... vantaði alveg Öldu til að hvetja mig áfram í kaupunum... það var svo farið á indverskan og Windows þar sem við Íslendingarnir fórum oft á þegar við vorum þar frá Bifröst. Einn gamall betlari sem sat alltaf á tröppunum þar fyrir utan var fljótur að sjá mig koma röltandi þar að og taka mér fagnandi, var oft smá gat á vasanum hjá manni þegar við fórum þangað og datt aðeins í glasið hans af smá klinki, og gamli ekki búinn að gleyma því. Gamli leit vel út fyrir þá sem vilja vita og alltaf jafn brosmildur:)
Það var heldur heitara í Shanghai þar sem maður var bara á bolnum en hér í Qingdao er maður kominn í snjógalla. Well klukkan orðin 12 að miðnætti hérna hjá mér og þetta því ekki lengra hjá mér í þetta skiptið. Reyni að smella smá hérna inn annað slagið en lofa ekki jafn miklu og Alda gerði samt... það var jú fullt starf hjá henni hérna að halda blogginu við ...
Farinn að sakna ykkar allra þarna heima og hlakka til að sjá ykkur
Kv. Addó
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.11.2009 | 07:58
Ekki á morgun heldur hinn...
Jæja, þá er þessum 10 vikum bara að ljúka... Get nú ekki sagt að mig langi til að fara heim...
Við erum búin að vera á fullu síðustu daga að skoða og gera allskonar hluti hér í Qingdao. Fórum á saumamarkaðinn á fimmtudaginn - það var frekar skrautlegt - get ekki mælt með saumakonunum hérna ... Buxurnar mínar eru enn alltof stórar þrátt fyrir að ég hafi farið þrisvar að láta laga þær. Kápan sem ég pantaði var úr allt öðru efni en ég vildi - frekar mikið ljót bara. Ég heimtaði endurgreiðslu en konan neitaði því... það var frekar mikið rugl - að lokum endurgreiddi hún mér 200 af 320 (u.þ.b. 4000 kr. af 6400 kr) og ég hirti svo eitthvað pils sem var þarna í ósóttum pöntunum hehe... Það var reyndar frekar fyndið að pilsið passaði mér akkúrat. En mér var sko ekki hlátur í huga þegar kellingin var að reyna að pranga inn á mig þessari ljótu kápu - neitaði að endurgreiða mér og var bara með stæla. Maður þarf sko þvílíkt að passa sig þarna - ekki borga fyrirfram og taka efnisbút með sér til að geta sannað hvað maður pantaði.
Um helgina fór íslenski hópurinn að borða á kóreskum stað sem var mjög fínn. Kíktum svo á djammið á Jass Corner Club. Það var mjög skemmtilegt kvöld. Á laugardeginum var veðrið hérna ógeðslegt. Skítkalt, rok og rigning. Við fórum þá út að borða á japanskan stað sem var mjög góður. Alltaf gaman að fara á svoleiðis staði, þ.e. þar sem er eldað fyrir framan mann. Sverrir, maðurinn hennar Ásu, hefur örugglega komið með þetta ógeðis veður með sér frá Íslandi en hann kom einmitt hingað út á laugardaginn.
Á sunnudaginn var veðrið líka ömurlegt en við skelltum okkur samt að skoða grasagarðinn, dýragarðinn og TV Tower - en við höfum ætlað okkur að skoða þessa staði alveg frá því við komum hingað út. Set líklega einhverjar myndir inn á myndasíðuna á eftir, frá þessum síðustu dögum mínum hér í Kína.
Ég er svo búin að vera dugleg að fara út að borða á alla uppáhaldsstaðina okkar undanfarið: Fatema (indverskur), Luigi´s pizza (pizza með frönskum og beikoni nammmiiii namm), víetnamskur staður (kjúklingur í karrí), Korona (geðveikir hamborgarar þar), ís á Baskin og Robbins og svo mætti lengi telja. Ég hlakka nú reyndar alveg til að fá venjulegan mat þegar ég kem heim. Verð samt örugglega farin að sakna matarins hér eftir svona 2 vikur. Í gær fengum við svo íslenskan lakkrís sem Sverrir kom með - geðveikt góður - alveg nýr - beint úr lakkrísgerðinni.
Í gær var svo síðasti kínverski spinning tíminn sem ég kemst í - á eftir að sakna þessara tíma - geðveikt skemmtilegir. En ég verð nú að vera dugleg að mæta í Hress þegar ég kem heim... er alveg að blása út hérna - kannski ekkert skrítið miðað við mataræðið.
Jæja, nóg komið af blaðri í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.10.2009 | 04:08
þá eru það 8 dagar ... aðeins færri hlutir eftir á listanum...
Ég tók bæjarröltið í gær þegar Addó var í skólanum og keypti nokkra smáhluti sem ég átti eftir að versla. Kláraði svo að prjóna húfu á Addó. Hún var reyndar ALLTOF stór á hann hehe... bara fyndin. Ég gat varla tekið mynd af honum ég hló svo mikið - þess vegna er myndin bæði skökk og hreyfð hehe... Annars er ég búin að prjóna 3 húfur. Það er svo fínt að prjóna húfur - tekur stuttan tíma og mjög einfalt hehe... Það er engin Guðrún Os. hér í Kína til að hjálpa manni ef maður fer að klúðra hlutunum.
Var að setja myndir inn á myndasíðuna frá Taidong verslunargötunni og svo frá göngunni okkar um strandlengjuna á mánudaginn. Það var mjög spes á mánudaginn hvað það voru mörg brúðhjón út um allt í myndatökum. Ég myndi halda að það hafi verið um 50 brúðhjón þarna. Hvítu kjólarnir voru bókstaflega alls staðar. Addó spurði kennarann sinn eitthvað út í þetta og hún sagði að það væri venja að brúðhjón færu í myndatöku fyrir sjálft brúðkaupið. Það er víst mjög vinsælt að gifta sig á þessum árstíma þannig að það eru mörg brúðkaup fyrirhuguð um helgina. Svo giftir sig enginn í nóvember og desember.
Biðjum að heilsa til Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2009 | 02:17
bara 9 dagar ... en samt svo mikið eftir að gera...
Nú er allt á fullu hjá okkur við að klára að gera alla þá hluti sem við viljum gera saman áður en ég fer heim ... Kláruðum að labba strandlengjuna í gær. Get þá strikað yfir það á listanum mínum hehe... Ég er sko actually með lista í excel - Addó heldur að ég sé klikkuð - en ég veit að ég er skipulagsfrík.
Við fórum líka á saumamarkaðinn í gær en það var nú hálf misheppnuð ferð þar sem það var ekkert tilbúið sem ég átti að ná í... einhver veikindi í gangi og svoleiðis... Förum aftur þangað á fimmtudaginn. Annars átti ég eftir að segja ykkur frá því að þegar við fórum þangað síðast þá sáum við einn gamlan Kínverja labba um á sprellanum - það var ekki falleg sjón.
Ég fór svo í geðveikan spinning tíma í gær á meðan Addó var að læra. Við fengum okkur svo uppáhaldspizzuna mína hérna - með frönskum og beikoni - hehe... bara soldið mikið óholl.
Enduðum svo kvöldið með nammi, kók og DVD - bara kósý.
Dagurinn í dag fer svo í að halda áfram með listann minn - fullt af litlum atriðum sem ég á eftir að gera (a.k.a kaupa) meðan Addó er í skólanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2009 | 04:08
Road trip to Weihai...
Haldiði að við höfum ekki bara skellt okkur í rútaferðalag um helgina!!
Addó var eitthvað að flakka á netinu á föstudaginn eftir skóla ... að skoða veiðidót og sýningar á veiðidóti... já, ég veit stórskrítið áhugamál... ... þegar hann sá að það var einhver svaka veiðisýning í gangi í sama héraði og við erum í, þ.e. Shandong. Hann varð eins og lítill krakki sem er að missa af tívolí eða eitthvað álíka og við eyddum einhverjum klukkutímum í að finna út hvernig væri best að komast til Weihai strax á laugardagsmorgninum, þar sem síðasti dagur sýningarinnar var á sunnudeginum.
Þetta endaði þannig að við vöknuðum um kl. 6:30 á laugardagsmorgninum og fórum á rútustöðina, hoppuðum upp í rútu og sátum þar í tæpa fjóra klukkutíma. Ég tók með mér bók en þegar ég var búin að lesa eina blaðsíðu fattaði ég að ég var búin að lesa hana! úpps... hehe...
Þegar við komum til Weihai sem er austasta borgin í héraðinu, með "aðeins" rúmlega tvær milljónir íbúa skelltum við okkur beint á veiðisýninguna. Addó fékk aftur svona "krakkasyndróm" - hætti að hugsa rökrétt og arkaði bara um sýningarsvæðið og vildi skoða allt. Ég stoppaði hann hins vegar af og heimtaði að við færum fyrst með farangurinn á hótel og færum svo að fá okkur að borða enda klukkan þá að verða tvö og við bara búin að borða sitthvora mandarínuna. Hann lét segjast og við fórum á næsta hótel.
Ég veit ekki alveg hvað er málið með okkur og skrítnar uppákomur á hótelum... núna var notaður smokkur á gólfinu við rúmið okkar! Mjög smekklegt en hótelið var fínt að öðru leyti - rosalega stórt - það var t.d. 600 manna brúðkaup þar á laugardeginum.
Addó fór svo bara í veiðistúss en ég tók smá rölt um strandlengjuna og skoðaði mig aðeins um áður en ég fór til hans á sýninguna. Við tókum því svo bara rólega um kvöldið - fengum okkur að borða og kíktum á Tomato bar. Það er annars frekar spes hér í Kína að það er miklu algengara að Kínverjar fari á karókí bari þar sem hver hópur fær sitt eigið herbergi, frekar en að fara á þessa týpísku bari. Það var því ekki mikið skemmtanalíf sjáanlegt í miðbænum í Weihai - enda mjög lítil borg hehe...
Á sunnudeginum fór Addó aftur á sýninguna en ég nennti ekki með honum og fór frekar í smá verslunarleiðangur. Þá fékk ég sama krakkasyndróm og hann - alltof mikið af búðum og allt of lítill tími hehe... Það var frekar skrítið að vera á röltinu þarna í Weihai því þetta er ekki túrista borg og fólkið því ekki vant því að sjá hvítt fólk. Það var því starað á mann hvert sem maður fór. Teknar af manni myndir, bent, hlegið og brosað. Það var t.d. einn maður næstum búinn að hjóla á, þegar hann starði svo mikið að hann horfði ekki framfyrir sig á hjólinu. Fókið sneri sig næstum úr hálsliðnum við að horfa á mann. Ég öfunda sko ekki Hollywood liðið af þessari truflun!
Þetta var annars alveg ágæt helgi sem kom svona óvænt uppá. Við vorum búin að plana allt annað þessa helgi þar sem þetta var næstsíðasta helgin mín hér í Kína - ætluðum á markaðinn, út að borða á japanskan stað og svo í heimsókn til kennarans sem kennir íslenska hópnum kínversku. Nú verðum við að nýta hverja lausa stund til að ná að gera allt það sem var á planinu áður en ég fer heim til Íslands.
Setti inn myndir frá helginni á myndasíðuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2009 | 09:20
Skítakuldi í Qingdao
Þá held ég að haustið sé bara loksins komið hingað til Qingdao. Það er búið að kólna slatta undanfarna daga - svo mikið að maður þarf að fara í peysu þegar maður fer út. Svakalegt alveg!! Það er reyndar frekar slæmt því það er ekki kveikt á hitanum í húsunum hér í Kína, fyrr en 15. nóvember. Það getur því orðið ansi kalt hérna í litla herberginu okkar.
Ég var annars að henda nokkrum myndböndum inn á myndasíðuna okkar. Þið finnið þau neðst á forsíðunni.
Annars er það helst að frétta að Addó og Ágúst elduðu svaka fínan mat handa öllum íslenska hópnum síðasta laugardag. Í forrétt voru risarækjur, hörpuskel og skötuselur í hvítlauksrjómasósu. Nautasteik með bernaise sósu í aðalrétt ásamt kartöflum, aspas og sveppum. Í eftirrétt var svo rosa góð súkkulaðikaka sem Ágúst bakaði. Mjög vel heppnað kvöld.
Í gær tókst mér svo að draga Addó með mér í Yoga. Hann er nú frekar stirður greyið en stóð sig nú samt vel.
Jæja, bara 2 vikur eftir af Kínadvöl minni... úff hvað þetta er fljótt að líða...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.10.2009 | 16:33
Hótelið okkar í Guilin...
Verð nú aðeins að segja ykkur frá hótelinu sem við gistum á í Guilin. Það hét Eva Inn og var bara mjög fínt. Það vakti hins vegar athygli okkar að það var hægt að leigja herbergin "by the hour" ... síðast þegar ég vissi þá er slíkt bara gert í einum tilgangi.
Á baðherberginu var svo hægt að kaupa rosa fínar vörur... sjá mynd... Þarna er t.d. hægt að fá smokka, krem og olíur fyrir bæði kynin. Á sótthreinsunar pakkanum fyrir konur stóð orðrétt: "Specially designed for the health of woman´s genitals. Used for relieving the itching, killing germs and usual nursing of the private parts. Please apply to genital area gently. Rinse well with water." Þá vitið þið það...
Mér fannst svo enska þýðingin aftan á pakkanum með klósettsetupappírnum einstaklega fyndin.... sjá eftirfarandi myndir... Getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri...
Ég kann nú alveg að nota svona klósettsetu-dót... en ef ég kynni það ekki, þá myndi enska þýðingin ekki hjálpa mér mikið!!
Farin að sofa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)